Dómgreindarskortur Ögmundur Jónasson skrifar 28. júlí 2009 06:00 Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug: „Ögmundur vill að Ísland vinni sig út úr vandræðunum af eigin rammleik. Það er því miður ekki raunhæft. Við þurfum hjálp…" Þetta skrifar Jón Kaldal ritstjóri, sem auk þess telur mig eiga sitthvað sameiginlegt með einstaklingi sem fór hamförum í fjölskylduerjum á Barðaströnd á helginni sem leið. En um stóru línurnar stendur upp úr, að mati þessa dagblaðs, að Íslendingar komist ekki út úr vanda sínum sjálfir, heldur verði að treysta á aðra. Þessu er ég algerlega ósammála. Ef við Íslendingar komumst ekki út úr vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn. Vitaskuld þurfum við að huga að stöðu okkar í hinum stóra heimi og skipa okkur þar í sveit sem best þjónar hagsmunum Íslands alveg eins og aðrar þjóðir gera. Sjálfur hef ég t.d. efasemdir um að aðild að Evrópusambandinu sé best til þessa fallin. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga, Skota og Norðmenn í stað þess að láta nauðhyggjuna teyma okkur suður til Brussel í Belgíu. Bréfritari segir að í framtíðinni horfi menn til víðerna, auðvæva undir sjávarbotni - olíunnar. Hvers vegna skyldu Íslendingar eiga að afsala sér ákvörðunarvaldi yfir stefnumótun um nýtingu Norðurslóðanna til 27. hæðar í byggingu ESB í Brussel? Að lokum þetta um leiðaraskrif Jóns Kaldal ritstjóra: Það fátæklega stílbragð að nýta sér ógæfu einstaklings vestur á fjörðum og tengja við umfjöllun á heimasíðu minni læt ég liggja milli hluta. Í því pólitíska glímubragði er fólginn djúpur dómgreindarskortur. Ég vona að sú stund renni upp að Fréttablaðið vaxi úr grasi og læri að greina á milli hismis og kjarna. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Ögmundur Jónasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Leiðari Fréttablaðsins í gær var undir fyrirsögninni Vinskapur og peningar. Leiðarahöfundur var sér meðvitaður um að Íslendingar þyrftu á hvoru tveggja að halda, vinskap og peningum. Ein á báti værum við, að mati blaðsins, einskis megnug: „Ögmundur vill að Ísland vinni sig út úr vandræðunum af eigin rammleik. Það er því miður ekki raunhæft. Við þurfum hjálp…" Þetta skrifar Jón Kaldal ritstjóri, sem auk þess telur mig eiga sitthvað sameiginlegt með einstaklingi sem fór hamförum í fjölskylduerjum á Barðaströnd á helginni sem leið. En um stóru línurnar stendur upp úr, að mati þessa dagblaðs, að Íslendingar komist ekki út úr vanda sínum sjálfir, heldur verði að treysta á aðra. Þessu er ég algerlega ósammála. Ef við Íslendingar komumst ekki út úr vandræðum okkar á eigin forsendum þá eigum við ekki framtíð sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Ég er hins vegar um það sannfærður að sem þjóð eigum við fram undan bjarta framtíð. En þá er líka grundvallaratriði að við látum ekki telja úr okkur kjarkinn. Vitaskuld þurfum við að huga að stöðu okkar í hinum stóra heimi og skipa okkur þar í sveit sem best þjónar hagsmunum Íslands alveg eins og aðrar þjóðir gera. Sjálfur hef ég t.d. efasemdir um að aðild að Evrópusambandinu sé best til þessa fallin. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins er á öðru máli. Hann staðnæmist við heimasíðu mína með miklum meiningum. Á þessa sömu heimasíðu barst mér nýlega bréf þar sem sú hugmynd er reifuð að Íslendingar líti sér nær; horfi til samstarfs við Grænlendinga, Færeyinga, Skota og Norðmenn í stað þess að láta nauðhyggjuna teyma okkur suður til Brussel í Belgíu. Bréfritari segir að í framtíðinni horfi menn til víðerna, auðvæva undir sjávarbotni - olíunnar. Hvers vegna skyldu Íslendingar eiga að afsala sér ákvörðunarvaldi yfir stefnumótun um nýtingu Norðurslóðanna til 27. hæðar í byggingu ESB í Brussel? Að lokum þetta um leiðaraskrif Jóns Kaldal ritstjóra: Það fátæklega stílbragð að nýta sér ógæfu einstaklings vestur á fjörðum og tengja við umfjöllun á heimasíðu minni læt ég liggja milli hluta. Í því pólitíska glímubragði er fólginn djúpur dómgreindarskortur. Ég vona að sú stund renni upp að Fréttablaðið vaxi úr grasi og læri að greina á milli hismis og kjarna. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun