Ráðherrann leiðréttur aftur Gústaf Adolf Skúlason skrifar 1. júlí 2010 06:30 Þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér frétt á dögunum í tilefni útgáfu reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti leituðu tilteknir fjölmiðlar álits Samorku. Þá fannst okkur meðal annars nauðsynlegt að leiðrétta meinlegan misskilning ráðuneytisins í fréttinni, sem við gerðum einnig beint við ráðuneytið. Því miður birtist síðan sama villan í grein umhverfisráðherrans hér í blaðinu nokkrum dögum síðar og því er rétt að halda leiðréttingunni áfram til haga. Í greininni heldur ráðherrann því fram að viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um magn brennisteinsvetnis í lofti miðist við bráðaáhrif. Það er rangt, í besta falli afar villandi framsetning. Mörk WHO eru þannig einn hundraðasti af því sem möguleg bráðaáhrif eru skilgreind við. Viðmiðunarmörk WHO eru 150 milligrömm í hverjum rúmmetra lofts að meðaltali á sólarhring. Bráðamörkin eru 15.000 milligrömm að meðaltali yfir 8 klukkustundir. WHO lætur einmitt almenning njóta vafans með því að setja sín viðmiðunarmörk við 1% af skilgreindum bráðamörkum. Hellisheiðarvirkjun, sem ráðherra hefur vísað til í þessu sambandi, var tekin í notkun haustið 2006. Á þeim 1.400 dögum sem liðnir eru síðan hefur brennisteinsvetni í byggð aðeins einu sinni farið yfir mörk WHO. Aðrar virkjanir, margar mun minni og fjær allri byggð, munu þurfa að sæta þessum sömu reglum með miklum tilkostnaði. Í grein sinni, um að verið sé að draga úr mengun jarðvarmavirkjana, tínir ráðherrann til að mörkin séu ennþá strangari í Finnlandi. Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. Þeir gætu því eins skilgreint þessi mörk við núll. Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera. Nú er í gildi hér á landi almenn reglugerð sem setur mörk um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu. Í stað þess að bæta brennisteinsvetni við upptalninguna í þeirri reglugerð kaus ráðherrann að setja sérstaka reglugerð um brennisteinsvetni, sem er samhljóða hinni í nær öllum atriðum. Þetta mun seint teljast góð stjórnsýsla. Hvað brennisteinsvetnið varðar kýs ráðherrann að draga mörkin við einn þriðja af WHO mörkunum, en engin fagleg rök fylgja þeirri ákvörðun. Athyglisvert er að eldri reglugerðin skilgreinir mörk brennisteinsdíoxíðs - sem gjarnan tengist bílaumferð - í lofti hér á landi liðlega sexfalt hærri en WHO mælir með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér frétt á dögunum í tilefni útgáfu reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti leituðu tilteknir fjölmiðlar álits Samorku. Þá fannst okkur meðal annars nauðsynlegt að leiðrétta meinlegan misskilning ráðuneytisins í fréttinni, sem við gerðum einnig beint við ráðuneytið. Því miður birtist síðan sama villan í grein umhverfisráðherrans hér í blaðinu nokkrum dögum síðar og því er rétt að halda leiðréttingunni áfram til haga. Í greininni heldur ráðherrann því fram að viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um magn brennisteinsvetnis í lofti miðist við bráðaáhrif. Það er rangt, í besta falli afar villandi framsetning. Mörk WHO eru þannig einn hundraðasti af því sem möguleg bráðaáhrif eru skilgreind við. Viðmiðunarmörk WHO eru 150 milligrömm í hverjum rúmmetra lofts að meðaltali á sólarhring. Bráðamörkin eru 15.000 milligrömm að meðaltali yfir 8 klukkustundir. WHO lætur einmitt almenning njóta vafans með því að setja sín viðmiðunarmörk við 1% af skilgreindum bráðamörkum. Hellisheiðarvirkjun, sem ráðherra hefur vísað til í þessu sambandi, var tekin í notkun haustið 2006. Á þeim 1.400 dögum sem liðnir eru síðan hefur brennisteinsvetni í byggð aðeins einu sinni farið yfir mörk WHO. Aðrar virkjanir, margar mun minni og fjær allri byggð, munu þurfa að sæta þessum sömu reglum með miklum tilkostnaði. Í grein sinni, um að verið sé að draga úr mengun jarðvarmavirkjana, tínir ráðherrann til að mörkin séu ennþá strangari í Finnlandi. Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. Þeir gætu því eins skilgreint þessi mörk við núll. Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera. Nú er í gildi hér á landi almenn reglugerð sem setur mörk um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu. Í stað þess að bæta brennisteinsvetni við upptalninguna í þeirri reglugerð kaus ráðherrann að setja sérstaka reglugerð um brennisteinsvetni, sem er samhljóða hinni í nær öllum atriðum. Þetta mun seint teljast góð stjórnsýsla. Hvað brennisteinsvetnið varðar kýs ráðherrann að draga mörkin við einn þriðja af WHO mörkunum, en engin fagleg rök fylgja þeirri ákvörðun. Athyglisvert er að eldri reglugerðin skilgreinir mörk brennisteinsdíoxíðs - sem gjarnan tengist bílaumferð - í lofti hér á landi liðlega sexfalt hærri en WHO mælir með.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun