Ekki sýnt fram á öryggi erfðabreytts lyfjabyggs 3. september 2010 05:00 Í Fréttablaðsgrein 23. ágúst s.l. auglýsa forráðamenn Orf Líftækni hf. ágæti vísinda sinna og fullyrða að útiræktun fyrirtækisins á erfðabreyttu lyfjabyggi sé örugg. Áhætta sem þeir ræða, svo og áhætta sem þeir láta hjá líða að ræða, kallar á andsvör. Leyfi Orf til ræktunar á erfðabreyttu lyfjabyggi á allt að 10 ha lands í Gunnarsholti á 5 ára tímabili var veitt á grundvelli áhættumats sem byggði einkum á mjög takmörkuðum tilraunum sem einn af hluthöfum þess, Landbúnaðarháskóli Íslands, gerði. Í áðurnefndri grein klifa höfundar á öryggi ræktunar á erfðabreyttu byggi á grundvelli þessara litlu tilrauna. Þeir telja fráleitt að erfðabreytt lyfjabygg víxlfrjóvgist við annað bygg eða villtar plöntur þrátt fyrir að notkun sjálffrjóvgandi tegunda eins og byggs fyrirbyggi ekki heldur einungis minnki hættu á víxlfrjóvgun. Þeir halda því fram að erfðabreytt byggfræ dreifist ekki meir en 25 metra út frá vaxtarstað og að hafa megi hemil á plöntum sem vaxi af því fræi með því að slá þær. Hugsanlegt er að sú aðferð dugi þegar um er að ræða litla tilraunabletti undir nánu eftirliti þeirra sem stýra viðkomandi rannsókn en er með öllu ógerlegt þegar ræktað er á stærra landi með lágmarks starfsliði. Það er fjárhagslega óhagkvæmt að leita uppi og eyða liðhlaupaplöntum ef rækta á erfðabreytt bygg til framleiðslu; tími og vinnukostnaður myndu eyða mögulegum hagnaði af útiræktun erfðabreytts byggs. Orf hefur kynnt áform um „stórfellda“ ræktun á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti og lætur sem frædreifing sé ekkert vandamál því fræ sem sleppi lifi ekki af utan ræktunarakra. Hvarvetna í heiminum þar sem erfðabreyttar plöntur hafa verið ræktaðar um nokkurt skeið hafa erfðabreytt fræ sloppið út í villta náttúru þar sem þau spíra og fjölga sér. Lifun liðhlaupafræs mun aukast á Íslandi með hlýrri og styttri vetrum. Orf flaggar vísindalegu ágæti eigin áhættumats en lætur þess ekki getið að þar er hvergi fjallað um greiningu á grunnvatni og jarðvegi, – nokkuð sem allt faglegt mat á umhverfisáhættu tekur fyrir í ljósi þess að erfðabreytt DNA getur haft áhrif á jarðvegsörverur og mengað vatnasvið. Þótt Orf hafi aðeins leyfi til tilraunaræktunar í Gunnarsholti hefur fyrirtækið kynnt áform um stórfellda ræktun á erfðabreyttu byggi. Í Bandaríkjunum og í Evrópu eru leyfi til framleiðsluræktunar erfðabreyttra plantna aðeins veitt að undangengnum fóðrunartilraunum á dýrum og mati yfirvalda á niðurstöðum þeirra. Orf hefur ekki gert slíkar tilraunir og fyrirtækið hefur heldur ekki leyfi til ræktunar fyrir framleiðslu í Gunnarsholti. Er hugsanlegt að fyrirtækið hyggist misnota tilraunaleyfi sitt í Gunnarsholti til framleiðsluræktunar á erfðabreyttu byggi? Orf fullyrðir að erfðabreytt byggyrki þess séu óskaðleg dýrum en hafa samt ekki gert neinar prófanir til að sanna það. Þess í stað fullyrðir fyrirtækið að ef dýr innbyrði erfðabreytt byggfræ yrðu þau ekki fyrir heilsutjóni vegna þess að DNA í erfðabreyttum plöntum eyðileggist í meltingarvegi þeirra. Orf hlýtur að gera sér grein fyrir að sú fullyrðing stenst ekki vísindalega rýni. Óháðar ritrýndar vísindarannsóknir hafa sýnt fram á að hvorki meltingarvegur manna né dýra sundri öllu DNA úr erfðabreyttum plöntum. Þvert á móti sýna þær að DNA berst úr erfðabreyttum matvælum og fóðri í þarma manna og dýra og berst með blóði til einstakra líffæra. Genaflæði af þessum toga (horizontal gene transfer) var þekkt þegar árið 2001 og hefur síðan verið vísindalega staðfest í rannsóknum. Prófanir á búfé, t.d. sauðfé, svínum og geitum, hafa leitt í ljós erfðabreytt DNA í líffærum dýra sem neytt hafa erfðabreyttra plantna. Ekki færri en þrettán ritrýndar rannsóknir á tilraunadýrum sem fóðruð voru á erfðabreyttum afurðum leiddu í ljós tjón á næstum öllum helstu líffærum þeirra. Nýleg rannsókn sem birtist í tímaritinu Fisheries Science vekur sérstakar áhyggjur varðandi erfðabreyttar plöntur á Íslandi. Við rannsókn á regnbogasilungi og beitarfiski fundust efni úr erfðabreyttum plöntum ekki aðeins í nokkrum líffærum beggja tegunda, heldur í næstum öllum innri líffærum þeirra. Ræktun erfðabreyttra plantna, ekki síst mjög lífvirkra erfðabreyttra plantna á borð við lyfjabygg, gæti ógnað villtum og ræktuðum fiski sem þjóðin byggir afkomu sína mjög á. Fiskistofnum landsins gæti jafnvel stafað ógn af inniræktun erfðabreyttra plantna í gróðurhúsum án fastra gólfa á svæðum með háa grunnvatsstöðu eða í nánd við ár og vötn. Það er brýn þörf á því að bæta gæði og umfang umhverfisáhættumats sem krafist er af líftæknifyrirtækjum sem sækjast eftir að rækta erfðabreyttar plöntur á Íslandi, innandyra sem utandyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðsgrein 23. ágúst s.l. auglýsa forráðamenn Orf Líftækni hf. ágæti vísinda sinna og fullyrða að útiræktun fyrirtækisins á erfðabreyttu lyfjabyggi sé örugg. Áhætta sem þeir ræða, svo og áhætta sem þeir láta hjá líða að ræða, kallar á andsvör. Leyfi Orf til ræktunar á erfðabreyttu lyfjabyggi á allt að 10 ha lands í Gunnarsholti á 5 ára tímabili var veitt á grundvelli áhættumats sem byggði einkum á mjög takmörkuðum tilraunum sem einn af hluthöfum þess, Landbúnaðarháskóli Íslands, gerði. Í áðurnefndri grein klifa höfundar á öryggi ræktunar á erfðabreyttu byggi á grundvelli þessara litlu tilrauna. Þeir telja fráleitt að erfðabreytt lyfjabygg víxlfrjóvgist við annað bygg eða villtar plöntur þrátt fyrir að notkun sjálffrjóvgandi tegunda eins og byggs fyrirbyggi ekki heldur einungis minnki hættu á víxlfrjóvgun. Þeir halda því fram að erfðabreytt byggfræ dreifist ekki meir en 25 metra út frá vaxtarstað og að hafa megi hemil á plöntum sem vaxi af því fræi með því að slá þær. Hugsanlegt er að sú aðferð dugi þegar um er að ræða litla tilraunabletti undir nánu eftirliti þeirra sem stýra viðkomandi rannsókn en er með öllu ógerlegt þegar ræktað er á stærra landi með lágmarks starfsliði. Það er fjárhagslega óhagkvæmt að leita uppi og eyða liðhlaupaplöntum ef rækta á erfðabreytt bygg til framleiðslu; tími og vinnukostnaður myndu eyða mögulegum hagnaði af útiræktun erfðabreytts byggs. Orf hefur kynnt áform um „stórfellda“ ræktun á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti og lætur sem frædreifing sé ekkert vandamál því fræ sem sleppi lifi ekki af utan ræktunarakra. Hvarvetna í heiminum þar sem erfðabreyttar plöntur hafa verið ræktaðar um nokkurt skeið hafa erfðabreytt fræ sloppið út í villta náttúru þar sem þau spíra og fjölga sér. Lifun liðhlaupafræs mun aukast á Íslandi með hlýrri og styttri vetrum. Orf flaggar vísindalegu ágæti eigin áhættumats en lætur þess ekki getið að þar er hvergi fjallað um greiningu á grunnvatni og jarðvegi, – nokkuð sem allt faglegt mat á umhverfisáhættu tekur fyrir í ljósi þess að erfðabreytt DNA getur haft áhrif á jarðvegsörverur og mengað vatnasvið. Þótt Orf hafi aðeins leyfi til tilraunaræktunar í Gunnarsholti hefur fyrirtækið kynnt áform um stórfellda ræktun á erfðabreyttu byggi. Í Bandaríkjunum og í Evrópu eru leyfi til framleiðsluræktunar erfðabreyttra plantna aðeins veitt að undangengnum fóðrunartilraunum á dýrum og mati yfirvalda á niðurstöðum þeirra. Orf hefur ekki gert slíkar tilraunir og fyrirtækið hefur heldur ekki leyfi til ræktunar fyrir framleiðslu í Gunnarsholti. Er hugsanlegt að fyrirtækið hyggist misnota tilraunaleyfi sitt í Gunnarsholti til framleiðsluræktunar á erfðabreyttu byggi? Orf fullyrðir að erfðabreytt byggyrki þess séu óskaðleg dýrum en hafa samt ekki gert neinar prófanir til að sanna það. Þess í stað fullyrðir fyrirtækið að ef dýr innbyrði erfðabreytt byggfræ yrðu þau ekki fyrir heilsutjóni vegna þess að DNA í erfðabreyttum plöntum eyðileggist í meltingarvegi þeirra. Orf hlýtur að gera sér grein fyrir að sú fullyrðing stenst ekki vísindalega rýni. Óháðar ritrýndar vísindarannsóknir hafa sýnt fram á að hvorki meltingarvegur manna né dýra sundri öllu DNA úr erfðabreyttum plöntum. Þvert á móti sýna þær að DNA berst úr erfðabreyttum matvælum og fóðri í þarma manna og dýra og berst með blóði til einstakra líffæra. Genaflæði af þessum toga (horizontal gene transfer) var þekkt þegar árið 2001 og hefur síðan verið vísindalega staðfest í rannsóknum. Prófanir á búfé, t.d. sauðfé, svínum og geitum, hafa leitt í ljós erfðabreytt DNA í líffærum dýra sem neytt hafa erfðabreyttra plantna. Ekki færri en þrettán ritrýndar rannsóknir á tilraunadýrum sem fóðruð voru á erfðabreyttum afurðum leiddu í ljós tjón á næstum öllum helstu líffærum þeirra. Nýleg rannsókn sem birtist í tímaritinu Fisheries Science vekur sérstakar áhyggjur varðandi erfðabreyttar plöntur á Íslandi. Við rannsókn á regnbogasilungi og beitarfiski fundust efni úr erfðabreyttum plöntum ekki aðeins í nokkrum líffærum beggja tegunda, heldur í næstum öllum innri líffærum þeirra. Ræktun erfðabreyttra plantna, ekki síst mjög lífvirkra erfðabreyttra plantna á borð við lyfjabygg, gæti ógnað villtum og ræktuðum fiski sem þjóðin byggir afkomu sína mjög á. Fiskistofnum landsins gæti jafnvel stafað ógn af inniræktun erfðabreyttra plantna í gróðurhúsum án fastra gólfa á svæðum með háa grunnvatsstöðu eða í nánd við ár og vötn. Það er brýn þörf á því að bæta gæði og umfang umhverfisáhættumats sem krafist er af líftæknifyrirtækjum sem sækjast eftir að rækta erfðabreyttar plöntur á Íslandi, innandyra sem utandyra.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun