Krónan er ávísun á haftastefnu í tíu ár Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 10. desember 2010 11:00 Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion Banka. Mynd/GVA Ætli Íslendingar að halda áfram að nota krónuna er vafamál hvort gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga hafta verður að byggja myntsvæðið upp á nýtt með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu. Svo mælir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann var einn fjögurra frummælenda á morgunverðarfundi Arion banka um áhrif gjaldeyrishafta og framtíð krónunnar. Ásgeir tæpti á því að saga flotgengisstefnu hér hefði verið afar stutt; staðið yfir frá 2001 og fram til loka árs 2008 þegar höftin voru innleidd til að stöðva útflæði á fjármagni úr landi í skugga banka- og gengishruns. Ásgeir var á móti höftunum í fyrstu en hefur nú skipt um skoðun: „Eftir á að hyggja má segja að þau hafi verið nauðsynlegt böl, neyðarúrræði. Það hefði verið mjög erfitt að endurskipuleggja fjármálakerfið með fljótandi gjaldmiðli," sagði hann og taldi langt í að krónan yrði sett á flot á ný. „Ég held að þjóðin vilji í raun og veru ekki flotgengi nema hún sætti sig við óstöðugt gengi. Það þarf að ríkja sátt um það. En ég efast um að við séum andlega tilbúin fyrir fljótandi mynt," sagði hann. Býst við langri kreppu Ásgeir sagði seðlabanka annarra ríkja hafa brugðist fljótt við þegar róðurinn þyngdist á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum fyrir þremur árum. Þeir hefðu lækkað vexti hratt og sett peningaprentvélarnar í gang. Þetta hafi Seðlabanki Íslands ekki gert. Þvert á móti hafi hann brugðist seint við og afleiðingarnar eftir því orðið verri. „Ein af ástæðum þess að við lentum í þessu var sú að við gátum ekki brugðist við; við gátum ekki lækkað stýrivexti í núll og prentað peninga. Seðlabankinn var of seinn. Það skref sem hann steig [í fyrradag] hefði hann átt að stíga á sama tíma í fyrra. Af þeim sökum munum við sjá þessa niðursveiflu verða dýpri og lengri en við höfum áður séð," sagði hann. Evran er lykillinn Viðræður stjórnvalda um aðild að Evrópusambandi eiga að fela í sér inngöngu í myntbandalag Evrópu, að mati Ásgeirs. Í kjölfar yfirlýsingar um slíkt muni gengi krónunnar jafna sig, hún fest við gengi evru og sveiflast innan ákveðinna vikmarka. Gangi það eftir þurfi ekki að aflétta höftum fyrr en yfirlýsing um slíkt verði gefin. „Markaðir eru framsýnir," sagði Ásgeir. „Um það leið og fyrir liggur á einhverjum tímapunkti að skiptin fari fram munu allar ákvarðanir miðast við það og krónan taka við sér," sagði hann og vísaði á bug svartsýnisröddum um bága stöðu evrunnar í skugga fjárhagserfiðleika Grikkja, Íra og Portúgala. Fjarri því sem sumir haldi fram telji hann engin ríki á leið úr myntbandalaginu. „Allar aðrar þjóðir myndu tapa því. Í raun myndi bankakerfi þessara ríkja tæmast undir eins ef þau myndu lýsa því yfir að þau gengju úr myntbandalaginu. Það yrði íslenskt gjaldþrot, íslenskt kerfishrun," sagði Ásgeir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Ætli Íslendingar að halda áfram að nota krónuna er vafamál hvort gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga hafta verður að byggja myntsvæðið upp á nýtt með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu. Svo mælir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann var einn fjögurra frummælenda á morgunverðarfundi Arion banka um áhrif gjaldeyrishafta og framtíð krónunnar. Ásgeir tæpti á því að saga flotgengisstefnu hér hefði verið afar stutt; staðið yfir frá 2001 og fram til loka árs 2008 þegar höftin voru innleidd til að stöðva útflæði á fjármagni úr landi í skugga banka- og gengishruns. Ásgeir var á móti höftunum í fyrstu en hefur nú skipt um skoðun: „Eftir á að hyggja má segja að þau hafi verið nauðsynlegt böl, neyðarúrræði. Það hefði verið mjög erfitt að endurskipuleggja fjármálakerfið með fljótandi gjaldmiðli," sagði hann og taldi langt í að krónan yrði sett á flot á ný. „Ég held að þjóðin vilji í raun og veru ekki flotgengi nema hún sætti sig við óstöðugt gengi. Það þarf að ríkja sátt um það. En ég efast um að við séum andlega tilbúin fyrir fljótandi mynt," sagði hann. Býst við langri kreppu Ásgeir sagði seðlabanka annarra ríkja hafa brugðist fljótt við þegar róðurinn þyngdist á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum fyrir þremur árum. Þeir hefðu lækkað vexti hratt og sett peningaprentvélarnar í gang. Þetta hafi Seðlabanki Íslands ekki gert. Þvert á móti hafi hann brugðist seint við og afleiðingarnar eftir því orðið verri. „Ein af ástæðum þess að við lentum í þessu var sú að við gátum ekki brugðist við; við gátum ekki lækkað stýrivexti í núll og prentað peninga. Seðlabankinn var of seinn. Það skref sem hann steig [í fyrradag] hefði hann átt að stíga á sama tíma í fyrra. Af þeim sökum munum við sjá þessa niðursveiflu verða dýpri og lengri en við höfum áður séð," sagði hann. Evran er lykillinn Viðræður stjórnvalda um aðild að Evrópusambandi eiga að fela í sér inngöngu í myntbandalag Evrópu, að mati Ásgeirs. Í kjölfar yfirlýsingar um slíkt muni gengi krónunnar jafna sig, hún fest við gengi evru og sveiflast innan ákveðinna vikmarka. Gangi það eftir þurfi ekki að aflétta höftum fyrr en yfirlýsing um slíkt verði gefin. „Markaðir eru framsýnir," sagði Ásgeir. „Um það leið og fyrir liggur á einhverjum tímapunkti að skiptin fari fram munu allar ákvarðanir miðast við það og krónan taka við sér," sagði hann og vísaði á bug svartsýnisröddum um bága stöðu evrunnar í skugga fjárhagserfiðleika Grikkja, Íra og Portúgala. Fjarri því sem sumir haldi fram telji hann engin ríki á leið úr myntbandalaginu. „Allar aðrar þjóðir myndu tapa því. Í raun myndi bankakerfi þessara ríkja tæmast undir eins ef þau myndu lýsa því yfir að þau gengju úr myntbandalaginu. Það yrði íslenskt gjaldþrot, íslenskt kerfishrun," sagði Ásgeir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira