Peningamarkaðssjóðir þöndust út 12. apríl 2010 15:51 Heildarverðmæti peningamarkaðssjóða stóru bankanna þriggja jókst um rúm 400 prósent á árunum 2004 til 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að verðmæti sjóðanna hafi farið úr 173 milljörðum króna í 893 milljarða króna.„Athygli vekur að vöxtur heildarverðmætis og fjölgun fjárfestingarsjóða hófst á vormánuðum 2006, um sama leyti og evrópskir fjármagnsmarkaðir lokuðu á fjármögnun íslenskra fyrirtækja vegna neikvæðrar umfjöllunar um íslensku bankana," segir í skýrslunni. Rekstrarfélög sjóðanna voru Glitnir sjóðir hf., Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. og Landsvaki hf. sem var í eigu Landsbankans.Fram kemur að aukningin hafi verið mun meiri hjá fjárfestingarsjóðum en verðbréfasjóðum á þessu tímabili með þeim afleiðingum að áhætta almennra fjárfesta hafi aukist.„Þrátt fyrir þennan vöxt hjá verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum var aðeins einn starfsmaður hjá Fjármálaeftirlitinu með eftirlit með þeim allt fram undir árslok 2007 en þá var þeim fjölgað.Þetta takmarkaða eftirlit var í engu samræmi við umfang sjóðanna eða þá fjárhagslegu hagsmuni sem um var að tefla fyrir almenning," segir í áliti rannsóknarnefndarinnar.Aukinheldur er á það bent að rekstrarfélögin hafi starfað í nánu sambýli við móðurfélögin. „Það eitt hefði átt að gefa Fjármálaeftirlitinu tilefni til að hafa á sér andvara gagnvart starfsháttum og sjálfstæði rekstrarfélaganna." Eftirlit með peningamarkaðssjóðum hafi hins vegar fyrst og fremst falist í því að ganga úr skugga um að skýrslum væri skilað á réttum tíma og í réttu horfi og þær fáu athugasemdir sem FME gerði hafi snúið að formsatriðum. FME staðreyndi ekki sjálft þær upplýsingar sem fram komu í skýrslum með sjálfstæðri rannsókn og kemst rannsóknarnefndin því að þeirri niðurstöðu að eftirlit Fjármálaeftirlitsins með verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum hafi verið ófullnægjandi. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Heildarverðmæti peningamarkaðssjóða stóru bankanna þriggja jókst um rúm 400 prósent á árunum 2004 til 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að verðmæti sjóðanna hafi farið úr 173 milljörðum króna í 893 milljarða króna.„Athygli vekur að vöxtur heildarverðmætis og fjölgun fjárfestingarsjóða hófst á vormánuðum 2006, um sama leyti og evrópskir fjármagnsmarkaðir lokuðu á fjármögnun íslenskra fyrirtækja vegna neikvæðrar umfjöllunar um íslensku bankana," segir í skýrslunni. Rekstrarfélög sjóðanna voru Glitnir sjóðir hf., Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. og Landsvaki hf. sem var í eigu Landsbankans.Fram kemur að aukningin hafi verið mun meiri hjá fjárfestingarsjóðum en verðbréfasjóðum á þessu tímabili með þeim afleiðingum að áhætta almennra fjárfesta hafi aukist.„Þrátt fyrir þennan vöxt hjá verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum var aðeins einn starfsmaður hjá Fjármálaeftirlitinu með eftirlit með þeim allt fram undir árslok 2007 en þá var þeim fjölgað.Þetta takmarkaða eftirlit var í engu samræmi við umfang sjóðanna eða þá fjárhagslegu hagsmuni sem um var að tefla fyrir almenning," segir í áliti rannsóknarnefndarinnar.Aukinheldur er á það bent að rekstrarfélögin hafi starfað í nánu sambýli við móðurfélögin. „Það eitt hefði átt að gefa Fjármálaeftirlitinu tilefni til að hafa á sér andvara gagnvart starfsháttum og sjálfstæði rekstrarfélaganna." Eftirlit með peningamarkaðssjóðum hafi hins vegar fyrst og fremst falist í því að ganga úr skugga um að skýrslum væri skilað á réttum tíma og í réttu horfi og þær fáu athugasemdir sem FME gerði hafi snúið að formsatriðum. FME staðreyndi ekki sjálft þær upplýsingar sem fram komu í skýrslum með sjálfstæðri rannsókn og kemst rannsóknarnefndin því að þeirri niðurstöðu að eftirlit Fjármálaeftirlitsins með verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum hafi verið ófullnægjandi.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira