Handbolti

Wilbek: Þeir myndu hlæja að þessu á Íslandi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Michael Knudsen.
Michael Knudsen. Nordic photos/AFP

Landsliðsþjálfarinn Ulrik Wilbek hjá Dönum lætur sér fátt um finnast um ásakanir forráðamanna þýska félagsins Flensburgar um að hann hafi neytt línumanninn Michael Knudsen til að spila meiddann á EM í Austurríki.

Wilbek segir að Knudsen hafi átt við sömu meiðsli að stríða þegar hann var að spila með Flensburg í það minnsta í tvær vikur áður en EM hófst.

„Það þarf að taka með í reikninginn að Knudsen var þegar meiddur þegar hann kom til okkar fyrir EM. Það er ekki rétt að hann hafi meiðst þegar hann var að spila með okkur. EM er erfitt mót og við pössum alltaf upp á leikmenn okkar og látum þá ekki spila nema að þeir séu heilir heilsu.

Við verndum okkar leikmenn betur en flestir aðrir. Ég held til dæmis að menn á Íslandi myndu hlæja að þessum ásökunum Þjóðverjanna. Ég held að forráðamenn hjá Flensburg ættu bara að þakka fyrir að Knudsen sé danskur en ekki íslenskur," segir Wilbek í viðtali við TV2.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×