Umræða á villigötum Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 13. september 2010 06:00 Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undanfarin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekkingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin - eins og aðrar atvinnugreinar - hefur orðið fyrir verulegum kostnaðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vörutegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarliðum fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undantekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökkbreyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein - ef byggingariðnaður er undanskilinn -- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Verslunin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opinberir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræðuna ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði og misseri hafa reglulega sprottið upp umræður í þjóðfélaginu um verð innfluttra vara og hversu hratt eða hægt menn telja að verð þeirra eigi að breytast í takt við breytingar á gengi krónunnar. Iðulega hafa verslunarfyrirtæki verið gagnrýnd fyrir að lækka verð innfluttra vara hvorki nógu hratt né nógu mikið samfara styrkingu krónunnar. Þessi gagnrýni hefur enn á ný skotið upp kollinum undanfarna daga. Verslunarfyrirtæki telja þessa gagnrýni afar ómaklega enda sýna opinberar upplýsingar um þróun verðlags og gengis að verslunin hefur á engan hátt aukið álagningu í efnahagsþrengingunum undanfarin tvö ár eins og sumum er tamt að halda fram. Þvert á móti sýna mælingar að verslunin hefur tekið á sig verulegan afkomuskell í kjölfar þess að gengi krónunnar hrundi haustið 2008. Þessar staðreyndir sjást greinilega á meðfylgjandi línuriti sem gert er á grundvelli mælinga Hagstofu Íslands. Verslunarfyrirtæki telja jafnframt að mikill þekkingarskortur einkenni umræðu um vöruverð enda margir aðrir kostnaðarliðir sem stýra verðlagningu en þróun gengis krónunnar. Verslunin - eins og aðrar atvinnugreinar - hefur orðið fyrir verulegum kostnaðarauka í kjölfar hrunsins. Tryggingagjald hefur hækkað, laun hafa hækkað, virðisaukaskattur hefur hækkað, lögð hafa verið á ný vörugjöld á ýmsar vörutegundir, auk hækkana á flestum öðrum rekstrarliðum fyrirtækja. Þessu til viðbótar gleymist undantekingarlítið að verslanir fá langflestar a.m.k. árlega erlendar verðhækkanir frá birgjum sínum og hafa þessar erlendu verðhækkanir verið óvenju miklar undanfarið m.a. vegna hækkandi hráefniskostnaðar á ýmsum mörkuðum. Þar að auki skal á það minnst að fyrirtæki ekki síður en heimili hafa lent illa í stökkbreyttum lánum sem hafa leitt til aukinnar skulda- og vaxtabyrði. Að setja mál þannig fram að vöruverð snúist alfarið um styrkingu eða veikingu krónunnar er því ekki einu sinni einföldun heldur bókstaflega rangur málflutningur. Síðustu misserin hefur engin atvinnugrein - ef byggingariðnaður er undanskilinn -- lent eins illa í hruninu og verslunin enda hefur samdráttur í innfluttum vörum verið gríðarlegur og hleypur á tugum prósenta í mörgum tilfellum. Verslunin glímir því samtímis við minnkandi tekjur og aukinn kostnað. Verslunin í landinu veigrar sér ekki við gagnrýni. Verslunin fer hins vegar fram á að fjölmiðlar, opinberir aðilar og verkalýðshreyfingin einfaldi umræðuna ekki um of þannig að niðurstaðan verði röng. Neytendur eiga einfaldlega betra skilið en það.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun