Skagamenn slegnir út af laginu - 3-0 tap fyrir Þór í 1. deildinni Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. maí 2009 16:14 Arnar á hliðarlínunni í dag. Guðjón Heiðar liggur meiddur á vellinum. Vísir.is/Hjalti Þór Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Þórsarar gáfu tóninn strax á annarri mínútu þegar hripleg Skagavörnin hleypti Einari Sigþórssyni í gegn en skot hans fór í slána. Skagamenn fengu fínt fyrir eftir korter til að komast yfir en Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður KA, lét Atla Má Rúnarsson verja frá sér úr dauðafæri. Fyrsta markið kom eftir rúman hálftíma. Einar þrumaði boltanum þá upp í þaknetið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að skora en Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks mættu Skagamenn ákveðnir til leiks. Andri skaut yfir úr öðru dauðafæri, einn gegn markmanni og var það vendipunktur leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson setti boltann í netið eftir frábæran sprett Óttós Hólms Reynissonar. 2-0 fyrir Þór. Strax eftir markið komst Ottó Hólm einn í gegn en hann skaut framhjá þegar hann gat gert út um leikinn. Skagamenn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Sveinn Elías Jónsson skoraði svo þriðja markið með skalla af nærstönginni eftir horn og fullkomnaði þannig niðurlægingu Skagamanna. ÍA lék ekki vel í dag. Þeir voru étnir á miðjunni en kantmenn þeirra hjálpuðu þeim Bjarka Gunnlaugssyni og Helga Pétri Magnússyni lítið á miðjunni. Andri var einangraðir í sókninni en hefði átt að skora. Vörnin var slök, Árni Thor virkaði þungur og óöryggi leyndi sér ekki í öftustu línunni. Skagamenn þurfa að girða sig í brók enda með afar öflugt lið í 1. deildinni. Þórarar voru án nokkurra lykilmanna, Aleksander Linta og þjálfarinn Lárus Orri Sigurðsson voru til að mynda báðir fjarri góðu gamni. Þeir eru með marga lipra stráka, Einar og Ottó þar á meðal og Hreinn Hringsson var virkilega öflugur. Tilkoma Óðins Árnasonar í vörnina er svo hvalreki fyrir liðið. Hann batt vörnina afar vel saman. Önnur úrslit úr 1. deild karla í dag eru þau að Ólafsvíkingar unnu Reykvíkinga í uppgjöri Víkingsliðanna tveggja, 1-2 á útivelli. Afturelding gerði góða ferð austur í Fjarðabyggð þar sem það vann heimamenn 0-1. Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Þórsarar gáfu tóninn strax á annarri mínútu þegar hripleg Skagavörnin hleypti Einari Sigþórssyni í gegn en skot hans fór í slána. Skagamenn fengu fínt fyrir eftir korter til að komast yfir en Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður KA, lét Atla Má Rúnarsson verja frá sér úr dauðafæri. Fyrsta markið kom eftir rúman hálftíma. Einar þrumaði boltanum þá upp í þaknetið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að skora en Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks mættu Skagamenn ákveðnir til leiks. Andri skaut yfir úr öðru dauðafæri, einn gegn markmanni og var það vendipunktur leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson setti boltann í netið eftir frábæran sprett Óttós Hólms Reynissonar. 2-0 fyrir Þór. Strax eftir markið komst Ottó Hólm einn í gegn en hann skaut framhjá þegar hann gat gert út um leikinn. Skagamenn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Sveinn Elías Jónsson skoraði svo þriðja markið með skalla af nærstönginni eftir horn og fullkomnaði þannig niðurlægingu Skagamanna. ÍA lék ekki vel í dag. Þeir voru étnir á miðjunni en kantmenn þeirra hjálpuðu þeim Bjarka Gunnlaugssyni og Helga Pétri Magnússyni lítið á miðjunni. Andri var einangraðir í sókninni en hefði átt að skora. Vörnin var slök, Árni Thor virkaði þungur og óöryggi leyndi sér ekki í öftustu línunni. Skagamenn þurfa að girða sig í brók enda með afar öflugt lið í 1. deildinni. Þórarar voru án nokkurra lykilmanna, Aleksander Linta og þjálfarinn Lárus Orri Sigurðsson voru til að mynda báðir fjarri góðu gamni. Þeir eru með marga lipra stráka, Einar og Ottó þar á meðal og Hreinn Hringsson var virkilega öflugur. Tilkoma Óðins Árnasonar í vörnina er svo hvalreki fyrir liðið. Hann batt vörnina afar vel saman. Önnur úrslit úr 1. deild karla í dag eru þau að Ólafsvíkingar unnu Reykvíkinga í uppgjöri Víkingsliðanna tveggja, 1-2 á útivelli. Afturelding gerði góða ferð austur í Fjarðabyggð þar sem það vann heimamenn 0-1.
Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira