Stjarnan vann öruggan sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnustúlkur skoruðu fimm mörk gegn engu í Árbænum.
Katie McCoy og Inga Birna Friðjónsdóttir skoruðu báðar tvö mörk en eitt marka Stjörnunnar var sjálfsmark.
Með sigrinum er Stjarnan komin með 25 stig og komst því upp fyrir Fylki í fjórða sætið.
