Steinar Bragi: Teygður þumall 11. maí 2010 12:39 Hópur fólks fer inn í Alþingi, sem stendur opið. Það er leyfilegt að heimsækja Alþingi. Tvær manneskjur, piltur og stúlka, komast alla leið upp á pallana og hrópa á nokkra pent klædda alþingismenn að "drulla sér út". Þessum tveim sem komust alla leið er dröslað aftur niður stigana, þar sem aðrir mótmælendur hafa verið stöðvaðir - og þumall tognar á þingverði. Þumallinn brotnar ekki, eða rifnar eða húkkar far upp í Kópavog, hann tognar. Í dag er þumallinn kominn í lag.En Ísland virðist brotið, sem fyrr. Fyrstu hruns-ákærurnar eru gegn borgurum landsins, og þessir tilteknu borgarar standa frammi fyrir allt að sextán ára fangelsi, en að lágmarki eins árs. Á Alþingi situr ný ríkisstjórn sem komst til valda fyrir heilmörg skilti, upphrópanir og glamrandi potta, sem sögðu þó aldrei neitt flóknara en drullið ykkur út. Með einni undantekningu hefur enginn núverandi valdhafa tjáð sig um þetta mál.Níu vatnsgreiddir HeimdellingarÞað er vert að endurtaka þetta: að lágmarki eins árs fangelsi fyrir að hrópa af pöllum Alþingis og teygja þumal. Dómar í nauðgunarmálum eru algengir upp á eitt til tvö ár. Mennirnir sem hafa rænt hverja vinnandi manneskju um milljónir, kostað örvæntingu og gnístran tanna hjá fjölskyldum landsins - baráttumenn eins og Icesave-feðgarnir, Jón Ásgeir, Fons-Pálmi - ganga hins vegar lausir og ekki í sjónmáli að það muni breytast. En ef svo ólíklega vildi til, þá fengju þeir engin sextán ár, heldur tvö. Það er áttfaldur silkihanski á við almennt borgarahyskið, pulsuþjófnaði okkar, skítugar upphrópanir og teygða þumla.En fyrir lögum eru ekki allir jafnir. Sá hópur sem fór inn í Alþingi, eða gerði tilraun til þess þennan dag, var mun fjölmennari en þau níu sem eru ákærð. Það er ekki vitað hvers vegna látið var duga, af tæpum þrjátíu einstaklingum, að kæra einungis níu - nema níu hafi þótt nægja til að fæla okkur hin frá að taka upp á þessu síðar meir. Fæst af þessum níu hafa áður komið við sögu mótmæla; sum eiga svartklædda vini sem gjarnan eru notaðir til að myndskreyta fréttir af málinu, en kannski er lykillinn að þessu öllu einfaldlega sá að ekkert hinna níu er af Engeyjarrættinni, ekkert er sonur Davíðs, og fæst myndu þau þykja líkleg til að vekja samúð þjóðar eða fjölmiðla.Sjáið fyrir ykkur níu vatnsgreidda Heimdellinga sem mæta á Alþingi þegar hækka á barnabætur, eða níu femínista úr Samfylkingunni eða VG þegar stripp verður lögleitt aftur. Tvö þeirra ná alla leið upp á pallana og hrópa Niður með kommana! eða Þrælahaldarar! Þeim er hent út, þumall tognar. Og ekkert þeirra er ákært. Enginn talar um ofbeldi. Þótt þjóðin verði ekki öll ánægð, er ekki frá því að allt havaríið þyki hraustleikamerki hjá æskunni sem erfa á landið.Enginn þumallEn kæran snýst ekki um þumal, eða hver rak olnboga í andlit hvers í stigum Alþingis. Þetta snýst ekki um ofbeldi eða líkamstjón, heldur einungis þetta: truflun á störfum Alþingis.Truflanir á störfum stjórnmálamanna eru ekki nýmæli á Íslandi. Þegar Sigurjón og Jón Gnarr voru með útvarpsþáttinn Tvíhöfða sendu þeir Jón Atla Jónasson niður á þing til að trufla störf þingsins og útvörpuðu látunum. Enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Fyrir nokkrum árum gerði Jón í Sigurrós hróp að borgarstjórn til að mótmæla virkjun, og enn nýlegar lögðu þrír háskólanemar sem allir heita Jón leið sína í ráðhúsið til að mótmæla orkusölu til Kanada. Öllum var sparkað út með látum, en enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Þegar Sigmundur Ernir truflaði þingstörf með því að tala drukkinn í pontu Alþingis stóð hann ekki heldur frammi fyrir sextán árum í fangelsi, ekki Össur Skarphéðinsson fyrir ræðuhöld af pöllum, ekki Árni Johnsen fyrir að dotta árum saman úti í sal og hrjóta, og ekki Steingrímur J. fyrir frammíköll.Allt þetta fólk var frjálst til að láta í ljós skoðun sína, og er það ennþá. En ef sakfellt verður í þessu máli sem nú liggur fyrir, erum við minna frjáls en áður, og hræddari við heiðarleg og jafnvel kröftug skoðanaskipti. Frelsið sem Íslendingar þarfnast í dag er á vettvangi skoðana, og miðlunar upplýsinga.SamstaðaRáðherrar landsins og þingmenn sitja í stólum sínum ekki síst vegna mótmæla af því tagi sem nú á að fangelsa fyrir. Alþingismenn hljóta að hafa skoðun á málinu, þótt lítið hafi farið fyrir henni hingað til. Ég lýsi eftir þessari skoðun, og hver afstaða þingmanna er til mögulegrar sakfellingar.Það er líka rétt að undirstrika að fangelsisdómar í þessu máli verða ekki kveðnir upp án þess að búast megi við mótmælum, fólk fari jafnvel inn í Alþingi og upp á palla, eins og er ennþá réttur okkar, og biðji einhvern um að koma sér út; að margir verði reiðubúnir til að láta handtaka sig og dæma samkvæmt sömu ólögum og nímenningarnir standa frammi fyrir - í eins til sextán ára fangelsi. Enginn sem mótmælti þessa daga sem eru kenndir við búsáhaldabyltingu gerði meira en þau sem nú eru ákærð. Við erum þetta fólk. Það erum við sem erum ákærð á morgun, miðvikudag, klukkan 13.15, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Hópur fólks fer inn í Alþingi, sem stendur opið. Það er leyfilegt að heimsækja Alþingi. Tvær manneskjur, piltur og stúlka, komast alla leið upp á pallana og hrópa á nokkra pent klædda alþingismenn að "drulla sér út". Þessum tveim sem komust alla leið er dröslað aftur niður stigana, þar sem aðrir mótmælendur hafa verið stöðvaðir - og þumall tognar á þingverði. Þumallinn brotnar ekki, eða rifnar eða húkkar far upp í Kópavog, hann tognar. Í dag er þumallinn kominn í lag.En Ísland virðist brotið, sem fyrr. Fyrstu hruns-ákærurnar eru gegn borgurum landsins, og þessir tilteknu borgarar standa frammi fyrir allt að sextán ára fangelsi, en að lágmarki eins árs. Á Alþingi situr ný ríkisstjórn sem komst til valda fyrir heilmörg skilti, upphrópanir og glamrandi potta, sem sögðu þó aldrei neitt flóknara en drullið ykkur út. Með einni undantekningu hefur enginn núverandi valdhafa tjáð sig um þetta mál.Níu vatnsgreiddir HeimdellingarÞað er vert að endurtaka þetta: að lágmarki eins árs fangelsi fyrir að hrópa af pöllum Alþingis og teygja þumal. Dómar í nauðgunarmálum eru algengir upp á eitt til tvö ár. Mennirnir sem hafa rænt hverja vinnandi manneskju um milljónir, kostað örvæntingu og gnístran tanna hjá fjölskyldum landsins - baráttumenn eins og Icesave-feðgarnir, Jón Ásgeir, Fons-Pálmi - ganga hins vegar lausir og ekki í sjónmáli að það muni breytast. En ef svo ólíklega vildi til, þá fengju þeir engin sextán ár, heldur tvö. Það er áttfaldur silkihanski á við almennt borgarahyskið, pulsuþjófnaði okkar, skítugar upphrópanir og teygða þumla.En fyrir lögum eru ekki allir jafnir. Sá hópur sem fór inn í Alþingi, eða gerði tilraun til þess þennan dag, var mun fjölmennari en þau níu sem eru ákærð. Það er ekki vitað hvers vegna látið var duga, af tæpum þrjátíu einstaklingum, að kæra einungis níu - nema níu hafi þótt nægja til að fæla okkur hin frá að taka upp á þessu síðar meir. Fæst af þessum níu hafa áður komið við sögu mótmæla; sum eiga svartklædda vini sem gjarnan eru notaðir til að myndskreyta fréttir af málinu, en kannski er lykillinn að þessu öllu einfaldlega sá að ekkert hinna níu er af Engeyjarrættinni, ekkert er sonur Davíðs, og fæst myndu þau þykja líkleg til að vekja samúð þjóðar eða fjölmiðla.Sjáið fyrir ykkur níu vatnsgreidda Heimdellinga sem mæta á Alþingi þegar hækka á barnabætur, eða níu femínista úr Samfylkingunni eða VG þegar stripp verður lögleitt aftur. Tvö þeirra ná alla leið upp á pallana og hrópa Niður með kommana! eða Þrælahaldarar! Þeim er hent út, þumall tognar. Og ekkert þeirra er ákært. Enginn talar um ofbeldi. Þótt þjóðin verði ekki öll ánægð, er ekki frá því að allt havaríið þyki hraustleikamerki hjá æskunni sem erfa á landið.Enginn þumallEn kæran snýst ekki um þumal, eða hver rak olnboga í andlit hvers í stigum Alþingis. Þetta snýst ekki um ofbeldi eða líkamstjón, heldur einungis þetta: truflun á störfum Alþingis.Truflanir á störfum stjórnmálamanna eru ekki nýmæli á Íslandi. Þegar Sigurjón og Jón Gnarr voru með útvarpsþáttinn Tvíhöfða sendu þeir Jón Atla Jónasson niður á þing til að trufla störf þingsins og útvörpuðu látunum. Enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Fyrir nokkrum árum gerði Jón í Sigurrós hróp að borgarstjórn til að mótmæla virkjun, og enn nýlegar lögðu þrír háskólanemar sem allir heita Jón leið sína í ráðhúsið til að mótmæla orkusölu til Kanada. Öllum var sparkað út með látum, en enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Þegar Sigmundur Ernir truflaði þingstörf með því að tala drukkinn í pontu Alþingis stóð hann ekki heldur frammi fyrir sextán árum í fangelsi, ekki Össur Skarphéðinsson fyrir ræðuhöld af pöllum, ekki Árni Johnsen fyrir að dotta árum saman úti í sal og hrjóta, og ekki Steingrímur J. fyrir frammíköll.Allt þetta fólk var frjálst til að láta í ljós skoðun sína, og er það ennþá. En ef sakfellt verður í þessu máli sem nú liggur fyrir, erum við minna frjáls en áður, og hræddari við heiðarleg og jafnvel kröftug skoðanaskipti. Frelsið sem Íslendingar þarfnast í dag er á vettvangi skoðana, og miðlunar upplýsinga.SamstaðaRáðherrar landsins og þingmenn sitja í stólum sínum ekki síst vegna mótmæla af því tagi sem nú á að fangelsa fyrir. Alþingismenn hljóta að hafa skoðun á málinu, þótt lítið hafi farið fyrir henni hingað til. Ég lýsi eftir þessari skoðun, og hver afstaða þingmanna er til mögulegrar sakfellingar.Það er líka rétt að undirstrika að fangelsisdómar í þessu máli verða ekki kveðnir upp án þess að búast megi við mótmælum, fólk fari jafnvel inn í Alþingi og upp á palla, eins og er ennþá réttur okkar, og biðji einhvern um að koma sér út; að margir verði reiðubúnir til að láta handtaka sig og dæma samkvæmt sömu ólögum og nímenningarnir standa frammi fyrir - í eins til sextán ára fangelsi. Enginn sem mótmælti þessa daga sem eru kenndir við búsáhaldabyltingu gerði meira en þau sem nú eru ákærð. Við erum þetta fólk. Það erum við sem erum ákærð á morgun, miðvikudag, klukkan 13.15, í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun