Guðmundur: Erum að mæta einu besta liði sögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. apríl 2010 08:00 Mynd/DIENER Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn hefst 20.15. Þetta er fyrri vináttuleikur þjóðanna því þau mætast aftur á morgun á sama stað klukkan 16.00. Þetta franska lið er ógnarsterkt og klárlega eitt besta lið allra tíma, ef ekki það besta. Frakkar eru ríkjandi heims-, Evrópu-, og Ólympíumeistarar en ekkert annað landslið hefur nað slíkum árangri í sögunni. Frakkar hafa þess utan staðið í vegi fyrir því að Ísland hafi farið alla leið á stórmótum. Strákarnir okkar töpuðu fyrir þessu franska liði í úrslitum ÓL í Peking 2008 og svo aftur í undanúrslitum EM í Austurríki í janúar síðastliðnum. „Ég er búinn að liggja yfir þessu í fleiri vikur. Bæði að skoða okkar leik á EM og svo auðvitað leik franska liðsins. Við þurfum að gera betur en við höfum gert í síðustu stórleikjum. Við verðum að nálgast þá meira og mér finnst við hafa tapað of stórt á móti þeim og leikirnir hafa farið frá okkur á mjög stuttum köflum. Á EM töpum við leiknum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks eftir að allt var í járnum í fyrri hálfleik. Það er ég óhress með og við þurfum að læra af,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en hvað þarf liðið helst að bæta? „Við megum ekki taka of mikla óþarfa áhættu eins og vafasamar línusendingar til að mynda. Þeir hirða slíkt upp og það þýðir mark í kjölfarið. Síðan þurfum við að skila okkur hraðar til baka því þeir skora mikið í fyrstu, annarri og þriðju bylgju hraðaupphlaupa. Við verðum að vera mjög vakandi er við komum til baka að mæta þeim,“ segir Guðmundur en hann leggur einnig mikla áherslu á að stöðva Nikola Karabatic sem er líklega besti handboltamaður heims. „Við þurfum að taka betur á honum og stöðva hann. Hann fékk að skora allt of auðveld mörk gegn okkur síðast og var með níu mörk í níu tilraunum minnir mig. Það var of auðvelt fyrir hann og mér fannst við líka gefa eftir of snemma í leiknum. Við verðum að hafa meiri trú og fylgja því til baka.“ Guðmundur mun einnig breyta sóknarleiknum aðeins fyrir leikina tvo og ætlar að prófa í það minnsta þrjú ný leikkerfi gegn Frökkunum. Guðmundur mun einnig spila 5/1 vörn með Ásgeir Örn fremstan þar sem Guðjón Valur spilar ekki vegna meiðsla. „Við erum að nýta þessa leiki til þess að læra á þá og einnig að sjálfsögðu að þróa okkar leik svo við séum með réttu svörin á móti þeim. Það er líka mikilvægt sálfræðilega að vinna þá svo við sjáum að þeir séu ekki ósigrandi.“ Margir vilja meina að þetta franska lið sem hingað er komið sé besta handboltalandslið sögunnar. Er Guðmundur sammála því? „Þetta er eitt besta lið sögunnar og það hefur engu öðru landsliði tekist að vinna alla stóru titlana í röð. Ég myndi segja að þetta lið og lið Sovétmanna á sínum tíma séu þau tvö landslið sem skari fram úr. Sovétmenn voru frábærir, vel þjálfaðir og með góðar leikaðferðir. Þetta eru líklega álíka lið en franska liðið hefur náð lengra.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Ísland og Frakkland mætast í vináttulandsleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn hefst 20.15. Þetta er fyrri vináttuleikur þjóðanna því þau mætast aftur á morgun á sama stað klukkan 16.00. Þetta franska lið er ógnarsterkt og klárlega eitt besta lið allra tíma, ef ekki það besta. Frakkar eru ríkjandi heims-, Evrópu-, og Ólympíumeistarar en ekkert annað landslið hefur nað slíkum árangri í sögunni. Frakkar hafa þess utan staðið í vegi fyrir því að Ísland hafi farið alla leið á stórmótum. Strákarnir okkar töpuðu fyrir þessu franska liði í úrslitum ÓL í Peking 2008 og svo aftur í undanúrslitum EM í Austurríki í janúar síðastliðnum. „Ég er búinn að liggja yfir þessu í fleiri vikur. Bæði að skoða okkar leik á EM og svo auðvitað leik franska liðsins. Við þurfum að gera betur en við höfum gert í síðustu stórleikjum. Við verðum að nálgast þá meira og mér finnst við hafa tapað of stórt á móti þeim og leikirnir hafa farið frá okkur á mjög stuttum köflum. Á EM töpum við leiknum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks eftir að allt var í járnum í fyrri hálfleik. Það er ég óhress með og við þurfum að læra af,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari en hvað þarf liðið helst að bæta? „Við megum ekki taka of mikla óþarfa áhættu eins og vafasamar línusendingar til að mynda. Þeir hirða slíkt upp og það þýðir mark í kjölfarið. Síðan þurfum við að skila okkur hraðar til baka því þeir skora mikið í fyrstu, annarri og þriðju bylgju hraðaupphlaupa. Við verðum að vera mjög vakandi er við komum til baka að mæta þeim,“ segir Guðmundur en hann leggur einnig mikla áherslu á að stöðva Nikola Karabatic sem er líklega besti handboltamaður heims. „Við þurfum að taka betur á honum og stöðva hann. Hann fékk að skora allt of auðveld mörk gegn okkur síðast og var með níu mörk í níu tilraunum minnir mig. Það var of auðvelt fyrir hann og mér fannst við líka gefa eftir of snemma í leiknum. Við verðum að hafa meiri trú og fylgja því til baka.“ Guðmundur mun einnig breyta sóknarleiknum aðeins fyrir leikina tvo og ætlar að prófa í það minnsta þrjú ný leikkerfi gegn Frökkunum. Guðmundur mun einnig spila 5/1 vörn með Ásgeir Örn fremstan þar sem Guðjón Valur spilar ekki vegna meiðsla. „Við erum að nýta þessa leiki til þess að læra á þá og einnig að sjálfsögðu að þróa okkar leik svo við séum með réttu svörin á móti þeim. Það er líka mikilvægt sálfræðilega að vinna þá svo við sjáum að þeir séu ekki ósigrandi.“ Margir vilja meina að þetta franska lið sem hingað er komið sé besta handboltalandslið sögunnar. Er Guðmundur sammála því? „Þetta er eitt besta lið sögunnar og það hefur engu öðru landsliði tekist að vinna alla stóru titlana í röð. Ég myndi segja að þetta lið og lið Sovétmanna á sínum tíma séu þau tvö landslið sem skari fram úr. Sovétmenn voru frábærir, vel þjálfaðir og með góðar leikaðferðir. Þetta eru líklega álíka lið en franska liðið hefur náð lengra.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira