Dómaratvíeykið dýnamíska Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæma um helgina í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þar mun Rhein-Neckar Löwen meðal annars spila.
Með Löwen leika sem kunnugt er þrís íslenskir landsliðsmenn, Róbert Gunnarsson, Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Sá síðastnefndi er þó frá vegna meiðsla.
Í riðlinum eru auk Löwen RK Gorenje frá Slóveníu, Reale Ademar frá Spáni og Bjerringbro-Silkeborg frá Danmörku. Eitt lið kemst áfram í riðlakeppnina.
Föstudagur: Rhein-Neckar Löwen - RK Gorenje Velenje
Laugardagur: RK Gorenje Velenje - Reale Adamar
Sunnudagur: Reale Ademar - Rhein-Neckar Löwen