Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði allan leikinn með Fredrikstad sem vann 2-1 útisigur á Bodö/Glimt í norsku B-deildinni nú síðdegis.
Gunnar Heiðar spilaði í fremstu víglínu en staðan í hálfleik var 1-0, heimamönnum í vil. Celso Borges skoraði svo tvívegis með skömmu millibili í síðari hálfleik og tryggði Fredrikstad sigur.
Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með 39 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sogndal sem á leik til góða.