Hugmyndafræði Hitlers? Baldur Þórhallson skrifar 11. ágúst 2010 06:15 Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið sig í Evrópu. Markmið var að koma á varanlegum friði í álfunni eftir margra alda róstur. ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og réttláts ríkisvalds. Þjóðríkin sem stofnuðu sambandið, Lúxemborg, Belgía, Holland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland, ákváðu í upphafi að taka sameiginlegar ákvarðanir í málefnum kola- og stáliðnaðarins sem voru mikilvægar stoðir hagkerfisins. Svo vel tókst til að fáum árum síðar var ákveðið að koma á sameiginlegum markaði ríkjanna. Ríkin deilu með sér völdum á afmörkuðum sviðum til að tryggja frjáls viðskipti og stuðning við þá sem þurfa þótti, eins og bændur og sjómenn. Þjóðríkin hafa síðan ákveðið að taka sameiginlegar ákvarðanir á fleiri sviðum eins og í umhverfis- og uppbyggingarmálum. Þau hafa talið að samvinna á þessum sviðum skili meiru en sundrung. ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlunarverk sitt að tryggja frið innan sinna vébanda heldur hefur því tekist að stuðla að auknu lýðræði og aukinni virðingu fyrir mannréttindum í álfunni allri. Samvinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir almenna borgara og gert Evrópu samkeppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar sóttust til að mynda fljótlega eftir inngöngu í sambandið þegar ljóst var að hagur ríkja innan sambands var mun betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu. Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert það stefna flest að inngöngu. Það er líka ESB að þakka að við Íslendingar getum ferðast frjálsir, unnið hvar sem er og sótt menntun í Evrópu. Þetta gerist ekki sjálfkrafa. Full þátttaka í samvinnu ríkja innan sambandsins mun enn bæta aðstöðu okkar hvað þetta varðar, stórbæta lífskjör og samkeppnisstöðu fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt. Áratuga samvinna þjóðríkjanna innan ESB sýnir þetta sem og fjöldinn allur af rannsóknum sem gerðar hafa verið. Við munum einnig hafa áhrif á þá löggjöf sem sett er af sambandinu hér á landi. Í dag er það óvinnandi vegur vegna skipulags EES. Þegar þingmaður líkir ESB við ríki nasista og segir það byggja á hugmyndafræði Hitlers setur mann hljóðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið sig í Evrópu. Markmið var að koma á varanlegum friði í álfunni eftir margra alda róstur. ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og réttláts ríkisvalds. Þjóðríkin sem stofnuðu sambandið, Lúxemborg, Belgía, Holland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland, ákváðu í upphafi að taka sameiginlegar ákvarðanir í málefnum kola- og stáliðnaðarins sem voru mikilvægar stoðir hagkerfisins. Svo vel tókst til að fáum árum síðar var ákveðið að koma á sameiginlegum markaði ríkjanna. Ríkin deilu með sér völdum á afmörkuðum sviðum til að tryggja frjáls viðskipti og stuðning við þá sem þurfa þótti, eins og bændur og sjómenn. Þjóðríkin hafa síðan ákveðið að taka sameiginlegar ákvarðanir á fleiri sviðum eins og í umhverfis- og uppbyggingarmálum. Þau hafa talið að samvinna á þessum sviðum skili meiru en sundrung. ESB hefur ekki eingöngu tekist ætlunarverk sitt að tryggja frið innan sinna vébanda heldur hefur því tekist að stuðla að auknu lýðræði og aukinni virðingu fyrir mannréttindum í álfunni allri. Samvinna þjóðríkjanna innan ESB hefur auk þess skilað sér í betri lífskjörum fyrir almenna borgara og gert Evrópu samkeppnishæfari á heimsmarkaði. Bretar sóttust til að mynda fljótlega eftir inngöngu í sambandið þegar ljóst var að hagur ríkja innan sambands var mun betri en þeirra sem fyrir utan það stóðu. Í dag hafa flest þjóðríki Evrópu gengið í sambandið. Þau sem ekki hafa þegar gert það stefna flest að inngöngu. Það er líka ESB að þakka að við Íslendingar getum ferðast frjálsir, unnið hvar sem er og sótt menntun í Evrópu. Þetta gerist ekki sjálfkrafa. Full þátttaka í samvinnu ríkja innan sambandsins mun enn bæta aðstöðu okkar hvað þetta varðar, stórbæta lífskjör og samkeppnisstöðu fyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt. Áratuga samvinna þjóðríkjanna innan ESB sýnir þetta sem og fjöldinn allur af rannsóknum sem gerðar hafa verið. Við munum einnig hafa áhrif á þá löggjöf sem sett er af sambandinu hér á landi. Í dag er það óvinnandi vegur vegna skipulags EES. Þegar þingmaður líkir ESB við ríki nasista og segir það byggja á hugmyndafræði Hitlers setur mann hljóðan.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun