Steinar Bragi: Teygður þumall 11. maí 2010 12:39 Hópur fólks fer inn í Alþingi, sem stendur opið. Það er leyfilegt að heimsækja Alþingi. Tvær manneskjur, piltur og stúlka, komast alla leið upp á pallana og hrópa á nokkra pent klædda alþingismenn að "drulla sér út". Þessum tveim sem komust alla leið er dröslað aftur niður stigana, þar sem aðrir mótmælendur hafa verið stöðvaðir - og þumall tognar á þingverði. Þumallinn brotnar ekki, eða rifnar eða húkkar far upp í Kópavog, hann tognar. Í dag er þumallinn kominn í lag.En Ísland virðist brotið, sem fyrr. Fyrstu hruns-ákærurnar eru gegn borgurum landsins, og þessir tilteknu borgarar standa frammi fyrir allt að sextán ára fangelsi, en að lágmarki eins árs. Á Alþingi situr ný ríkisstjórn sem komst til valda fyrir heilmörg skilti, upphrópanir og glamrandi potta, sem sögðu þó aldrei neitt flóknara en drullið ykkur út. Með einni undantekningu hefur enginn núverandi valdhafa tjáð sig um þetta mál.Níu vatnsgreiddir HeimdellingarÞað er vert að endurtaka þetta: að lágmarki eins árs fangelsi fyrir að hrópa af pöllum Alþingis og teygja þumal. Dómar í nauðgunarmálum eru algengir upp á eitt til tvö ár. Mennirnir sem hafa rænt hverja vinnandi manneskju um milljónir, kostað örvæntingu og gnístran tanna hjá fjölskyldum landsins - baráttumenn eins og Icesave-feðgarnir, Jón Ásgeir, Fons-Pálmi - ganga hins vegar lausir og ekki í sjónmáli að það muni breytast. En ef svo ólíklega vildi til, þá fengju þeir engin sextán ár, heldur tvö. Það er áttfaldur silkihanski á við almennt borgarahyskið, pulsuþjófnaði okkar, skítugar upphrópanir og teygða þumla.En fyrir lögum eru ekki allir jafnir. Sá hópur sem fór inn í Alþingi, eða gerði tilraun til þess þennan dag, var mun fjölmennari en þau níu sem eru ákærð. Það er ekki vitað hvers vegna látið var duga, af tæpum þrjátíu einstaklingum, að kæra einungis níu - nema níu hafi þótt nægja til að fæla okkur hin frá að taka upp á þessu síðar meir. Fæst af þessum níu hafa áður komið við sögu mótmæla; sum eiga svartklædda vini sem gjarnan eru notaðir til að myndskreyta fréttir af málinu, en kannski er lykillinn að þessu öllu einfaldlega sá að ekkert hinna níu er af Engeyjarrættinni, ekkert er sonur Davíðs, og fæst myndu þau þykja líkleg til að vekja samúð þjóðar eða fjölmiðla.Sjáið fyrir ykkur níu vatnsgreidda Heimdellinga sem mæta á Alþingi þegar hækka á barnabætur, eða níu femínista úr Samfylkingunni eða VG þegar stripp verður lögleitt aftur. Tvö þeirra ná alla leið upp á pallana og hrópa Niður með kommana! eða Þrælahaldarar! Þeim er hent út, þumall tognar. Og ekkert þeirra er ákært. Enginn talar um ofbeldi. Þótt þjóðin verði ekki öll ánægð, er ekki frá því að allt havaríið þyki hraustleikamerki hjá æskunni sem erfa á landið.Enginn þumallEn kæran snýst ekki um þumal, eða hver rak olnboga í andlit hvers í stigum Alþingis. Þetta snýst ekki um ofbeldi eða líkamstjón, heldur einungis þetta: truflun á störfum Alþingis.Truflanir á störfum stjórnmálamanna eru ekki nýmæli á Íslandi. Þegar Sigurjón og Jón Gnarr voru með útvarpsþáttinn Tvíhöfða sendu þeir Jón Atla Jónasson niður á þing til að trufla störf þingsins og útvörpuðu látunum. Enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Fyrir nokkrum árum gerði Jón í Sigurrós hróp að borgarstjórn til að mótmæla virkjun, og enn nýlegar lögðu þrír háskólanemar sem allir heita Jón leið sína í ráðhúsið til að mótmæla orkusölu til Kanada. Öllum var sparkað út með látum, en enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Þegar Sigmundur Ernir truflaði þingstörf með því að tala drukkinn í pontu Alþingis stóð hann ekki heldur frammi fyrir sextán árum í fangelsi, ekki Össur Skarphéðinsson fyrir ræðuhöld af pöllum, ekki Árni Johnsen fyrir að dotta árum saman úti í sal og hrjóta, og ekki Steingrímur J. fyrir frammíköll.Allt þetta fólk var frjálst til að láta í ljós skoðun sína, og er það ennþá. En ef sakfellt verður í þessu máli sem nú liggur fyrir, erum við minna frjáls en áður, og hræddari við heiðarleg og jafnvel kröftug skoðanaskipti. Frelsið sem Íslendingar þarfnast í dag er á vettvangi skoðana, og miðlunar upplýsinga.SamstaðaRáðherrar landsins og þingmenn sitja í stólum sínum ekki síst vegna mótmæla af því tagi sem nú á að fangelsa fyrir. Alþingismenn hljóta að hafa skoðun á málinu, þótt lítið hafi farið fyrir henni hingað til. Ég lýsi eftir þessari skoðun, og hver afstaða þingmanna er til mögulegrar sakfellingar.Það er líka rétt að undirstrika að fangelsisdómar í þessu máli verða ekki kveðnir upp án þess að búast megi við mótmælum, fólk fari jafnvel inn í Alþingi og upp á palla, eins og er ennþá réttur okkar, og biðji einhvern um að koma sér út; að margir verði reiðubúnir til að láta handtaka sig og dæma samkvæmt sömu ólögum og nímenningarnir standa frammi fyrir - í eins til sextán ára fangelsi. Enginn sem mótmælti þessa daga sem eru kenndir við búsáhaldabyltingu gerði meira en þau sem nú eru ákærð. Við erum þetta fólk. Það erum við sem erum ákærð á morgun, miðvikudag, klukkan 13.15, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Hópur fólks fer inn í Alþingi, sem stendur opið. Það er leyfilegt að heimsækja Alþingi. Tvær manneskjur, piltur og stúlka, komast alla leið upp á pallana og hrópa á nokkra pent klædda alþingismenn að "drulla sér út". Þessum tveim sem komust alla leið er dröslað aftur niður stigana, þar sem aðrir mótmælendur hafa verið stöðvaðir - og þumall tognar á þingverði. Þumallinn brotnar ekki, eða rifnar eða húkkar far upp í Kópavog, hann tognar. Í dag er þumallinn kominn í lag.En Ísland virðist brotið, sem fyrr. Fyrstu hruns-ákærurnar eru gegn borgurum landsins, og þessir tilteknu borgarar standa frammi fyrir allt að sextán ára fangelsi, en að lágmarki eins árs. Á Alþingi situr ný ríkisstjórn sem komst til valda fyrir heilmörg skilti, upphrópanir og glamrandi potta, sem sögðu þó aldrei neitt flóknara en drullið ykkur út. Með einni undantekningu hefur enginn núverandi valdhafa tjáð sig um þetta mál.Níu vatnsgreiddir HeimdellingarÞað er vert að endurtaka þetta: að lágmarki eins árs fangelsi fyrir að hrópa af pöllum Alþingis og teygja þumal. Dómar í nauðgunarmálum eru algengir upp á eitt til tvö ár. Mennirnir sem hafa rænt hverja vinnandi manneskju um milljónir, kostað örvæntingu og gnístran tanna hjá fjölskyldum landsins - baráttumenn eins og Icesave-feðgarnir, Jón Ásgeir, Fons-Pálmi - ganga hins vegar lausir og ekki í sjónmáli að það muni breytast. En ef svo ólíklega vildi til, þá fengju þeir engin sextán ár, heldur tvö. Það er áttfaldur silkihanski á við almennt borgarahyskið, pulsuþjófnaði okkar, skítugar upphrópanir og teygða þumla.En fyrir lögum eru ekki allir jafnir. Sá hópur sem fór inn í Alþingi, eða gerði tilraun til þess þennan dag, var mun fjölmennari en þau níu sem eru ákærð. Það er ekki vitað hvers vegna látið var duga, af tæpum þrjátíu einstaklingum, að kæra einungis níu - nema níu hafi þótt nægja til að fæla okkur hin frá að taka upp á þessu síðar meir. Fæst af þessum níu hafa áður komið við sögu mótmæla; sum eiga svartklædda vini sem gjarnan eru notaðir til að myndskreyta fréttir af málinu, en kannski er lykillinn að þessu öllu einfaldlega sá að ekkert hinna níu er af Engeyjarrættinni, ekkert er sonur Davíðs, og fæst myndu þau þykja líkleg til að vekja samúð þjóðar eða fjölmiðla.Sjáið fyrir ykkur níu vatnsgreidda Heimdellinga sem mæta á Alþingi þegar hækka á barnabætur, eða níu femínista úr Samfylkingunni eða VG þegar stripp verður lögleitt aftur. Tvö þeirra ná alla leið upp á pallana og hrópa Niður með kommana! eða Þrælahaldarar! Þeim er hent út, þumall tognar. Og ekkert þeirra er ákært. Enginn talar um ofbeldi. Þótt þjóðin verði ekki öll ánægð, er ekki frá því að allt havaríið þyki hraustleikamerki hjá æskunni sem erfa á landið.Enginn þumallEn kæran snýst ekki um þumal, eða hver rak olnboga í andlit hvers í stigum Alþingis. Þetta snýst ekki um ofbeldi eða líkamstjón, heldur einungis þetta: truflun á störfum Alþingis.Truflanir á störfum stjórnmálamanna eru ekki nýmæli á Íslandi. Þegar Sigurjón og Jón Gnarr voru með útvarpsþáttinn Tvíhöfða sendu þeir Jón Atla Jónasson niður á þing til að trufla störf þingsins og útvörpuðu látunum. Enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Fyrir nokkrum árum gerði Jón í Sigurrós hróp að borgarstjórn til að mótmæla virkjun, og enn nýlegar lögðu þrír háskólanemar sem allir heita Jón leið sína í ráðhúsið til að mótmæla orkusölu til Kanada. Öllum var sparkað út með látum, en enginn var ákærður til sextán ára fangelsis. Þegar Sigmundur Ernir truflaði þingstörf með því að tala drukkinn í pontu Alþingis stóð hann ekki heldur frammi fyrir sextán árum í fangelsi, ekki Össur Skarphéðinsson fyrir ræðuhöld af pöllum, ekki Árni Johnsen fyrir að dotta árum saman úti í sal og hrjóta, og ekki Steingrímur J. fyrir frammíköll.Allt þetta fólk var frjálst til að láta í ljós skoðun sína, og er það ennþá. En ef sakfellt verður í þessu máli sem nú liggur fyrir, erum við minna frjáls en áður, og hræddari við heiðarleg og jafnvel kröftug skoðanaskipti. Frelsið sem Íslendingar þarfnast í dag er á vettvangi skoðana, og miðlunar upplýsinga.SamstaðaRáðherrar landsins og þingmenn sitja í stólum sínum ekki síst vegna mótmæla af því tagi sem nú á að fangelsa fyrir. Alþingismenn hljóta að hafa skoðun á málinu, þótt lítið hafi farið fyrir henni hingað til. Ég lýsi eftir þessari skoðun, og hver afstaða þingmanna er til mögulegrar sakfellingar.Það er líka rétt að undirstrika að fangelsisdómar í þessu máli verða ekki kveðnir upp án þess að búast megi við mótmælum, fólk fari jafnvel inn í Alþingi og upp á palla, eins og er ennþá réttur okkar, og biðji einhvern um að koma sér út; að margir verði reiðubúnir til að láta handtaka sig og dæma samkvæmt sömu ólögum og nímenningarnir standa frammi fyrir - í eins til sextán ára fangelsi. Enginn sem mótmælti þessa daga sem eru kenndir við búsáhaldabyltingu gerði meira en þau sem nú eru ákærð. Við erum þetta fólk. Það erum við sem erum ákærð á morgun, miðvikudag, klukkan 13.15, í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun