Raunsæi og ábyrgð Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. febrúar 2010 06:00 Það var öllum ljóst í aðdraganda síðustu kosninga að verkefni nýrrar ríkisstjórnar yrðu risavaxin og að þau myndu fyrst og fremst snúast um tiltekt og niðurskurð og þá loks endurreisn. Við sem buðum okkur fram vissum að það þyrfti að gera meira en bara það sem til vinsælda er fallið á þessu kjörtímabili. Það hefur strax komið í ljós. Vinna okkar í fjárlaganefnd hefur ekki aðeins verið strembin vegna hins yfirþyrmandi leiðindamáls sem kennt er við Icesave heldur einnig, og ekki síður, vegna þess að mikill niðurskurður er nauðsynlegur. Tugmilljarða halli er á ríkissjóði og það er vandi sem verður að taka á strax og af festu. Við höfum reynt að hlífa sem mest heilbrigðisstofnunum og félagslegri þjónustu en engu að síður þurfti að rifa þar seglin um 5%. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki farið varhluta af þessum niðurskurði þrátt fyrir mikinn rekstrarvanda undanfarin ár. Árið 2008 tókst okkur sem störfuðum í sveitarstjórnum á Suðurnesjum að fá leiðréttingu á reiknilíkani sem liggur fjárveitingum til stofnunarinnar til grundvallar. Sú leiðrétting gaf 60 milljón króna viðbót til rekstrar og í fjárlögum 2010 voru auk þess veittar 15 milljónir til heilsugæslunnar. Þrátt fyrir þetta er enn tekist á um fjárveitingar til HSS. Ég hef lagt á það áherslu að við Suðurnesjamenn veigrum okkur ekki við að hagræða og spara eins og aðrir landsmenn þegar kreppir að, en við gerum jafnframt kröfu til þess að tekið sé tillit til starfsaðstæðna HSS og að fjárveitingar séu í samræmi við þær líkt og á öðrum landssvæðum þannig að tryggt sé að réttlætis sé gætt. Krafa íbúanna hlýtur að vera að ráðuneytið og stjórnendur HSS leggi sig alla fram við að leita allra mögulegra leiða til að halda uppi góðri heilsugæslu á svæðinu. Þá þarf að velta öllu við og raða upp að nýju. Helsti vandi okkar hefur verið skortur á læknum. Við þurfum að fá fleiri lækna til stofnunarinnar og greiða þeim eðlileg laun en eyða ekki umtalsverðum fjármunum í álagsgreiðslur fyrir fáa lækna sem sannanlega eru undir alltof miklu álagi. Miðað við íbúafjölda ættu að starfa við heilsugæsluna 17 læknar en þeir eru aðeins sex sem starfa þar núna og með þeim tveir til þrír unglæknar. Reksturinn væri mun hagkvæmari ef við hefðum fleiri heilsugæslulækna við stofnunina. Það útheimtir mikla yfirlegu hjá stjórnendum stofnana að finna út hvernig þeir geti uppfyllt leiðarljós ráðuneyta um að skera niður, hagræða og spara, þ.e. að verja eins og kostur er störf og þjónustu. Þetta gengur ekki alls staðar vel. Á síðustu dögum hefur þó öllu verið til tjaldað til að gera niðurskurðinn á HSS sem sársaukaminnstan. Við höfum farið með ráðuneytinu yfir forsendur reiknilíkans, ráðuneytið mun greina kostnað vegna fjölgunar á fyrrverandi varnarsvæðinu við Ásbrú, meta kostnað vegna nálægðar við alþjóðaflugvöll og leiðrétta útreikninga vegna sjúkrarúma fyrir aldraða sem hafa verið vanmetnir. Hér nefni ég aðeins nokkur dæmi um það sem gert hefur verið og ítreka þá skoðun mína að ég er reiðubúin að skoða allar góðar hugmyndir, þar með talið yfirtöku sveitarfélaga á rekstri HSS, megi það verða til þess að þjónusta þessarar allra mikilvægustu stofnunar Suðurnesja verði í samræmi við þarfir þess fjölda íbúa sem reiðir sig á hana. Þeir sem berjast gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar verða líka að gera sér grein fyrir því að viðsnúningur í þeim efnum kallar á enn frekari niðurskurð. Þeir sem berjast gegn niðurskurði OG skattahækkunum verða því að sýna með ábyrgum hætti hvar ná á í fjármagn til að viðhalda óbreyttum rekstri. Á tímum niðurskurðar er mikilvægt að forgangsraða með réttum hætti. Það er hægt að bíða með ýmislegt en enginn getur skotið veikindum á frest. Raunsæi og ábyrgð eru lykilatriði í baráttu okkar Suðurnesjamanna fyrir sameiginlegri velferð. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi Sveitarfélagsins Garðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það var öllum ljóst í aðdraganda síðustu kosninga að verkefni nýrrar ríkisstjórnar yrðu risavaxin og að þau myndu fyrst og fremst snúast um tiltekt og niðurskurð og þá loks endurreisn. Við sem buðum okkur fram vissum að það þyrfti að gera meira en bara það sem til vinsælda er fallið á þessu kjörtímabili. Það hefur strax komið í ljós. Vinna okkar í fjárlaganefnd hefur ekki aðeins verið strembin vegna hins yfirþyrmandi leiðindamáls sem kennt er við Icesave heldur einnig, og ekki síður, vegna þess að mikill niðurskurður er nauðsynlegur. Tugmilljarða halli er á ríkissjóði og það er vandi sem verður að taka á strax og af festu. Við höfum reynt að hlífa sem mest heilbrigðisstofnunum og félagslegri þjónustu en engu að síður þurfti að rifa þar seglin um 5%. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki farið varhluta af þessum niðurskurði þrátt fyrir mikinn rekstrarvanda undanfarin ár. Árið 2008 tókst okkur sem störfuðum í sveitarstjórnum á Suðurnesjum að fá leiðréttingu á reiknilíkani sem liggur fjárveitingum til stofnunarinnar til grundvallar. Sú leiðrétting gaf 60 milljón króna viðbót til rekstrar og í fjárlögum 2010 voru auk þess veittar 15 milljónir til heilsugæslunnar. Þrátt fyrir þetta er enn tekist á um fjárveitingar til HSS. Ég hef lagt á það áherslu að við Suðurnesjamenn veigrum okkur ekki við að hagræða og spara eins og aðrir landsmenn þegar kreppir að, en við gerum jafnframt kröfu til þess að tekið sé tillit til starfsaðstæðna HSS og að fjárveitingar séu í samræmi við þær líkt og á öðrum landssvæðum þannig að tryggt sé að réttlætis sé gætt. Krafa íbúanna hlýtur að vera að ráðuneytið og stjórnendur HSS leggi sig alla fram við að leita allra mögulegra leiða til að halda uppi góðri heilsugæslu á svæðinu. Þá þarf að velta öllu við og raða upp að nýju. Helsti vandi okkar hefur verið skortur á læknum. Við þurfum að fá fleiri lækna til stofnunarinnar og greiða þeim eðlileg laun en eyða ekki umtalsverðum fjármunum í álagsgreiðslur fyrir fáa lækna sem sannanlega eru undir alltof miklu álagi. Miðað við íbúafjölda ættu að starfa við heilsugæsluna 17 læknar en þeir eru aðeins sex sem starfa þar núna og með þeim tveir til þrír unglæknar. Reksturinn væri mun hagkvæmari ef við hefðum fleiri heilsugæslulækna við stofnunina. Það útheimtir mikla yfirlegu hjá stjórnendum stofnana að finna út hvernig þeir geti uppfyllt leiðarljós ráðuneyta um að skera niður, hagræða og spara, þ.e. að verja eins og kostur er störf og þjónustu. Þetta gengur ekki alls staðar vel. Á síðustu dögum hefur þó öllu verið til tjaldað til að gera niðurskurðinn á HSS sem sársaukaminnstan. Við höfum farið með ráðuneytinu yfir forsendur reiknilíkans, ráðuneytið mun greina kostnað vegna fjölgunar á fyrrverandi varnarsvæðinu við Ásbrú, meta kostnað vegna nálægðar við alþjóðaflugvöll og leiðrétta útreikninga vegna sjúkrarúma fyrir aldraða sem hafa verið vanmetnir. Hér nefni ég aðeins nokkur dæmi um það sem gert hefur verið og ítreka þá skoðun mína að ég er reiðubúin að skoða allar góðar hugmyndir, þar með talið yfirtöku sveitarfélaga á rekstri HSS, megi það verða til þess að þjónusta þessarar allra mikilvægustu stofnunar Suðurnesja verði í samræmi við þarfir þess fjölda íbúa sem reiðir sig á hana. Þeir sem berjast gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar verða líka að gera sér grein fyrir því að viðsnúningur í þeim efnum kallar á enn frekari niðurskurð. Þeir sem berjast gegn niðurskurði OG skattahækkunum verða því að sýna með ábyrgum hætti hvar ná á í fjármagn til að viðhalda óbreyttum rekstri. Á tímum niðurskurðar er mikilvægt að forgangsraða með réttum hætti. Það er hægt að bíða með ýmislegt en enginn getur skotið veikindum á frest. Raunsæi og ábyrgð eru lykilatriði í baráttu okkar Suðurnesjamanna fyrir sameiginlegri velferð. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi Sveitarfélagsins Garðs.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun