Júlíus: Dýrmæt skref tekin í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 9. desember 2010 19:25 Júlíus Jónasson. Mynd/Ole Nielsen. Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sagðist eðlilega vera afar svekktur eftir tapið fyrir Svartfellingum á EM í handbolta í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 26-23, eftir hetjulega baráttu þar sem liðið var oft stutt frá því að jafna leikinn. En Svartfellingar héldu ávallt minnst tveggja marka forystu. „Strax eftir leik var ég svekktur og alls ekki ánægður. En eftir því sem líður aðeins frá leiknum þá geri mér betur grein fyrir því að þetta er leikur sem við græðum mikið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi eftir leikinn. „Við höfum strax lært heilmikið af þessum tveimur leikjum sem við erum búnar að spila.“ „Það er stígandi í okkar liði. Við áttum þó við okkar vandamál að stríða. Við vorum í vanda með skytturnar þeirra en við vorum ákveðnar í því að stilla í 5+1 vörn burt séð frá því hvernig liðsuppstillingin þeirra yrði,“ sagði hann en Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona heims, var algerlega hvíld í leiknum. „Við héldum því til streitu fyrst um sinn en bökkuðum svo aftur í 6-0. Þá hleyptum við þeim of nálægt okkur enn og aftur, en það lagaðist þegar leið á leikinn. Síðustu 18-19 mínúturnar voru mjög góðar, hvernig sem litið er á það. Þann kafla unnum við 9-6 og því er þetta þegar á heildina litið mun, mun betra en gegn Króatíu. Það ber að gleðjast yfir því.“ Hann segir að það hafi verið ýmislegt við leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. „Við fórum illa með dauðafærin og töpuðum á því. En við stilltum upp mjög ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Í dag kom Rebekka [Rut Skúladóttir] inn og stóð sig vel. Karen [Knútsdóttir] átti mjög góðan leik síðast en gekk ekki eins vel í dag. Þorgerður [Anna Atladóttir] fékk ekki eins margar mínútur núna og í síðasta leik en allar þær mínútur sem þessir leikmenn fá eru mjög dýrmætar. Hún hefur staðið sig vel í báðum okkar leikjum.“ „Þetta hjálpar okkur að því leiti að allt eru þetta skref fram á við og eitthvað sem mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Ég er því ánægður margt en auðvitað fúll með að hafa tapað leiknum.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sagðist eðlilega vera afar svekktur eftir tapið fyrir Svartfellingum á EM í handbolta í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 26-23, eftir hetjulega baráttu þar sem liðið var oft stutt frá því að jafna leikinn. En Svartfellingar héldu ávallt minnst tveggja marka forystu. „Strax eftir leik var ég svekktur og alls ekki ánægður. En eftir því sem líður aðeins frá leiknum þá geri mér betur grein fyrir því að þetta er leikur sem við græðum mikið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Vísi eftir leikinn. „Við höfum strax lært heilmikið af þessum tveimur leikjum sem við erum búnar að spila.“ „Það er stígandi í okkar liði. Við áttum þó við okkar vandamál að stríða. Við vorum í vanda með skytturnar þeirra en við vorum ákveðnar í því að stilla í 5+1 vörn burt séð frá því hvernig liðsuppstillingin þeirra yrði,“ sagði hann en Bojana Popovic, ein besta handknattleikskona heims, var algerlega hvíld í leiknum. „Við héldum því til streitu fyrst um sinn en bökkuðum svo aftur í 6-0. Þá hleyptum við þeim of nálægt okkur enn og aftur, en það lagaðist þegar leið á leikinn. Síðustu 18-19 mínúturnar voru mjög góðar, hvernig sem litið er á það. Þann kafla unnum við 9-6 og því er þetta þegar á heildina litið mun, mun betra en gegn Króatíu. Það ber að gleðjast yfir því.“ Hann segir að það hafi verið ýmislegt við leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. „Við fórum illa með dauðafærin og töpuðum á því. En við stilltum upp mjög ungum leikmönnum sem stóðu sig mjög vel. Í dag kom Rebekka [Rut Skúladóttir] inn og stóð sig vel. Karen [Knútsdóttir] átti mjög góðan leik síðast en gekk ekki eins vel í dag. Þorgerður [Anna Atladóttir] fékk ekki eins margar mínútur núna og í síðasta leik en allar þær mínútur sem þessir leikmenn fá eru mjög dýrmætar. Hún hefur staðið sig vel í báðum okkar leikjum.“ „Þetta hjálpar okkur að því leiti að allt eru þetta skref fram á við og eitthvað sem mun hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Ég er því ánægður margt en auðvitað fúll með að hafa tapað leiknum.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira