Ögurstund í uppsiglingu fyrir Björgólf Thor Björgólfsson 8. mars 2010 12:11 Fari svo að Actavis nái því að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með aðstoð Deutsche Bank er runnin upp ögurstund fyrir Björgólf Thor Björgólfsson.Reiknað er með að Deutsche Bank muni endurskipuleggja rekstur hins sameinaða fyrirtækis á þann hátt að breyta skuldum Actavis hjá Deutsche Bank í hlutafé þannig að bankinn eigi auðveldara með að selja fyrirtækið seinna meir. Þá vaknar upp spurningin um hvað verði um eignarhlut Björgólfs Thors og hversu mikið hann verður „þynntur út" í endurskipulagningunni.Reuters hefur fjallað töluvert um kaupin á Ratiopharm síðustu daga. Actavis á í baráttu við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitaleyfjafyrirtæki heimsins staðsett í Ísrael.„Fari svo að Actavis sigri myndi slíkt vera sjaldgæft dæmi um endurskipulagingu með kaupsamningi og þar með draga úr hættunni á því að Deutsche Bank tapi miklu á stærsta hlutanum af áhættulánum sínum frá dögunum frá því fyrir fjármálakreppuna," segir í einni fréttinni um málið á Reuters.Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Actavis árið 2007 með skuldsettri yfirtöku. Stærsti lánveitandinn var Deutsche Bank en heldur nú á yfir 4 milljörðum evra af skuldum Actavis. Aðrir sem lögðu í púkkið voru Landsbankinn, Straumur og Glitnir.Deutsche Bank reyndi að endurselja skuld Actavis í árslok 2007 til annarra banka. Í boði voru tvö tilboð, annað upp á 3 milljarða evra og hitt upp á einn milljarð evra. Hinsvegar olli aukinn óróleiki á alþjóðamörkuðum á þeim tíma því að enginn vildi kaupa. Í fyrra var síðan reynt að selja Actavis í heild en verðmiði upp á fimm milljarða evra fældi fjárfesta frá kaupunum.Með því að sameina Ratiopharm og Actavis næst margvíslegt hagræði í rekstri beggja fyrirtækja og myndi hið sameinaða fyrirtæki skila hagræði upp á um 300 milljónir evra sem er svipuð upphæð og nemur árlegum brúttóhagnaði Ratiopharm í dag. Credit Suisse telur að Ratiopharm-Actavis myndi verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins hvað sölu varðar.Ekki er ljóst hver áhrifin af kaupum Actavis á Ratiopharm yrðu á fjárhagsstöðu Björgólfs Thors. Fari svo að Deutsche Bank taki til sín stærstan hlutan af fyrirtækinu með skiptum á skuld fyrir hlutabréf í endurskipulagingunni í kjölfar kaupanna mun eignarhlutur Björgólfs minnka að mun. Eftir slíkt yrði hann tæpast mældur sem milljarðamæringur lengur á alþjóðlega vísu. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Fari svo að Actavis nái því að kaupa þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm með aðstoð Deutsche Bank er runnin upp ögurstund fyrir Björgólf Thor Björgólfsson.Reiknað er með að Deutsche Bank muni endurskipuleggja rekstur hins sameinaða fyrirtækis á þann hátt að breyta skuldum Actavis hjá Deutsche Bank í hlutafé þannig að bankinn eigi auðveldara með að selja fyrirtækið seinna meir. Þá vaknar upp spurningin um hvað verði um eignarhlut Björgólfs Thors og hversu mikið hann verður „þynntur út" í endurskipulagningunni.Reuters hefur fjallað töluvert um kaupin á Ratiopharm síðustu daga. Actavis á í baráttu við bandaríska lyfjarisann Pfizer og Teva sem er stærsta samheitaleyfjafyrirtæki heimsins staðsett í Ísrael.„Fari svo að Actavis sigri myndi slíkt vera sjaldgæft dæmi um endurskipulagingu með kaupsamningi og þar með draga úr hættunni á því að Deutsche Bank tapi miklu á stærsta hlutanum af áhættulánum sínum frá dögunum frá því fyrir fjármálakreppuna," segir í einni fréttinni um málið á Reuters.Björgólfur Thor Björgólfsson keypti Actavis árið 2007 með skuldsettri yfirtöku. Stærsti lánveitandinn var Deutsche Bank en heldur nú á yfir 4 milljörðum evra af skuldum Actavis. Aðrir sem lögðu í púkkið voru Landsbankinn, Straumur og Glitnir.Deutsche Bank reyndi að endurselja skuld Actavis í árslok 2007 til annarra banka. Í boði voru tvö tilboð, annað upp á 3 milljarða evra og hitt upp á einn milljarð evra. Hinsvegar olli aukinn óróleiki á alþjóðamörkuðum á þeim tíma því að enginn vildi kaupa. Í fyrra var síðan reynt að selja Actavis í heild en verðmiði upp á fimm milljarða evra fældi fjárfesta frá kaupunum.Með því að sameina Ratiopharm og Actavis næst margvíslegt hagræði í rekstri beggja fyrirtækja og myndi hið sameinaða fyrirtæki skila hagræði upp á um 300 milljónir evra sem er svipuð upphæð og nemur árlegum brúttóhagnaði Ratiopharm í dag. Credit Suisse telur að Ratiopharm-Actavis myndi verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heimsins hvað sölu varðar.Ekki er ljóst hver áhrifin af kaupum Actavis á Ratiopharm yrðu á fjárhagsstöðu Björgólfs Thors. Fari svo að Deutsche Bank taki til sín stærstan hlutan af fyrirtækinu með skiptum á skuld fyrir hlutabréf í endurskipulagingunni í kjölfar kaupanna mun eignarhlutur Björgólfs minnka að mun. Eftir slíkt yrði hann tæpast mældur sem milljarðamæringur lengur á alþjóðlega vísu.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira