Heilbrigt byggðajafnvægi Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 11. nóvember 2010 06:00 Kynjajafnrétti hefur tekið drjúgan tíma umræðunnar á Íslandi á undanförnum árum – og er það vel. Árangurinn hefur skilað sér í samstöðu; landsmenn vilja tryggja stúlkum og drengjum sömu tækifæri til mennta, starfa og launa - og almennt gera báðum kynjum jafn hátt undir höfði í leit þeirra að lífsgæðum. Um þetta er ekki lengur deilt. Hér verður skrifað um byggðajafnrétti – og kallað eftir þjóðarsátt um jafnan aðgang allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu. Hinn kosturinn er vissulega sá að neita dreifðum byggðum um viðunandi þjónustu á þessu sviði og skipta landsmönnum þannig í efri og neðri deild opinberrar þjónustu. En viljum við það? Ég segi afdráttarlaust nei. Enda þótt heldur kreppi að í efnahag þjóðarinnar nú um stundir hefur hún ennþá efni á að lækna sjúka. Hún hefur ennþá rík efni á þessari mikilvægustu grunnþjónustu samfélagsins sem er rétturinn til heilsu. Hún verður seint eða aldrei svo blönk að hún geti ekki þjónustað verðandi mæður, aldraða, langveika og breiðan hóp fólks í endurhæfingu. En þá er komið að lykilspurningu: Hvar á að veita þessa þjónustu? Svar mitt er skýrt; mestur hluti heilbrigðisþjónustu er í eðli sínu nærþjónusta. Í fámennu landi getur vel verið að ekki séu efni til að reka mörg sérhæfð og tæknilega burðug bráðasjúkrahús, en hitt er jafn ljóst að þjóðarbúið græðir á því að sinna endurhæfingu og umönnun heima í héraði. Hér ber að hafa þetta í huga: Sérhæfðustu sjúkrahúsin eiga einkum og sér í lagi að sinna bráðatilfellum. Þau eiga ekki að safna legudögum. Til þess eru þau of dýr. Eftirmeðferð á að fara fram sem næst heimilum fólks, ekki síst út af heilsu-, félags- og mannúðarsjónarmiðum, en einnig til að nýta fjárfestingu í húsakosti og tækjum hringinn í kringum landið. Eða viljum við hitt? Viljum við búa í landi sem gerir verðandi mæðrum að aka mörg hundruð kílómetra yfir allt að fjóra fjallvegi í vetrarbyljum til að ala barn sitt? Ætlum við aldraðri konu að verja síðustu æviárunum á hjúkrunarheimili í 150 kílómetra fjarlægð frá áttræðum bónda sínum sem getur ekki selt húsið? Og viljum við hreinlega draga úr lífslíkum? Hér í þessari blaðagrein er kallað eftir þjóðarsátt um aðgang landsmanna að heilbrigðisþjónustu. Hér er kallað eftir vinnu fagmanna, ekki síst heimamanna á hverjum stað, við að skilgreina þjónustusvæði á þessu sviði. Þar þarf vissulega að taka tillit til fólksfjölda, en jafnvel enn meira til vegalengda, veðurlags og samgönguöryggis á öllum tímum ársins. Vissulega má víða hagræða í opinberri þjónustu, en sú hagræðing verður alltaf að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað. Af þessum sökum er undarlegt að horfa til nýrra tillagna í fjárlagafrumvarpi fyrir 2011 um að skera helst niður í heilbrigðisþjónustu þar sem vegalengdir eru mestar og samgönguöryggið er minnst. Þar hefur ekki verið reiknað til enda. Auðveldast og réttast er að koma við hagræðingu í heilbrigðisþjónustu þar sem samgöngur eru greiðastar og vegalengdir stystar. Tvöföldun Reykjanesbrautar, göng undir Hvalfjörð og bráðum tvöföldun Suður- og Vesturlandsvegar hlýtur að fela í sér mestu mögulegu hagræðinguna í heilbrigðisþjónustu á landinu. Þar eru rekin sex sjúkrahús innan 50 kílómetra radíuss. Heilbrigðisþjónustan úti á landi getur hagrætt að sömu skilyrðum uppfylltum; með stórbættum samgöngum. Öruggari vegir munu þó aldrei stytta vegalengdir í slíkum mæli að íbúar landsbyggðar hafi sama greiða aðganginn að læknum og hjúkrunarfólki og íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta. Öll hugsanleg göng og vegastyttingar breyta ekki landakortinu að mun. Þessvegna þarf þjóðarsátt um viðunandi fjarlægð landsmanna frá læknis-, hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Hún getur verið 100 kílómetrar, svo nefnd sé til sögunnar helmingi styttri vegalengd en gildir á höfuðborgarsvæði, en vel að merkja; vegalengdin ein og sér er ekki fullnaðarsvar. Einn fjallvegur í 500 til 700 metra hæð getur hér brenglað töluna. Ríkisvaldið ætlast til þess að landsmenn allir, óháð búsetu, greiði svipað hlutfall af launum sínum í skatta og skyldur. Að sama skapi hljóta landsmenn allir, hvar á landi sem þeir búa, að ætlast til svipaðrar þjónustu af hálfu ríkisins – og gildir það ekki síst um veigamikla grunnþjónustu; örugga vegi, menntun og tryggan aðgang að lækningu, hjúkrun og umönnun. Heilladrýgra er að skapa þjóðarsátt um aðgang allra landsmanna að lækningu og hjúkrun heldur en að skipta þeim í fyrsta og annan flokk skattgreiðenda, allt eftir því hvað ríkisvaldinu finnst duga á hverjum stað. Og heilladrýgra er einnig að ná fram sátt á þessu sviði með samtali við heimamenn, fremur en að læða reykvísku reiknilíkani bakdyramegin inn í fjárlög. Mest um vert er þó mannúðarsjónarmiðið; gamla fólkið okkar, sem kynntist langtum krappari kjörum en landsmenn kvarta nú yfir, á ekki að þurfa að skilja hvert við annað af því dvalarheimili í sjávarþorpi er óhagkvæm eining að mati ráðuneytismanna einnar ríkustu þjóðar heims. Þjónusta heilbrigðisstarfsfólks á að lúta íslenskum lögmálum, ekki aðeins reykvískum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Kynjajafnrétti hefur tekið drjúgan tíma umræðunnar á Íslandi á undanförnum árum – og er það vel. Árangurinn hefur skilað sér í samstöðu; landsmenn vilja tryggja stúlkum og drengjum sömu tækifæri til mennta, starfa og launa - og almennt gera báðum kynjum jafn hátt undir höfði í leit þeirra að lífsgæðum. Um þetta er ekki lengur deilt. Hér verður skrifað um byggðajafnrétti – og kallað eftir þjóðarsátt um jafnan aðgang allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu. Hinn kosturinn er vissulega sá að neita dreifðum byggðum um viðunandi þjónustu á þessu sviði og skipta landsmönnum þannig í efri og neðri deild opinberrar þjónustu. En viljum við það? Ég segi afdráttarlaust nei. Enda þótt heldur kreppi að í efnahag þjóðarinnar nú um stundir hefur hún ennþá efni á að lækna sjúka. Hún hefur ennþá rík efni á þessari mikilvægustu grunnþjónustu samfélagsins sem er rétturinn til heilsu. Hún verður seint eða aldrei svo blönk að hún geti ekki þjónustað verðandi mæður, aldraða, langveika og breiðan hóp fólks í endurhæfingu. En þá er komið að lykilspurningu: Hvar á að veita þessa þjónustu? Svar mitt er skýrt; mestur hluti heilbrigðisþjónustu er í eðli sínu nærþjónusta. Í fámennu landi getur vel verið að ekki séu efni til að reka mörg sérhæfð og tæknilega burðug bráðasjúkrahús, en hitt er jafn ljóst að þjóðarbúið græðir á því að sinna endurhæfingu og umönnun heima í héraði. Hér ber að hafa þetta í huga: Sérhæfðustu sjúkrahúsin eiga einkum og sér í lagi að sinna bráðatilfellum. Þau eiga ekki að safna legudögum. Til þess eru þau of dýr. Eftirmeðferð á að fara fram sem næst heimilum fólks, ekki síst út af heilsu-, félags- og mannúðarsjónarmiðum, en einnig til að nýta fjárfestingu í húsakosti og tækjum hringinn í kringum landið. Eða viljum við hitt? Viljum við búa í landi sem gerir verðandi mæðrum að aka mörg hundruð kílómetra yfir allt að fjóra fjallvegi í vetrarbyljum til að ala barn sitt? Ætlum við aldraðri konu að verja síðustu æviárunum á hjúkrunarheimili í 150 kílómetra fjarlægð frá áttræðum bónda sínum sem getur ekki selt húsið? Og viljum við hreinlega draga úr lífslíkum? Hér í þessari blaðagrein er kallað eftir þjóðarsátt um aðgang landsmanna að heilbrigðisþjónustu. Hér er kallað eftir vinnu fagmanna, ekki síst heimamanna á hverjum stað, við að skilgreina þjónustusvæði á þessu sviði. Þar þarf vissulega að taka tillit til fólksfjölda, en jafnvel enn meira til vegalengda, veðurlags og samgönguöryggis á öllum tímum ársins. Vissulega má víða hagræða í opinberri þjónustu, en sú hagræðing verður alltaf að taka tillit til aðstæðna á hverjum stað. Af þessum sökum er undarlegt að horfa til nýrra tillagna í fjárlagafrumvarpi fyrir 2011 um að skera helst niður í heilbrigðisþjónustu þar sem vegalengdir eru mestar og samgönguöryggið er minnst. Þar hefur ekki verið reiknað til enda. Auðveldast og réttast er að koma við hagræðingu í heilbrigðisþjónustu þar sem samgöngur eru greiðastar og vegalengdir stystar. Tvöföldun Reykjanesbrautar, göng undir Hvalfjörð og bráðum tvöföldun Suður- og Vesturlandsvegar hlýtur að fela í sér mestu mögulegu hagræðinguna í heilbrigðisþjónustu á landinu. Þar eru rekin sex sjúkrahús innan 50 kílómetra radíuss. Heilbrigðisþjónustan úti á landi getur hagrætt að sömu skilyrðum uppfylltum; með stórbættum samgöngum. Öruggari vegir munu þó aldrei stytta vegalengdir í slíkum mæli að íbúar landsbyggðar hafi sama greiða aðganginn að læknum og hjúkrunarfólki og íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta. Öll hugsanleg göng og vegastyttingar breyta ekki landakortinu að mun. Þessvegna þarf þjóðarsátt um viðunandi fjarlægð landsmanna frá læknis-, hjúkrunar- og umönnunarþjónustu. Hún getur verið 100 kílómetrar, svo nefnd sé til sögunnar helmingi styttri vegalengd en gildir á höfuðborgarsvæði, en vel að merkja; vegalengdin ein og sér er ekki fullnaðarsvar. Einn fjallvegur í 500 til 700 metra hæð getur hér brenglað töluna. Ríkisvaldið ætlast til þess að landsmenn allir, óháð búsetu, greiði svipað hlutfall af launum sínum í skatta og skyldur. Að sama skapi hljóta landsmenn allir, hvar á landi sem þeir búa, að ætlast til svipaðrar þjónustu af hálfu ríkisins – og gildir það ekki síst um veigamikla grunnþjónustu; örugga vegi, menntun og tryggan aðgang að lækningu, hjúkrun og umönnun. Heilladrýgra er að skapa þjóðarsátt um aðgang allra landsmanna að lækningu og hjúkrun heldur en að skipta þeim í fyrsta og annan flokk skattgreiðenda, allt eftir því hvað ríkisvaldinu finnst duga á hverjum stað. Og heilladrýgra er einnig að ná fram sátt á þessu sviði með samtali við heimamenn, fremur en að læða reykvísku reiknilíkani bakdyramegin inn í fjárlög. Mest um vert er þó mannúðarsjónarmiðið; gamla fólkið okkar, sem kynntist langtum krappari kjörum en landsmenn kvarta nú yfir, á ekki að þurfa að skilja hvert við annað af því dvalarheimili í sjávarþorpi er óhagkvæm eining að mati ráðuneytismanna einnar ríkustu þjóðar heims. Þjónusta heilbrigðisstarfsfólks á að lúta íslenskum lögmálum, ekki aðeins reykvískum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun