Fótbolti

Gianluca Vialli hefur ekki áhuga á að þjálfa Juventus

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianluca Vialli, fyrrum leikmaður Juventus.
Gianluca Vialli, fyrrum leikmaður Juventus. Mynd/AFP

Gianluca Vialli, fyrrum leikmaður Juventus, hefur gefið það út að hann hafi ekki áhuga á að þjálfa Juventus fari svo sem allt stefnir í að Ciro Ferrara verði rekinn í kjölfar skellsins á móti AC Milan um helgina. Ástæðan er að hann og Ferrara eru miklir félagar.

Ítalskir fjölmiðlar segja að forráðamenn Juventus séu þegar farnir að undirbúa það að finna mann til þess að stýra liðinu út tímabilið og hefur Vialli verið nefndur sem og Dino Zoff sem gerði garðinn frægan í marki félagsins í meira en ellefu ár.

„Það væri ekki auðvelt fyrir mig að taka við þessu starfi því sá sem situr í þjálfarastólnum núna er einn af mínum bestu vinum. Ég lít þó á það sem heiður að vera nefndur til sögunar," sagði Vialli við Sky Sport24.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×