Ögurstund í uppsiglingu fyrir Björgólf Thor Björgólfsson 8. mars 2010 12:11 Fari svo að Actavis nái því að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með aðstoð Deutsche Bank er runnin upp ögurstund fyrir Björgólf Thor Björgólfsson.Reiknað er með að Deutsche Bank muni endurskipuleggja rekstur hins sameinaða fyrirtækis á þann hátt að breyta skuldum Actavis hjá Deutsche Bank í hlutafé þannig að bankinn eigi auðveldara með að selja fyrirtækið seinna meir. Þá vaknar upp spurningin um hvað verði um eignarhlut Björgólfs Thors og hversu mikið hann verður „þynntur út" í endurskipulagningunni.Reuters hefur fjallað töluvert um kaupin á Ratiopharm síðustu daga. Actavis á í baráttu við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitaleyfjafyrirtæki heimsins staðsett í Ísrael.„Fari svo að Actavis sigri myndi slíkt vera sjaldgæft dæmi um endurskipulagingu með kaupsamningi og þar með draga úr hættunni á því að Deutsche Bank tapi miklu á stærsta hlutanum af áhættulánum sínum frá dögunum frá því fyrir fjármálakreppuna," segir í einni fréttinni um málið á Reuters.Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Actavis árið 2007 með skuldsettri yfirtöku. Stærsti lánveitandinn var Deutsche Bank en heldur nú á yfir 4 milljörðum evra af skuldum Actavis. Aðrir sem lögðu í púkkið voru Landsbankinn, Straumur og Glitnir.Deutsche Bank reyndi að endurselja skuld Actavis í árslok 2007 til annarra banka. Í boði voru tvö tilboð, annað upp á 3 milljarða evra og hitt upp á einn milljarð evra. Hinsvegar olli aukinn óróleiki á alþjóðamörkuðum á þeim tíma því að enginn vildi kaupa. Í fyrra var síðan reynt að selja Actavis í heild en verðmiði upp á fimm milljarða evra fældi fjárfesta frá kaupunum.Með því að sameina Ratiopharm og Actavis næst margvíslegt hagræði í rekstri beggja fyrirtækja og myndi hið sameinaða fyrirtæki skila hagræði upp á um 300 milljónir evra sem er svipuð upphæð og nemur árlegum brúttóhagnaði Ratiopharm í dag. Credit Suisse telur að Ratiopharm-Actavis myndi verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins hvað sölu varðar.Ekki er ljóst hver áhrifin af kaupum Actavis á Ratiopharm yrðu á fjárhagsstöðu Björgólfs Thors. Fari svo að Deutsche Bank taki til sín stærstan hlutan af fyrirtækinu með skiptum á skuld fyrir hlutabréf í endurskipulagingunni í kjölfar kaupanna mun eignarhlutur Björgólfs minnka að mun. Eftir slíkt yrði hann tæpast mældur sem milljarðamæringur lengur á alþjóðlega vísu. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Fari svo að Actavis nái því að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með aðstoð Deutsche Bank er runnin upp ögurstund fyrir Björgólf Thor Björgólfsson.Reiknað er með að Deutsche Bank muni endurskipuleggja rekstur hins sameinaða fyrirtækis á þann hátt að breyta skuldum Actavis hjá Deutsche Bank í hlutafé þannig að bankinn eigi auðveldara með að selja fyrirtækið seinna meir. Þá vaknar upp spurningin um hvað verði um eignarhlut Björgólfs Thors og hversu mikið hann verður „þynntur út" í endurskipulagningunni.Reuters hefur fjallað töluvert um kaupin á Ratiopharm síðustu daga. Actavis á í baráttu við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitaleyfjafyrirtæki heimsins staðsett í Ísrael.„Fari svo að Actavis sigri myndi slíkt vera sjaldgæft dæmi um endurskipulagingu með kaupsamningi og þar með draga úr hættunni á því að Deutsche Bank tapi miklu á stærsta hlutanum af áhættulánum sínum frá dögunum frá því fyrir fjármálakreppuna," segir í einni fréttinni um málið á Reuters.Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Actavis árið 2007 með skuldsettri yfirtöku. Stærsti lánveitandinn var Deutsche Bank en heldur nú á yfir 4 milljörðum evra af skuldum Actavis. Aðrir sem lögðu í púkkið voru Landsbankinn, Straumur og Glitnir.Deutsche Bank reyndi að endurselja skuld Actavis í árslok 2007 til annarra banka. Í boði voru tvö tilboð, annað upp á 3 milljarða evra og hitt upp á einn milljarð evra. Hinsvegar olli aukinn óróleiki á alþjóðamörkuðum á þeim tíma því að enginn vildi kaupa. Í fyrra var síðan reynt að selja Actavis í heild en verðmiði upp á fimm milljarða evra fældi fjárfesta frá kaupunum.Með því að sameina Ratiopharm og Actavis næst margvíslegt hagræði í rekstri beggja fyrirtækja og myndi hið sameinaða fyrirtæki skila hagræði upp á um 300 milljónir evra sem er svipuð upphæð og nemur árlegum brúttóhagnaði Ratiopharm í dag. Credit Suisse telur að Ratiopharm-Actavis myndi verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins hvað sölu varðar.Ekki er ljóst hver áhrifin af kaupum Actavis á Ratiopharm yrðu á fjárhagsstöðu Björgólfs Thors. Fari svo að Deutsche Bank taki til sín stærstan hlutan af fyrirtækinu með skiptum á skuld fyrir hlutabréf í endurskipulagingunni í kjölfar kaupanna mun eignarhlutur Björgólfs minnka að mun. Eftir slíkt yrði hann tæpast mældur sem milljarðamæringur lengur á alþjóðlega vísu.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira