Rangfærslur sendiráðsstarfsmanna Björn Bjarnason skrifar 10. desember 2010 14:42 Í dag (8. desember) hafa íslenskir netmiðlar sagt frá bandarísku WikiLeaksskjali frá 2006 þar sem kemur fram það mat sendiráðsstarfmanna Bandaríkjanna hér á landi að mig hafi skort pólitískan vilja til að takast á við mögulegt mansal, ég hafi gert lítið úr vandanum og talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Þessi vitleysa úr bandaríska sendiráðinu hér á landi er ekki ný af nálinni. Hún var til umræðu hér á landi sumarið 2006 en þá skrifaði ég hér í dagbókina, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí: „Ég sagði í viðtali við Fréttablaðið, sem bar ummæli í skýrslu bandaríska sendiráðsins undir mig, en þar er meðal annars lagt mat á skoðun mína á mansali, að enginn frá sendiráðinu hefði rætt þessi mál við mig og ég skildi ekki hvernig unnt væri að álykta á þann veg um afstöðu mína og gert væri í skýrslunni. Ég hef ekki lesið skýrsluna og mér heyrðist á fréttum sjónvarpsins í kvöld, að ég þyrfti að minnsta kosti ekki að gera það, til að fræðast neitt um verkaskiptingu á þessu sviði innan stjórnarráðsins. Ég hef lagt á það áherslu, að lögreglan fái sem best tæki og heimildir til að takast á við mansal og annað, sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þar skiptir greining og mat á áhættu miklu." Í tilefni af því að nú er enn vitnað í þessar rangfærslur bandaríska sendiráðsins frá 2006 snýr vefsíðan Pressan sér til Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem áður var lögfræðingur Alþjóðahúss. Af frásögn hennar má ráða, að hún hafi verið heimildarmaður bandaríska sendiráðsins, en hún hafi rætt við þá í trúnaði. Margrét segir á Pressunni 8. desember: „Maður gaf upplýsingar í trúnaði í því skyni að knýja á um að stjórnvöld viðurkenndu vandann, en stjórnvöld höfðu alltaf talað um Ísland sem gegnumstreymislands í mansalsmálum en ekki sem áfangastað mansals." Af þessum orðum verður ekki annað ráðið en fyrir Margréti hafi vakað að nota bandaríska sendiráðið með leynd til að flytja gagnrýni á íslensk stjórnvöld. Sendiráðsmenn hefðu hins vegar vísað til lögfræðings Alþjóðahúss í skýrslu sinni, hún hefði ekki gefið sendiráðinu upplýsingar síðan. Við Pressuna segir Margrét að auk þess að rjúfa trúnað hafi bandarísku sendiráðsmennirnir ekki haft rétt eftir henni í skýrslunni árið 2006. Sérkennilegt er að sjá hvernig þrýstihópar töldu sig geta notað bandaríska sendiráðið málstað sínum til framdráttar. Árni Finnsson fór þangað til að knýja Bandaríkjastjórn til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Lögfræðingur Alþjóðahúss notaði sendiráðsmenn til að ófrægja íslensk stjórnvöld í mansalsmálum. Allt er þetta hlutaðeigandi og sendiráðinu til minnkunar. Björn Bjarnason. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag (8. desember) hafa íslenskir netmiðlar sagt frá bandarísku WikiLeaksskjali frá 2006 þar sem kemur fram það mat sendiráðsstarfmanna Bandaríkjanna hér á landi að mig hafi skort pólitískan vilja til að takast á við mögulegt mansal, ég hafi gert lítið úr vandanum og talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Þessi vitleysa úr bandaríska sendiráðinu hér á landi er ekki ný af nálinni. Hún var til umræðu hér á landi sumarið 2006 en þá skrifaði ég hér í dagbókina, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí: „Ég sagði í viðtali við Fréttablaðið, sem bar ummæli í skýrslu bandaríska sendiráðsins undir mig, en þar er meðal annars lagt mat á skoðun mína á mansali, að enginn frá sendiráðinu hefði rætt þessi mál við mig og ég skildi ekki hvernig unnt væri að álykta á þann veg um afstöðu mína og gert væri í skýrslunni. Ég hef ekki lesið skýrsluna og mér heyrðist á fréttum sjónvarpsins í kvöld, að ég þyrfti að minnsta kosti ekki að gera það, til að fræðast neitt um verkaskiptingu á þessu sviði innan stjórnarráðsins. Ég hef lagt á það áherslu, að lögreglan fái sem best tæki og heimildir til að takast á við mansal og annað, sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Þar skiptir greining og mat á áhættu miklu." Í tilefni af því að nú er enn vitnað í þessar rangfærslur bandaríska sendiráðsins frá 2006 snýr vefsíðan Pressan sér til Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, sem áður var lögfræðingur Alþjóðahúss. Af frásögn hennar má ráða, að hún hafi verið heimildarmaður bandaríska sendiráðsins, en hún hafi rætt við þá í trúnaði. Margrét segir á Pressunni 8. desember: „Maður gaf upplýsingar í trúnaði í því skyni að knýja á um að stjórnvöld viðurkenndu vandann, en stjórnvöld höfðu alltaf talað um Ísland sem gegnumstreymislands í mansalsmálum en ekki sem áfangastað mansals." Af þessum orðum verður ekki annað ráðið en fyrir Margréti hafi vakað að nota bandaríska sendiráðið með leynd til að flytja gagnrýni á íslensk stjórnvöld. Sendiráðsmenn hefðu hins vegar vísað til lögfræðings Alþjóðahúss í skýrslu sinni, hún hefði ekki gefið sendiráðinu upplýsingar síðan. Við Pressuna segir Margrét að auk þess að rjúfa trúnað hafi bandarísku sendiráðsmennirnir ekki haft rétt eftir henni í skýrslunni árið 2006. Sérkennilegt er að sjá hvernig þrýstihópar töldu sig geta notað bandaríska sendiráðið málstað sínum til framdráttar. Árni Finnsson fór þangað til að knýja Bandaríkjastjórn til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Lögfræðingur Alþjóðahúss notaði sendiráðsmenn til að ófrægja íslensk stjórnvöld í mansalsmálum. Allt er þetta hlutaðeigandi og sendiráðinu til minnkunar. Björn Bjarnason.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar