Mig langar að vera með Illugi Jökulsson skrifar 16. október 2010 06:00 Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins sem haldið verður á næsta ári. Ástæðan fyrir framboðinu er fyrst og fremst sú að mig langar ekki að standa afsíðis þegar ráðum verður ráðið um skipan samfélags okkar á 21. öldinni. Mig langar að taka þátt í að skapa samfélaginu umgjörð sem getur komið í veg fyrir að það verði framar leiksoppur spillingarafla í stjórnmálum og/eða viðskiptalífi. Mig langar að taka þátt í að semja leikreglur sem efla lýðræði í landinu og auka möguleika fólks á að hafa eftirlit með stjórnarathöfnum, stórum sem smáum. Sú leyndarhyggja sem alltof lengi hefur ráðið ferðinni í íslenskri stjórnsýslu átti sinn þátt í hruninu, og hún verður að hverfa. Ný stjórnarskrá getur orðið öflugt vopn til að berja niður leyndarhyggjuna, klíkuskapinn og duttlungaræðið sem hefur orðið okkur svo dýrt. Mig langar að taka þátt í að semja þann texta þar sem íslenska þjóðin sjálf setur fram það sem hún telur mikilvægast í samfélaginu í framtíðinni. Sjálfur mun ég beita mér fyrir því að þar verði öflug og afdráttarlaus ákvæði sem heimili aldrei að gengið verði á rétt fólk til jafnréttis, tjáningarfrelsis og mannsæmandi lífs. Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru kjörorð frönsku byltingarinnar, og þau geta enn gagnast okkur, en í viðbót eiga að koma skilningur, velferð og gegnsæi. Mig langar að taka þátt í að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eigi líka að vera í sameiginlegri eigu hennar, og hún eigi því öll að njóta arðsins af þeim. Mig langar að verða fulltrúi á þingi þar sem fulltrúar þjóðarinnar koma saman til að semja framtíð sína – en fulltrúum hagsmunaaðila og feyskinna stjórnmálaafla verði haldið úti. Mig langar að vera með í að semja þann texta sem vonandi getur orðið íslenskri þjóð innblástur og von um betra líf, en ekki einungis leiksoppur lagatækna. Texta sem er skýr og greinilegur og vonandi fallegur, og hefur – umfram allt – raunverulega merkingu í eyrum almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins sem haldið verður á næsta ári. Ástæðan fyrir framboðinu er fyrst og fremst sú að mig langar ekki að standa afsíðis þegar ráðum verður ráðið um skipan samfélags okkar á 21. öldinni. Mig langar að taka þátt í að skapa samfélaginu umgjörð sem getur komið í veg fyrir að það verði framar leiksoppur spillingarafla í stjórnmálum og/eða viðskiptalífi. Mig langar að taka þátt í að semja leikreglur sem efla lýðræði í landinu og auka möguleika fólks á að hafa eftirlit með stjórnarathöfnum, stórum sem smáum. Sú leyndarhyggja sem alltof lengi hefur ráðið ferðinni í íslenskri stjórnsýslu átti sinn þátt í hruninu, og hún verður að hverfa. Ný stjórnarskrá getur orðið öflugt vopn til að berja niður leyndarhyggjuna, klíkuskapinn og duttlungaræðið sem hefur orðið okkur svo dýrt. Mig langar að taka þátt í að semja þann texta þar sem íslenska þjóðin sjálf setur fram það sem hún telur mikilvægast í samfélaginu í framtíðinni. Sjálfur mun ég beita mér fyrir því að þar verði öflug og afdráttarlaus ákvæði sem heimili aldrei að gengið verði á rétt fólk til jafnréttis, tjáningarfrelsis og mannsæmandi lífs. Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru kjörorð frönsku byltingarinnar, og þau geta enn gagnast okkur, en í viðbót eiga að koma skilningur, velferð og gegnsæi. Mig langar að taka þátt í að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eigi líka að vera í sameiginlegri eigu hennar, og hún eigi því öll að njóta arðsins af þeim. Mig langar að verða fulltrúi á þingi þar sem fulltrúar þjóðarinnar koma saman til að semja framtíð sína – en fulltrúum hagsmunaaðila og feyskinna stjórnmálaafla verði haldið úti. Mig langar að vera með í að semja þann texta sem vonandi getur orðið íslenskri þjóð innblástur og von um betra líf, en ekki einungis leiksoppur lagatækna. Texta sem er skýr og greinilegur og vonandi fallegur, og hefur – umfram allt – raunverulega merkingu í eyrum almennings.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun