Þrjár til Vals í stað Berglindar

Valsmenn hafa gengið frá samningum við þrjá markverði fyrir komandi tímabil í kvennaboltanum. Þetta eru Sunneva Einarsdóttir, Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir. Sunneva kemur frá Fram, Sigríður frá FH en Guðný Jenný var í Val eftir að hafa rifið fram skóna á síðasta tímabili vegna meiðsla markvarðar Vals. Þessum þremur er ætlað að fylla það skarð sem besti markvörður landsins, Berglind Íris Hansdóttir, skilur eftir sig en hún er flutt til Noregs.