Íslenski stíllinn Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 21. júní 2010 06:00 Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðarhverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? Æi þetta er bara svona. Það er víst ekkert annað í boði. Og hvað erum við að kvarta? Vitum við ekki hvernig ástandið er í Albaníu, Rússlandi eða Nígeríu? Þar grasserar allt í spillingu. Og vatnið þar er líka ógeðslegt. Við eigum ekki að kvarta. Það er heldur ekki til nein lausn. Þetta eru lítil fórnargjöld fyrir sæmilegt samfélag þar sem fólk kann að lesa. Ekki setja spurningamerki við íslenska stílinn. Ég ætla samt að leyfa mér að kvarta, en skal þó stilla mig um að kenna einhverjum um. Þetta er rótgróinn vandi sem kemur til af efnislegum ástæðum eins og fámenni og einangrun. Við höfum leyft okkur að halda að við séum sérstök. Einhverntímann fékk einhver þá hugmynd að við værum betri en allir aðrir í refarækt. Við eyddum nokkrum milljörðum í það. Við erum líka með sjö sveitarfélög til að stjórna einni borg, en enga alvöru stefnu um hvernig hún eigi að þróast en tugi bæjar- og borgarfulltrúa sem eiga verktaka fyrir vini með skurðgröfur sem skemmast ef þær fá ekki að liðka hjöruliðina. Ekkert mál. Smurolía er dýrari en gott borgarskipulag. Það eru nefnilega sérstakar aðstæður á Íslandi. Líka frábært vatn. Kjörið til útflutnings. Það hefur að vísu misheppnast nokkrum sinnum að flytja það úr landi með hagnaði. En hendum samt nokkrum milljörðum í svoleiðis verkefni fljótlega, bara til að vera viss. Ísland fór í kálið vegna þess að hér var léleg efnahagsstjórn í mörg ár. Til rökstuðnings vísa ég í hér um bil til allra erlendra fræðigreina sem skrifaðar hafa verið um íslenska efnahagshrunið. Það sem mér finnst verra er að við höfum enga tryggingu fyrir því að efnahagsstjórn verði betri á Íslandi í framtíðinni. Það skiptir engu máli hvort að Íslandi sé stjórnað af sympatískri gráhærðri konu eða slefgreiddum siðleysingja. Vandamálið liggur í kerfinu en ekki í fólki. Okkur skortir aðhald, aga og yfirsýn. Það er eðlilegt. Íslenskir stjórnmálamenn halda í fullri alvöru að umræður um messuhald í sveitum séu merkilegri en utanríkismál. Evrópusambandið er afgreitt af mörgum leiðandi stjórnmálamönnum sem húmbúkk og leiðindi. Þeim finnst miklu skemmtilegra að opna rafvætt kúabú eða rífast um misheppnaða hörpudiskaútgerð. Í slíkum málum hafa þeir allavega einhver völd, eitthvað að segja og eitthvað að gera. Ekki viljum við að vesalings stjórnmálamennirnir verði gerðir kjaftstopp með leiðindamali úr möppudýrum í Brussel. Það væri eins og að troða sokki í trantinn á manni sem er í miðri sögu. Ég veit ekki með ykkur, en ég vil eitthvað meira. Ég vil vera partur af einhverju stærra og fjölbreyttara. Ég sleppi því að segja „göfugra“ því það er of gildishlaðið orð, en ég er orðinn svo þreyttur á því hvernig löngu úreltar hugmyndir fá að lifa hér á landi vegna þess að við erum sérstök. Íslenskt fólk býr nú við gjaldeyrishöft. Peningar mega bara streyma inn í landið en helst ekki út úr því. Þetta er brot á grundvallarreglu EES-samningsins um frjálsa för fjármagns en við megum þetta því við eigum svo bágt. Ég er orðinn þreyttur á því að Ísland verði bara læknað með sérstökum aðferðum eins og refarækt eða Rússalánum. Við erum því miður ekkert sérstök að þessu leyti. Það sem við þurfum er aðhald, agi og yfirsýn, og samkvæmt hreinu eðli þessara hluta er það eitthvað sem við verðum að sækja að utan. Ísland hefur undanfarna áratugi verið með gríðarlega landsframleiðslu. Hér eru mikil náttúruauðæfi en fátt fólk. Mér leiðist að segja það, en við höfum sóað svo miklu fé með lélegu skipulagi að það er nánast grátlegt. Og hefði það ekki gerst ef við hefðum verið aðilar að ESB, jafnvel með evrópskan banka í samkeppni við þá innlendu, og erlenda peningastjórn og aðhald í stjórnsýslu? Nei. Það hefði ekki gerst. Þá hefði verið sett spurningamerki við milljarða ríkisstyrki, ríkisábyrgðir, taumlausar lánveitingar til verkefna án framtíðarsýnar. Þá hefði verið sett spurningamerki við pólitískar ráðningar embættismanna, óhagstæða samninga ríkisins við flokksgæðinga. Þá hefði verið sett spurningamerki við allar „sérstöku aðferðirnar“ sem við Íslendingar eigum að þurfa til að lifa. Evrópusambandið er ekki skemmtiklúbbur. Það er ekkert gaman að gerast aðili þar. Þetta er ekki eins og að fá sér áskrift að Stöð 2 eða mæta fullur í partí. Það er fullt af fúlu fólki í ESB, alvarlegu, gráu og andfúlu. Þá er innganga í ESB ekki skyndilausn og ESB er ekki sérsniðið fyrir íslenskar aðstæður. Þetta eru kostir. Að auki vill svo til að í grunnreglum ESB er samankomin hæfilegasta blanda af lýðræðishefðum Evrópuríkja, þar er hugmyndum mörkuð stefna en skyndilausnir og panik kæft í fæðingu. Ég veit að það er ekki gaman. Það er ekki „íslenski stíllinn“. En mikið er ég orðinn þreyttur – og ég veit það elsku Fjallkona og eldgamla Ísafold að þið móðgist ekki – mikið er ég orðinn þreyttur á þessum íslenska stíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðarhverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? Æi þetta er bara svona. Það er víst ekkert annað í boði. Og hvað erum við að kvarta? Vitum við ekki hvernig ástandið er í Albaníu, Rússlandi eða Nígeríu? Þar grasserar allt í spillingu. Og vatnið þar er líka ógeðslegt. Við eigum ekki að kvarta. Það er heldur ekki til nein lausn. Þetta eru lítil fórnargjöld fyrir sæmilegt samfélag þar sem fólk kann að lesa. Ekki setja spurningamerki við íslenska stílinn. Ég ætla samt að leyfa mér að kvarta, en skal þó stilla mig um að kenna einhverjum um. Þetta er rótgróinn vandi sem kemur til af efnislegum ástæðum eins og fámenni og einangrun. Við höfum leyft okkur að halda að við séum sérstök. Einhverntímann fékk einhver þá hugmynd að við værum betri en allir aðrir í refarækt. Við eyddum nokkrum milljörðum í það. Við erum líka með sjö sveitarfélög til að stjórna einni borg, en enga alvöru stefnu um hvernig hún eigi að þróast en tugi bæjar- og borgarfulltrúa sem eiga verktaka fyrir vini með skurðgröfur sem skemmast ef þær fá ekki að liðka hjöruliðina. Ekkert mál. Smurolía er dýrari en gott borgarskipulag. Það eru nefnilega sérstakar aðstæður á Íslandi. Líka frábært vatn. Kjörið til útflutnings. Það hefur að vísu misheppnast nokkrum sinnum að flytja það úr landi með hagnaði. En hendum samt nokkrum milljörðum í svoleiðis verkefni fljótlega, bara til að vera viss. Ísland fór í kálið vegna þess að hér var léleg efnahagsstjórn í mörg ár. Til rökstuðnings vísa ég í hér um bil til allra erlendra fræðigreina sem skrifaðar hafa verið um íslenska efnahagshrunið. Það sem mér finnst verra er að við höfum enga tryggingu fyrir því að efnahagsstjórn verði betri á Íslandi í framtíðinni. Það skiptir engu máli hvort að Íslandi sé stjórnað af sympatískri gráhærðri konu eða slefgreiddum siðleysingja. Vandamálið liggur í kerfinu en ekki í fólki. Okkur skortir aðhald, aga og yfirsýn. Það er eðlilegt. Íslenskir stjórnmálamenn halda í fullri alvöru að umræður um messuhald í sveitum séu merkilegri en utanríkismál. Evrópusambandið er afgreitt af mörgum leiðandi stjórnmálamönnum sem húmbúkk og leiðindi. Þeim finnst miklu skemmtilegra að opna rafvætt kúabú eða rífast um misheppnaða hörpudiskaútgerð. Í slíkum málum hafa þeir allavega einhver völd, eitthvað að segja og eitthvað að gera. Ekki viljum við að vesalings stjórnmálamennirnir verði gerðir kjaftstopp með leiðindamali úr möppudýrum í Brussel. Það væri eins og að troða sokki í trantinn á manni sem er í miðri sögu. Ég veit ekki með ykkur, en ég vil eitthvað meira. Ég vil vera partur af einhverju stærra og fjölbreyttara. Ég sleppi því að segja „göfugra“ því það er of gildishlaðið orð, en ég er orðinn svo þreyttur á því hvernig löngu úreltar hugmyndir fá að lifa hér á landi vegna þess að við erum sérstök. Íslenskt fólk býr nú við gjaldeyrishöft. Peningar mega bara streyma inn í landið en helst ekki út úr því. Þetta er brot á grundvallarreglu EES-samningsins um frjálsa för fjármagns en við megum þetta því við eigum svo bágt. Ég er orðinn þreyttur á því að Ísland verði bara læknað með sérstökum aðferðum eins og refarækt eða Rússalánum. Við erum því miður ekkert sérstök að þessu leyti. Það sem við þurfum er aðhald, agi og yfirsýn, og samkvæmt hreinu eðli þessara hluta er það eitthvað sem við verðum að sækja að utan. Ísland hefur undanfarna áratugi verið með gríðarlega landsframleiðslu. Hér eru mikil náttúruauðæfi en fátt fólk. Mér leiðist að segja það, en við höfum sóað svo miklu fé með lélegu skipulagi að það er nánast grátlegt. Og hefði það ekki gerst ef við hefðum verið aðilar að ESB, jafnvel með evrópskan banka í samkeppni við þá innlendu, og erlenda peningastjórn og aðhald í stjórnsýslu? Nei. Það hefði ekki gerst. Þá hefði verið sett spurningamerki við milljarða ríkisstyrki, ríkisábyrgðir, taumlausar lánveitingar til verkefna án framtíðarsýnar. Þá hefði verið sett spurningamerki við pólitískar ráðningar embættismanna, óhagstæða samninga ríkisins við flokksgæðinga. Þá hefði verið sett spurningamerki við allar „sérstöku aðferðirnar“ sem við Íslendingar eigum að þurfa til að lifa. Evrópusambandið er ekki skemmtiklúbbur. Það er ekkert gaman að gerast aðili þar. Þetta er ekki eins og að fá sér áskrift að Stöð 2 eða mæta fullur í partí. Það er fullt af fúlu fólki í ESB, alvarlegu, gráu og andfúlu. Þá er innganga í ESB ekki skyndilausn og ESB er ekki sérsniðið fyrir íslenskar aðstæður. Þetta eru kostir. Að auki vill svo til að í grunnreglum ESB er samankomin hæfilegasta blanda af lýðræðishefðum Evrópuríkja, þar er hugmyndum mörkuð stefna en skyndilausnir og panik kæft í fæðingu. Ég veit að það er ekki gaman. Það er ekki „íslenski stíllinn“. En mikið er ég orðinn þreyttur – og ég veit það elsku Fjallkona og eldgamla Ísafold að þið móðgist ekki – mikið er ég orðinn þreyttur á þessum íslenska stíl.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun