Ótímabært að spá fyrir um endalok gossins 18. apríl 2010 19:06 Töluvert hefur dregið úr virkni eldstöðvarinnar undir Eyjafjallajökli. Ekki er hins vegar orðið tímabært að spá fyrir um endalok þess. Meira en 700 tonn af gosefni ruddust upp úr gígnum á hverri einustu sekúndu fyrstu þrjá sólarhringana. Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðvarnar í dag. Minni skyggni var í dag en í gær en hitamyndir sem teknar voru koma jarðvísindamönnum að góðum notum. „Katlarnir eru orðnir það stórir að það er frekar hæg bráðnun á ísnum. Gosefnin fara að mestu leyti upp í loftið en þetta er allt vatnssósa því það er nóg af vatni þarna ennþá. Þess vegna er mikil sprengivirkni," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. En jarðvísindamenn voru líka að störfum á jörðu niðri. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, var að störfum undir Eyjafjöllum í dag og safnaði sýnum úr öskunni sem féll til jarðar í öskufallinu mikla í gær. „Við erum náttúrulega að reyna að ná sem mestu upplýsingum um þetta eldgos. Þeim er safnað og skoðum þau nánar þegar við komum til Reykjavíkur," segir Ármann. „Við erum því miður ekki með rauntíma upplýsingar því þurfum náttúrulega að vinna úr þeim en þetta hjálpar samt." Nú eru komnir fram fyrstu útreikningarnir á því hversu mikil gosefni hafa farið út í andrúmsloftið í gosinu og samkvæmt þeim hafa um 140 milljón rúmmetrar af gjósku komið úr eldstöðinni það er um 750 tonn á sekúndu. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Töluvert hefur dregið úr virkni eldstöðvarinnar undir Eyjafjallajökli. Ekki er hins vegar orðið tímabært að spá fyrir um endalok þess. Meira en 700 tonn af gosefni ruddust upp úr gígnum á hverri einustu sekúndu fyrstu þrjá sólarhringana. Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðvarnar í dag. Minni skyggni var í dag en í gær en hitamyndir sem teknar voru koma jarðvísindamönnum að góðum notum. „Katlarnir eru orðnir það stórir að það er frekar hæg bráðnun á ísnum. Gosefnin fara að mestu leyti upp í loftið en þetta er allt vatnssósa því það er nóg af vatni þarna ennþá. Þess vegna er mikil sprengivirkni," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. En jarðvísindamenn voru líka að störfum á jörðu niðri. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, var að störfum undir Eyjafjöllum í dag og safnaði sýnum úr öskunni sem féll til jarðar í öskufallinu mikla í gær. „Við erum náttúrulega að reyna að ná sem mestu upplýsingum um þetta eldgos. Þeim er safnað og skoðum þau nánar þegar við komum til Reykjavíkur," segir Ármann. „Við erum því miður ekki með rauntíma upplýsingar því þurfum náttúrulega að vinna úr þeim en þetta hjálpar samt." Nú eru komnir fram fyrstu útreikningarnir á því hversu mikil gosefni hafa farið út í andrúmsloftið í gosinu og samkvæmt þeim hafa um 140 milljón rúmmetrar af gjósku komið úr eldstöðinni það er um 750 tonn á sekúndu.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira