Kæri karlmaður Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 16. apríl 2010 06:00 Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í góðum farvegi? Og sumarið í hæsta máta passlegt? Í öllu falli tel ég mig vita að þér er ekki sama í hvernig landi þú býrð. Stundum velti ég fjölskylduaðstæðum þínum fyrir mér. Kannski áttu konu og börn. Eða kannski ertu alsæll með að vera einhleypur? Kannski áttu systur. Jafnvel móður á lífi? Þú átt að minnsta kosti frænkur, hvort sem þú ert náinn þeim eða þekkir þær eingöngu þegar þú lest barmmerkið þeirra á ættarmótum. Í öllu falli tel ég mig vita að þér er annt um þína nánustu og þeirra hag. Stundum velti ég gildum þínum fyrir mér. Kannski álíturðu fjölskylduna vera undirstöðu lífsins. Kannski finnurðu hamingjuna á framabrautinni. Kannski treystirðu æðri máttarvöldum fyrir örlögum þínum. Eða kannski trúirðu því að hver sé sinnar gæfu smiður? Í öllu falli tel ég mig vita að þú trúir á getu mannsins til góðra verka og grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Ég velti fyrir mér hversu upplýstur þú ert um ólíka stöðu kynjanna í samfélagi okkar. Kannski veistu að Ísland er ofarlega á blaði á heimsvísu þegar kynjajafnrétti er annars vegar. Kannski veistu að þrátt fyrir það viðgengst sifjaspell, nauðganir, barsmíðar og mismunun gegn konum hérlendis. Kannski grunar þig að allt að því þriðja hver íslensk kona sé beitt kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Eða kannski hefurðu lítið leitt hugann að þessum efnum? Í öllu falli tel ég mig vita að þú líðir ekki kynbundið ofbeldi í neinni mynd. Sé gengið út frá því að þér sé ekki sama í hvernig landi þú býrð, að þér þyki vænt um þína nánustu og sért hlynntur grundvallar mannréttindum, vaknar spurningin hvers vegna þú, kæri íslenski karlmaður, ert jafn lítið sýnilegur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og raun ber vitni. Undanfarin ár hafa verið haldnir ótal viðburðir, vel auglýstir og öllum opnir, sem eru liður í þessari baráttu. Það hefur verið hending ein ef sést hefur til karlmanns á þessum samkomum. Þó er kynbundið ofbeldi ekki kynbundið vandamál. Ofbeldi gegn konum er ofbeldi gegn áðurnefndum frænkum, dætrum, mæðrum, vinkonum, eiginkonum, kærustum og systrum, og þar með mannréttindamál sem kemur öllum við. Kæri íslenski karlmaður. Vertu velkominn um borð. Þú getur hafist handa strax. Þann 16. apríl er málþingið Þögul þjáning haldið á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu. Sama dag opna samtökin Aflið dyr sínar fyrir gestum og gangandi og kynna starfsemi sína. Einnig má minnast á Öðlinginn 2010 (sjá nánar á www.odlingurinn.is) en allur ágóði átaksins rennur til samstöðufundar gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. október næstkomandi í miðbæ Reykjavíkur. Þér er hér með boðið. Allsstaðar í heiminum þar sem þjóðfélagi hefur verið skipt í tvo hópa og öðrum þeirra mismunað, hefur þurft samstillt átak beggja aðila til að koma á jafnrétti. Þín er ekki bara óskað í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þín er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vinsælast 2010 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í góðum farvegi? Og sumarið í hæsta máta passlegt? Í öllu falli tel ég mig vita að þér er ekki sama í hvernig landi þú býrð. Stundum velti ég fjölskylduaðstæðum þínum fyrir mér. Kannski áttu konu og börn. Eða kannski ertu alsæll með að vera einhleypur? Kannski áttu systur. Jafnvel móður á lífi? Þú átt að minnsta kosti frænkur, hvort sem þú ert náinn þeim eða þekkir þær eingöngu þegar þú lest barmmerkið þeirra á ættarmótum. Í öllu falli tel ég mig vita að þér er annt um þína nánustu og þeirra hag. Stundum velti ég gildum þínum fyrir mér. Kannski álíturðu fjölskylduna vera undirstöðu lífsins. Kannski finnurðu hamingjuna á framabrautinni. Kannski treystirðu æðri máttarvöldum fyrir örlögum þínum. Eða kannski trúirðu því að hver sé sinnar gæfu smiður? Í öllu falli tel ég mig vita að þú trúir á getu mannsins til góðra verka og grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Ég velti fyrir mér hversu upplýstur þú ert um ólíka stöðu kynjanna í samfélagi okkar. Kannski veistu að Ísland er ofarlega á blaði á heimsvísu þegar kynjajafnrétti er annars vegar. Kannski veistu að þrátt fyrir það viðgengst sifjaspell, nauðganir, barsmíðar og mismunun gegn konum hérlendis. Kannski grunar þig að allt að því þriðja hver íslensk kona sé beitt kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Eða kannski hefurðu lítið leitt hugann að þessum efnum? Í öllu falli tel ég mig vita að þú líðir ekki kynbundið ofbeldi í neinni mynd. Sé gengið út frá því að þér sé ekki sama í hvernig landi þú býrð, að þér þyki vænt um þína nánustu og sért hlynntur grundvallar mannréttindum, vaknar spurningin hvers vegna þú, kæri íslenski karlmaður, ert jafn lítið sýnilegur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og raun ber vitni. Undanfarin ár hafa verið haldnir ótal viðburðir, vel auglýstir og öllum opnir, sem eru liður í þessari baráttu. Það hefur verið hending ein ef sést hefur til karlmanns á þessum samkomum. Þó er kynbundið ofbeldi ekki kynbundið vandamál. Ofbeldi gegn konum er ofbeldi gegn áðurnefndum frænkum, dætrum, mæðrum, vinkonum, eiginkonum, kærustum og systrum, og þar með mannréttindamál sem kemur öllum við. Kæri íslenski karlmaður. Vertu velkominn um borð. Þú getur hafist handa strax. Þann 16. apríl er málþingið Þögul þjáning haldið á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu. Sama dag opna samtökin Aflið dyr sínar fyrir gestum og gangandi og kynna starfsemi sína. Einnig má minnast á Öðlinginn 2010 (sjá nánar á www.odlingurinn.is) en allur ágóði átaksins rennur til samstöðufundar gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. október næstkomandi í miðbæ Reykjavíkur. Þér er hér með boðið. Allsstaðar í heiminum þar sem þjóðfélagi hefur verið skipt í tvo hópa og öðrum þeirra mismunað, hefur þurft samstillt átak beggja aðila til að koma á jafnrétti. Þín er ekki bara óskað í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þín er þörf.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun