Framfaraspor Álfheiður Ingadóttir skrifar 5. júní 2010 06:00 Fólk sem býr við skerta frjósemi fékk í vikunni mikla réttarbót þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Ég mælti fyrir frumvarpi um þetta efni á þinginu í mars sl. og hlaut málið góðar undirtektir við umræður þar. Kveikjan að frumvarpinu var fyrirspurn þingkonunnar Önnu Pálu Sverrisdóttur frá síðasta hausti um rétt einhleypra kvenna til þess að fá gjafaegg. Nýju lögin fela í sér að einhleypum konum sem búa við skerta frjósemi verður heimilt að nota bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun. Hið sama gildir um gagnkynhneigð og samkynhneigð pör, þar sem frjósemi beggja er skert. Áður var eingöngu heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun ef sæði kom frá verðandi föður. Þetta kom sérlega illa við einhleypar konur og konur í sambúð með annarri konu. Gerðar voru kröfur um að notaðar yrðu kynfrumur frá karlinum eða konunni við tæknifrjóvgun. Fyrirspurnin sem hreyfði við þessu máli sýnir að gildrurnar geta leynst víða. Lög þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og endurmati svo þau haldist í takt við breytta tíma og nýja samfélagsgerð. Þessari lagabreytingu ber sannarlega að fagna enda er hún skref í átt til aukins frjálsræðis og jafnréttis í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Fólk sem býr við skerta frjósemi fékk í vikunni mikla réttarbót þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Ég mælti fyrir frumvarpi um þetta efni á þinginu í mars sl. og hlaut málið góðar undirtektir við umræður þar. Kveikjan að frumvarpinu var fyrirspurn þingkonunnar Önnu Pálu Sverrisdóttur frá síðasta hausti um rétt einhleypra kvenna til þess að fá gjafaegg. Nýju lögin fela í sér að einhleypum konum sem búa við skerta frjósemi verður heimilt að nota bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun. Hið sama gildir um gagnkynhneigð og samkynhneigð pör, þar sem frjósemi beggja er skert. Áður var eingöngu heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun ef sæði kom frá verðandi föður. Þetta kom sérlega illa við einhleypar konur og konur í sambúð með annarri konu. Gerðar voru kröfur um að notaðar yrðu kynfrumur frá karlinum eða konunni við tæknifrjóvgun. Fyrirspurnin sem hreyfði við þessu máli sýnir að gildrurnar geta leynst víða. Lög þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og endurmati svo þau haldist í takt við breytta tíma og nýja samfélagsgerð. Þessari lagabreytingu ber sannarlega að fagna enda er hún skref í átt til aukins frjálsræðis og jafnréttis í samfélaginu.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar