Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal skrifar 9. febrúar 2010 06:00 Þeir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa, ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspilamennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að löggjafinn heimili slíka starfsemi. Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á peninga er „casino" og merkti upprunalega hús ánægju og leikja. Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra. Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum tveimur. Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæplega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut. Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði. Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst upp sambærileg mót. Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir spilamennsku á Netinu. Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarfseminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi. Skýtur þar skökku við. Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmyndar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar. Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við Icelandair hótel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þeir bræður Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir standa, ásamt öðru áhugafólki um löglega fjárhættuspilamennsku, frammi fyrir ákveðnum ímyndarvanda sem íslensk tunga hefur umvafið áhugamál þeirra. Orðið spilavíti er eitt og sér svo gildishlaðið að hrollur fer um alla guðhrædda og löghlýðna borgara þegar stungið er upp á að löggjafinn heimili slíka starfsemi. Alþjóðlega orðið yfir húsakynni þar sem fólk spilar upp á peninga er „casino" og merkti upprunalega hús ánægju og leikja. Íslenska orðið felur aftur á móti í sér að dvöl á slíkum stað sé ávísun á eilífa kvöl og pínu, líkt og hjá þeim vonda hið neðra. Umræðan um fjárhættuspil hefur þannig lengi einkennst af þversögnum og tvískinnungi á Íslandi. Þeir sem þiggja peningaverðlaun eða verðmæta vinninga fyrir leikni við skákborðið eða briddsspilamennsku hafa jafnan verið hylltir og taldir til helstu afreksmanna. Og það réttilega. Það þarf skarpan hug og mikla þjálfun til að öðlast færni í þessum leikjum. Að spila póker upp á peninga hefur hins vegar þótt sérdeilis ófínt en ekki þarf þó síður mikla æfingu til að ná góðum tökum á þeim leik en hinum tveimur. Þetta hefur verið að breytast hratt undanfarin ár. Síðasta haust var til dæmis haldið fyrsta Íslandsmótið í póker með þátttöku tæplega tvö hundruð manns. Samtals var vinningsféð um sex milljónir króna og fékk sigurvegarinn 1,5 milljónir í sinn hlut. Samkomur á borð við Íslandsmótið í póker eru enn á gráu svæði. Lögreglan lét spilafólkið óáreitt síðasta haust, en hafði áður leyst upp sambærileg mót. Það er orðið tímabært að taka löggjöfina um fjárhættuspil til endurskoðunar. Óþarfa vafi leikur á rétti fólks til að taka þátt í pókermótum þar sem keppt er um peningavinninga og eins er tímabært að taka með í dæmið það breytta umhverfi sem fylgir spilamennsku á Netinu. Nokkur erlend fyrirtæki bjóða íslenskum spilurum upp á póker og veðmál á Netinu. Ólíkt innlendu happdrættis- og getraunastarfseminni rennur ekkert af þeirra hagnaði til góðra mála hér á landi. Skýtur þar skökku við. Það hefur reyndar lengi verið umdeilt að stofnanir á borð við Háskóla Íslands og SÁÁ þiggi rekstrarfé ættað úr spilakössum sem þykja sérstaklega ávanabindi fyrir spilafíkla. Þó er til fyrirmyndar að þetta fyrirkomulag tryggir að spilafíklar standa að nokkru leyti sjálfir undir meðferð sinni, þurfi þeir að leita sér hjálpar. Þess utan er eitthvað snoturt við að stór hluti af spilagróðanum renni til góðra verka, en auk Háskólans og SÁÁ njóta íþróttahreyfingin, ungmennafélögin, Rauði krossinn og öryrkjabandalög góðs af spilakössunum. Þetta atriði eru Gunnlaugssynir líka með kyrfilega á hreinu í sínum tillögum. Í þeim er gert ráð fyrir að ríkið fái í sinn hlut um sextíu prósent af hagnaði af spilavíti, eða spilastofu svo notað sé minna truflandi orð, sem þeir bræður vilja opna í samstarfi við Icelandair hótel.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun