AC Milan tilkynnti í kvöld að Zlatan Ibrahimovic væri orðinn leikmaður félagsins. Hann mun skrifa undir fjögurra ára samning á mánudag.
Milan verður með Zlatan í láni í vetur en hefur síðan kauprétt á honum næsta sumar. Þá þarf félagið að borga 24 milljónir evra fyrir Svíann.
Milan mun greiða Barcelona 8 milljónir evra á þremur árum. Barcelona vildi upprunalega fá 70 milljónir evra fyrir leikmanninn enda greiddi Barca 66 milljónir evra fyrir Zlatan á síðasta ári. Tap Barcelona er því mikið en Milan gerir kjarakaup.
Lýkur þar með sápuóperunni í kringum zlatan sem hefur staðið yfir í talsverðan tíma.
Zlatan er ekki ókunnugur í Mílanó því hann lék með Inter áður en hann fór til Spánar.