Ólafur Arnalds: kemur fram í Bridgewater Hall með sinfóníu alfrun@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 16:00 Ólafur Arnalds mun frumflytja nýju plötuna sína fyrir fullum sal í einum af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi. „Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur frumflytur plötu sína ... and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The Bridgewater Hall tónleikahöllinni í Manchester í kvöld. Höllin er talin vera ein af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi og tekur 2.400 manns í sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead, Johnny Greenwood, flytur einnig eigið verk sig sama kvöld en hann er aðaltónskáld sveitar breska ríkisjónvarpsins BBC. Ólafur er að fylgja eftir útgáfu plötunnar sem kom út í Bretlandi í maí. Ólafur er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Radiohead og telur hana vera eina af hans áhrifavöldum í raftónlist. „Ég var að heyra verkið hans Johnny Greenwood í dag og það er flott en pínu skrýtið verk fyrir strengjasveit. Er eiginlega ekki búin að ákveða hvað mér finnst um það," segir Ólafur, en Fréttablaðið náði tali af honum í pásu á milli æfinga daginn fyrir tónleikana. Hann var nokkuð rólegur yfir tónleikunum enda vanur að koma fram fyrir fullu húsi. Ólafur verður með fullskipaða sinfóníuhljómsveit á bak við sig í kvöld í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta verður alveg magnað og það er eiginlega búið að vera hálf óraunverulegt að heyra þetta færa tónlistafólk flytja tónlistina mína. Það er alveg svakalega flott, eiginlega bara geðveikt," segir Ólafur en hann endurútsetti plötuna fyrir heila sinfóníuhljómsveit og mun sjálfur spila á píanó í lögunum ásamt því að vera með tæki og tól á sviðinu til að setja „rafelementin" í tónlistina. „Það er líka mjög spennandi að sjá sinfóníuhljómsveit spila með elektrónískum trommutöktum undir." Innlent Menning Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
„Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur frumflytur plötu sína ... and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The Bridgewater Hall tónleikahöllinni í Manchester í kvöld. Höllin er talin vera ein af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi og tekur 2.400 manns í sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead, Johnny Greenwood, flytur einnig eigið verk sig sama kvöld en hann er aðaltónskáld sveitar breska ríkisjónvarpsins BBC. Ólafur er að fylgja eftir útgáfu plötunnar sem kom út í Bretlandi í maí. Ólafur er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Radiohead og telur hana vera eina af hans áhrifavöldum í raftónlist. „Ég var að heyra verkið hans Johnny Greenwood í dag og það er flott en pínu skrýtið verk fyrir strengjasveit. Er eiginlega ekki búin að ákveða hvað mér finnst um það," segir Ólafur, en Fréttablaðið náði tali af honum í pásu á milli æfinga daginn fyrir tónleikana. Hann var nokkuð rólegur yfir tónleikunum enda vanur að koma fram fyrir fullu húsi. Ólafur verður með fullskipaða sinfóníuhljómsveit á bak við sig í kvöld í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta verður alveg magnað og það er eiginlega búið að vera hálf óraunverulegt að heyra þetta færa tónlistafólk flytja tónlistina mína. Það er alveg svakalega flott, eiginlega bara geðveikt," segir Ólafur en hann endurútsetti plötuna fyrir heila sinfóníuhljómsveit og mun sjálfur spila á píanó í lögunum ásamt því að vera með tæki og tól á sviðinu til að setja „rafelementin" í tónlistina. „Það er líka mjög spennandi að sjá sinfóníuhljómsveit spila með elektrónískum trommutöktum undir."
Innlent Menning Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira