Tvær ungar konur hafa verið fangelsaðar í Bretlandi fyrir að halda vinkonu sinni fanginni og pyntað hana í átján klukkustundir.
Vinkonan hafði það til saka unnið að sofa hjá fyrrverandi kærasta annarar þeirra.
Lucy Viner-Mood er 22 ára gömul og Lois Gibson 18 ára. Vinkona þeirra Georgia Fenn er á svipuðu reki.
Þegar fréttist að Georgia hefði sofið hjá hinum fyrrverandi kærasta lokkuðu þær hana heim í íbúð sína og réðust á hana.
Þær brenndu hana um allan líkamann með sígarettum, heltu yfir hana sjóðandi vatni og trömpuðu á henni og börðu hana þartil hún missti meðvitund.
Þetta stóð yfir í átján klukkustundir. Þá var Georgíu fleygt út úr íbúðinni í náttslopp einum klæða.
Lucy Viner-Mood var dæmd í fimm ára fangelsi. Lois Gibson var dæmd til þriggja ára gæslu á stofnun fyrir unga afbrotamenn.