Helgi Áss Grétarsson: Norræna ofveiðisamfélagið 30. apríl 2010 09:18 Í hugmyndaheimi margra Íslendinga er undirrót alls ills í samfélaginu það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi. Ófáir hafa haldið því fram að þangað eigi efnahagshrunið rót sína að rekja. Upptaka fiskveiðistjórnkerfisins hafi ýtt til hliðar því samfélagi sem grundvallaðist á norrænum gildum um velferð og jöfnuð. Þessi einfalda söguskoðun var í megindráttum sett fram í pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl., og þótt hún eigi sér marga fylgjendur þá er hún að mínu mati fjarstæðukennd. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður en hér verða eingöngu fáeinar nefndar.VeiðimannasamfélagiðUm margra áratuga skeið gekk efnahagslíf Íslendinga út á það að veitt yrði sem mest. Gífurlegum fjárhæðum var varið í að byggja upp atvinnutæki í sjávarútvegi sem engin þörf var fyrir. Með þessu átti að skapa atvinnu vítt og breitt um landið án þess að nokkur innstæða væri fyrir því. Undirstöður hagkerfisins voru reistar á því að ávallt yrði veitt meira og meira af fiski, sama hvaða ráð fiskifræðingar reiddu fram um þolmörk auðlindarinnar. Í krafti ofnýtingarinnar á fiskveiðiauðlindinni og rangri skráningu á gengi gjaldmiðilsins var hægt að halda uppi fölskum lífskjörum á Íslandi um langt skeið. Á þessum grundvelli voru laun almennings hækkuð en sú ráðstöfun lækkaði laun sjómanna miðað við aðrar stéttir í samfélaginu. Samtök þeirra vildu því að hið miðstýrða fiskverð yrði hækkað. Þegar látið var undan þeirra kröfum þurfti að fella gengið til að útflytjendur sjávarafurða gætu rekið sína starfsemi. Eftir að gengið hafði verið fellt stóðu launamenn frammi fyrir síhækkandi verðbólgu. Því fóru samtök þeirra fram á hærri laun til handa umbjóðendum sínum og sama hringrásin hófst, laun á almennum vinnumarkaði voru hækkuð, fiskverð var hækkað, gengið fellt og óðaverðbólgan hélt áfram.Að forðast hrunFramangreindur vítahringur var augljóslega til staðar á tímabilinu 1970-1990 og að nokkru leyti einnig fyrir þann tíma. Árið 1990 var gripið til nauðsynlegra en róttækra aðgerða til að stöðva þessa þróun. Þetta var gert aðallega með tvennum hætti. Annars vegar voru gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem voru til þess fallnir að ná tökum á verðbólgunni. Hins vegar komu fiskveiðistjórnunarlög til framkvæmda 1. janúar 1991 sem áttu að stuðla að virkari fiskvernd og aðlaga afkastagetu fiskiskipastólsins að afrakstursgetu nytjastofna. Á tíunda áratug síðustu aldar var þessum skipulagsbreytingum fylgt eftir og þannig var styrkari stoðum rennt undir atvinnulífið á Íslandi. Þetta stuðlaði m.a. að því að um aldamótin stóð efnahagslíf Íslendinga að mestu leyti í blóma, hið opinbera skuldaði lítið, atvinnuleysi var takmarkað og nýjar atvinnugreinar voru að spretta úr grasi. Það er hins vegar augljóst nú að á árunum sem eftir komu var illa spilað úr þessari góðu stöðu.Uppgjör við fortíðinaNú á tímum uppgjörs mættu álitsgjafar taka sig til og reyna að skilja betur þá þræði sem haldið hafa íslensku samfélaginu gangandi um margra áratuga skeið. Sé það gert kemur í ljós að Ísland var veiðimannasamfélag sem um langt skeið var fjármagnað með ofveiði og þeirri tiltrú að sjávarútvegur sem rekinn væri á núlli gæti haldið uppi atvinnustigi úti um allt land. Þessu þurfti að breyta ellegar blasti við hrun.Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi hafa verið sársaukafullar fyrir marga - en hefðum við viljað að ekkert hefði verið gert, rétt eins og árin fyrir efnahagshrunið í október 2008? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í hugmyndaheimi margra Íslendinga er undirrót alls ills í samfélaginu það fyrirkomulag sem við lýði hefur verið við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi. Ófáir hafa haldið því fram að þangað eigi efnahagshrunið rót sína að rekja. Upptaka fiskveiðistjórnkerfisins hafi ýtt til hliðar því samfélagi sem grundvallaðist á norrænum gildum um velferð og jöfnuð. Þessi einfalda söguskoðun var í megindráttum sett fram í pistli Guðmundar Andra Thorssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl., og þótt hún eigi sér marga fylgjendur þá er hún að mínu mati fjarstæðukennd. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður en hér verða eingöngu fáeinar nefndar.VeiðimannasamfélagiðUm margra áratuga skeið gekk efnahagslíf Íslendinga út á það að veitt yrði sem mest. Gífurlegum fjárhæðum var varið í að byggja upp atvinnutæki í sjávarútvegi sem engin þörf var fyrir. Með þessu átti að skapa atvinnu vítt og breitt um landið án þess að nokkur innstæða væri fyrir því. Undirstöður hagkerfisins voru reistar á því að ávallt yrði veitt meira og meira af fiski, sama hvaða ráð fiskifræðingar reiddu fram um þolmörk auðlindarinnar. Í krafti ofnýtingarinnar á fiskveiðiauðlindinni og rangri skráningu á gengi gjaldmiðilsins var hægt að halda uppi fölskum lífskjörum á Íslandi um langt skeið. Á þessum grundvelli voru laun almennings hækkuð en sú ráðstöfun lækkaði laun sjómanna miðað við aðrar stéttir í samfélaginu. Samtök þeirra vildu því að hið miðstýrða fiskverð yrði hækkað. Þegar látið var undan þeirra kröfum þurfti að fella gengið til að útflytjendur sjávarafurða gætu rekið sína starfsemi. Eftir að gengið hafði verið fellt stóðu launamenn frammi fyrir síhækkandi verðbólgu. Því fóru samtök þeirra fram á hærri laun til handa umbjóðendum sínum og sama hringrásin hófst, laun á almennum vinnumarkaði voru hækkuð, fiskverð var hækkað, gengið fellt og óðaverðbólgan hélt áfram.Að forðast hrunFramangreindur vítahringur var augljóslega til staðar á tímabilinu 1970-1990 og að nokkru leyti einnig fyrir þann tíma. Árið 1990 var gripið til nauðsynlegra en róttækra aðgerða til að stöðva þessa þróun. Þetta var gert aðallega með tvennum hætti. Annars vegar voru gerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem voru til þess fallnir að ná tökum á verðbólgunni. Hins vegar komu fiskveiðistjórnunarlög til framkvæmda 1. janúar 1991 sem áttu að stuðla að virkari fiskvernd og aðlaga afkastagetu fiskiskipastólsins að afrakstursgetu nytjastofna. Á tíunda áratug síðustu aldar var þessum skipulagsbreytingum fylgt eftir og þannig var styrkari stoðum rennt undir atvinnulífið á Íslandi. Þetta stuðlaði m.a. að því að um aldamótin stóð efnahagslíf Íslendinga að mestu leyti í blóma, hið opinbera skuldaði lítið, atvinnuleysi var takmarkað og nýjar atvinnugreinar voru að spretta úr grasi. Það er hins vegar augljóst nú að á árunum sem eftir komu var illa spilað úr þessari góðu stöðu.Uppgjör við fortíðinaNú á tímum uppgjörs mættu álitsgjafar taka sig til og reyna að skilja betur þá þræði sem haldið hafa íslensku samfélaginu gangandi um margra áratuga skeið. Sé það gert kemur í ljós að Ísland var veiðimannasamfélag sem um langt skeið var fjármagnað með ofveiði og þeirri tiltrú að sjávarútvegur sem rekinn væri á núlli gæti haldið uppi atvinnustigi úti um allt land. Þessu þurfti að breyta ellegar blasti við hrun.Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til við stjórn fiskveiða sl. tvo áratugi hafa verið sársaukafullar fyrir marga - en hefðum við viljað að ekkert hefði verið gert, rétt eins og árin fyrir efnahagshrunið í október 2008?
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun