Lilja Mósesdóttir: Að ganga í takt 28. apríl 2010 09:09 Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðanaskipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum.Gegn foringjaræðiÍ siðferðisskýrslu rannsóknarnefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu, þar sem hún samræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögðum og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einnig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins.Norrænt réttlætiMér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tækifæri til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið bornar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða.„Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þaggað sé niður í gagnrýnisröddum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttaskýringu Kolbeins Óttarssonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litlum takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðingum foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðanaskipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum.Gegn foringjaræðiÍ siðferðisskýrslu rannsóknarnefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu, þar sem hún samræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögðum og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einnig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins.Norrænt réttlætiMér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tækifæri til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Viljayfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarflokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið bornar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða.„Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þaggað sé niður í gagnrýnisröddum.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun