Útvarpsstöðin X-ið spilar óvenjulegan X-Dominos lista seinnipartinn í dag.
Listinn er samansettur úr 20 vinsælustu lögum sem rokkakademía stöðvarinnar velur en í henni eru hlustendur hennar. Á toppnum er Johnny Cash, sem er merkilegt að því leytinu til að hann dó fyrir heilum sjö árum síðan og enn koma út lög með honum sem ná á topp vinsældarlista. Geri aðrir betur.
Lagið Ain't No Grave er á toppnum en það er af plötunni American IV sem kom nýverið út.
Hægt er að gerast meðlimur í Rokkakademíu X-ins hér.
X-Dominos listinn fer í loftið klukkan 17. Hægt er að hlusta á X-ið í beinni hér á Vísi.is.
Johnny Cash á toppinn - sjö árum eftir dauðann
