Handbolti

Guðmundur: Er mjög ánægður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Nordic Photos / Bongarts

Guðmundur Guðmundsson var vitaskuld afar ánægður með sigrana tvo á Þýskalandi um helgina en sagði þó að enn þyrfti margt að laga í leik íslenska liðsins.

„Ég get ekki verið annað en ánægður en geri mér þó grein fyrir því að við þurfum að bæta ýmislegt. Nú eru níu dagar í fyrsta leik á EM og við þurfum fyrst og fremst að vera einbeittir og halda yfirvegun. Þetta voru jú bara æfingaleikir en ekki leikir í stórmóti," sagði Guðmundur en landsliðið í handbolta undirbýr sig nú fyrir EM í Austurríki.

Hann segir að Þjóðverjar hafi veitt liðinu kröftuga mótspyrnu. „Við lentum í miklum vandræðum með þá í báðum leikjunum. Þetta voru jafnir leikir en við sigldum svo fram úr þeim á lokakaflanum í báðum leikjunum. Þetta voru því góðir æfingaleikir."

Nánar er rætt við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×