Fréttakona á Taiwan var nær köfnuð í astmakasti þegar moskítófluga flaug upp í hana og ofan í háls þar sem hún var að tala í beinni útsendingu.
Huang Ching hélt áfram að flytja fréttina eins lengi og hún gat en gafst upp þegar tárin voru farin að streyma niður kinnar hennar og hún var komin í andnauð.
Annar fréttamaður tók þá við af henni og hún var í skyndi flutt á sjúkrahús. Huang náði sér að fullu og fékk nokkurra daga frí að launum fyrir hetjuskapinn.