Rapparinn Eminem hefur sent frá sér nýtt smáskífulag sem nefnist Not Afraid.
Lagið verður að finna á væntanlegri plötu hans, Recovery, sem kemur út 21. júní. Á meðal gesta á henni eru DJ Khalil, Just Blaze, Jim Jonsin og Boi-Ida.
Eminem ætlaði upphaflega að fylgja plötu sinni frá síðasta ári, Relapse, eftir með framhaldsplötunni Relapse 2. Á endanum varð nafnið Recovery fyrir valinu og er það tilvísun í endurhæfingu hans eftir að hafa átt við vímuefnavandamál að stríða.