Haukastúlkur unnu góðan sigur, 26-22, á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í dag en eru þrátt fyrir sigurinn enn í fjórða sæti deildarinnar.
Hanna G. Stefánsdóttir og Ramune Pekarskyte skoruðu báðar sjö mörk fyrir Hauka en Harpa Sif Eyjólfsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sex mörk.
Valur styrkti stöðu sína á toppnum með stórsigri á Fylki, 14-31. Anna Úrsula Guðmundsdóttir með sjö mörk fyrir Val og Íris Ásta Pétursdóttir fimm. Sunna María Einarsdóttir var atkvæðamest hjá Fylki með sex mörk.
KA/Þór valtaði síðan yfir Víking, 30-19. Martha Hermannsdóttir skoraði sex mörk fyrir KA/Þór og Guðríður Jónsdóttir skoraði einnig sex mörk fyrir Víking.
Valsstúlkur hafa þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.