Peningamarkaðssjóðir þöndust út 12. apríl 2010 15:51 Heildarverðmæti peningamarkaðssjóða stóru bankanna þriggja jókst um rúm 400 prósent á árunum 2004 til 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að verðmæti sjóðanna hafi farið úr 173 milljörðum króna í 893 milljarða króna.„Athygli vekur að vöxtur heildarverðmætis og fjölgun fjárfestingarsjóða hófst á vormánuðum 2006, um sama leyti og evrópskir fjármagnsmarkaðir lokuðu á fjármögnun íslenskra fyrirtækja vegna neikvæðrar umfjöllunar um íslensku bankana," segir í skýrslunni. Rekstrarfélög sjóðanna voru Glitnir sjóðir hf., Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. og Landsvaki hf. sem var í eigu Landsbankans.Fram kemur að aukningin hafi verið mun meiri hjá fjárfestingarsjóðum en verðbréfasjóðum á þessu tímabili með þeim afleiðingum að áhætta almennra fjárfesta hafi aukist.„Þrátt fyrir þennan vöxt hjá verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum var aðeins einn starfsmaður hjá Fjármálaeftirlitinu með eftirlit með þeim allt fram undir árslok 2007 en þá var þeim fjölgað.Þetta takmarkaða eftirlit var í engu samræmi við umfang sjóðanna eða þá fjárhagslegu hagsmuni sem um var að tefla fyrir almenning," segir í áliti rannsóknarnefndarinnar.Aukinheldur er á það bent að rekstrarfélögin hafi starfað í nánu sambýli við móðurfélögin. „Það eitt hefði átt að gefa Fjármálaeftirlitinu tilefni til að hafa á sér andvara gagnvart starfsháttum og sjálfstæði rekstrarfélaganna." Eftirlit með peningamarkaðssjóðum hafi hins vegar fyrst og fremst falist í því að ganga úr skugga um að skýrslum væri skilað á réttum tíma og í réttu horfi og þær fáu athugasemdir sem FME gerði hafi snúið að formsatriðum. FME staðreyndi ekki sjálft þær upplýsingar sem fram komu í skýrslum með sjálfstæðri rannsókn og kemst rannsóknarnefndin því að þeirri niðurstöðu að eftirlit Fjármálaeftirlitsins með verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum hafi verið ófullnægjandi. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Heildarverðmæti peningamarkaðssjóða stóru bankanna þriggja jókst um rúm 400 prósent á árunum 2004 til 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að verðmæti sjóðanna hafi farið úr 173 milljörðum króna í 893 milljarða króna.„Athygli vekur að vöxtur heildarverðmætis og fjölgun fjárfestingarsjóða hófst á vormánuðum 2006, um sama leyti og evrópskir fjármagnsmarkaðir lokuðu á fjármögnun íslenskra fyrirtækja vegna neikvæðrar umfjöllunar um íslensku bankana," segir í skýrslunni. Rekstrarfélög sjóðanna voru Glitnir sjóðir hf., Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. og Landsvaki hf. sem var í eigu Landsbankans.Fram kemur að aukningin hafi verið mun meiri hjá fjárfestingarsjóðum en verðbréfasjóðum á þessu tímabili með þeim afleiðingum að áhætta almennra fjárfesta hafi aukist.„Þrátt fyrir þennan vöxt hjá verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum var aðeins einn starfsmaður hjá Fjármálaeftirlitinu með eftirlit með þeim allt fram undir árslok 2007 en þá var þeim fjölgað.Þetta takmarkaða eftirlit var í engu samræmi við umfang sjóðanna eða þá fjárhagslegu hagsmuni sem um var að tefla fyrir almenning," segir í áliti rannsóknarnefndarinnar.Aukinheldur er á það bent að rekstrarfélögin hafi starfað í nánu sambýli við móðurfélögin. „Það eitt hefði átt að gefa Fjármálaeftirlitinu tilefni til að hafa á sér andvara gagnvart starfsháttum og sjálfstæði rekstrarfélaganna." Eftirlit með peningamarkaðssjóðum hafi hins vegar fyrst og fremst falist í því að ganga úr skugga um að skýrslum væri skilað á réttum tíma og í réttu horfi og þær fáu athugasemdir sem FME gerði hafi snúið að formsatriðum. FME staðreyndi ekki sjálft þær upplýsingar sem fram komu í skýrslum með sjálfstæðri rannsókn og kemst rannsóknarnefndin því að þeirri niðurstöðu að eftirlit Fjármálaeftirlitsins með verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum hafi verið ófullnægjandi.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira