Björgvin Karl ætlar að styrkja KR-liðið fyrir næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2010 20:30 Björgvin Karl Gunnarsson með Kristni Kjærnested, formanni Knattspyrnudeildar KR. Mynd/Heimasíða KR Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. „Það skiptir máli að styrkja liðið og þá sérstaklega fyrir þessa góðu leikmenn sem eru fyrir hjá KR. Ég vil helst fá leikmenn sem virkilega bæta liðið," segir Björgin Karl sem gerði þriggja ára samning. „Það er möguleiki að fá slíka leikmenn. Ég ætla bæði að reyna að fá íslenska og erlenda leikmenn og við höfum sett okkur það markmið að bæta hópinn og rífa upp stórveldið," segir Björgvin er KR hefur endaði í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Björgvin segist fullviss um það að KR geti enn dregið að leikmenn í kvennaboltanum. „Það er skref upp á við fyrir marga leikmenn hér á landi að koma hingað og spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í þessu sem við erum farin að gera. Það eru ansi mörg járn í eldinum en við þurfum að klára ýmis mál. Vonandi klárum við einhver mál í næstu viku," segir Björvin Karl. Björgvin þjálfari 2. flokk kvenna hjá KR í fyrra og þekkir því vel hvaða efnivið hann er með í höndunum. „Þetta eru alveg hörkustelpur í KR en þær eru ungar og vantar reynslu. Við munum reyna að bæta við okkur ungum og efnilegum leikmönnum og svo líka einhverjum reynsluboltum," segir Björgvin sem ætlar að koma KR-liðinu meðal þriggja til fjögurra efstu liða næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis gætu allt að fjórir erlendir leikmenn spilað með KR-liðinu næsta sumar. „Við erum að skoða útlendingamálin með góðu fólki til þess að sjá hvaða leikmenn henta okkur best," segir Björgvin en hann ætlar ekki að ákveðja neitt varðandi erlenda leikmenn fyrr en hann veit hvaða íslensku leikmenn hafa bæst við hópinn. „Það er erfiðast að keppa við Valsliðið sem hefur rjómann af öllum bestu leikmönnunum sem til eru á landinu. Þær geta alveg misstigið sig eins og hvert annað lið. Það er nánast orðið nauðsynlegt að þetta verði jafnara en það eru búið að vera síðustu ár," segir Björgvin Karl. „Þó að maður vilji Val endilega ekkert illt þá er ekki mesti kærleikurinn á milli Vals og KR. Maður vonar að þessi lið sem eiga að vera sterkustu liðin í kvennaboltanum á Íslandi að þau fari að veita Val meiri samkeppni og geri mótið skemmtilegra," sagði Björgvin. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Björgvin Karl Gunnarsson er tekinn við kvennaliði KR í fótboltanum og segist ætla að koma KR-liðinu aftur í fremstu röð en til þess þurfi hann að fá nýja leikmenn. „Það skiptir máli að styrkja liðið og þá sérstaklega fyrir þessa góðu leikmenn sem eru fyrir hjá KR. Ég vil helst fá leikmenn sem virkilega bæta liðið," segir Björgin Karl sem gerði þriggja ára samning. „Það er möguleiki að fá slíka leikmenn. Ég ætla bæði að reyna að fá íslenska og erlenda leikmenn og við höfum sett okkur það markmið að bæta hópinn og rífa upp stórveldið," segir Björgvin er KR hefur endaði í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö sumur. Björgvin segist fullviss um það að KR geti enn dregið að leikmenn í kvennaboltanum. „Það er skref upp á við fyrir marga leikmenn hér á landi að koma hingað og spila fyrir þennan klúbb og taka þátt í þessu sem við erum farin að gera. Það eru ansi mörg járn í eldinum en við þurfum að klára ýmis mál. Vonandi klárum við einhver mál í næstu viku," segir Björvin Karl. Björgvin þjálfari 2. flokk kvenna hjá KR í fyrra og þekkir því vel hvaða efnivið hann er með í höndunum. „Þetta eru alveg hörkustelpur í KR en þær eru ungar og vantar reynslu. Við munum reyna að bæta við okkur ungum og efnilegum leikmönnum og svo líka einhverjum reynsluboltum," segir Björgvin sem ætlar að koma KR-liðinu meðal þriggja til fjögurra efstu liða næsta sumar. Samkvæmt heimildum Vísis gætu allt að fjórir erlendir leikmenn spilað með KR-liðinu næsta sumar. „Við erum að skoða útlendingamálin með góðu fólki til þess að sjá hvaða leikmenn henta okkur best," segir Björgvin en hann ætlar ekki að ákveðja neitt varðandi erlenda leikmenn fyrr en hann veit hvaða íslensku leikmenn hafa bæst við hópinn. „Það er erfiðast að keppa við Valsliðið sem hefur rjómann af öllum bestu leikmönnunum sem til eru á landinu. Þær geta alveg misstigið sig eins og hvert annað lið. Það er nánast orðið nauðsynlegt að þetta verði jafnara en það eru búið að vera síðustu ár," segir Björgvin Karl. „Þó að maður vilji Val endilega ekkert illt þá er ekki mesti kærleikurinn á milli Vals og KR. Maður vonar að þessi lið sem eiga að vera sterkustu liðin í kvennaboltanum á Íslandi að þau fari að veita Val meiri samkeppni og geri mótið skemmtilegra," sagði Björgvin.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira