Handbolti

Oddur: Erum með sjálfstraustið í botni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Oddur Grétarsson.
Oddur Grétarsson.

„Þeir mættu brjálaðir til leiks, við vorum ekki með neitt vanmat enda vissum við að þeir væru búnir að vinna nokkra leiki í röð og úr varð hörkuleikur sem við erum ánægðir að klára," sagði Oddur Grétarsson leikmaður Akureyrar eftir 30-29 sigur í Digranesinu á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins.

„Við erum með sjálftraustið í botni og góður mórall í hópnum og við stefnum á að fara með fullt hús stiga í fríið."

Akureyringar byrjuðu leikinn vel og náðu forskoti en misstu HK fram úr sér rétt fyrir hálfleik. Þeir hinsvegar keyrðu á HK í seinni hálfleik og náðu forskoti um miðjan hálfleikinn sem HK náði aldrei

„ Við náðum að keyra hraðaupphlaup mjög oft og vel og það skilaði sér. Við spiluðum góða vörn og markvarslan var mjög góð, með því færðu fleiri mörk"

HK fengu lokafærið í leiknum gegn Akureyri sem voru manni færri en náðu ekki að nýta sér það.

„Maður var svosem stressaður en við vorum ákveðnir að klára þetta, við náðum ekki að brjóta á þeim og þeir náðu skotinu en sem betur fer fór boltinn yfir en ekki hinu megin við slánna," sagði Oddur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×