Akureyri er komið áfram í 8-liða úrslit Eimskipsbikarkeppni karla eftir tíu marka sigur á Aftureldingu í kvöld.
Akureyri vann tíu marka sigur á Aftureldingu, 30-20, og er því enn ósigrað á tímabilinu. Liðið hefur unnið fyrstu sex leiki sína í N1-deild karla.
Jafnræði var með liðunum framan af en Akureyri náði fjögurra marka forystu undir lok fyrri hálfleiks. Staðan þegar honum lauk var 13-9.
Akureyringar stungu svo endanlega af í síðari hálfleik og unnu sem fyrr segir öruggan sigur.
Akureyri - Afturelding 30-20 (13-9)
Mörk Aftureldingar: Eyþór Vestmann 4, Bjarni Aron Þórðarson 4, Arnar Theódórsson 4, Aron Gylfason 3, Haukur Sigurvinsson 2, Daníel Jónsson 2, Jón Andri Helgason 1.