Framherjinn Páll Kristinsson sem leikið hefur með Grindavík undanfarin ár hefur ákveðið að ganga í raðir Njarðvíkur á ný. Þetta kom fram á fréttavefnum karfan.is.
Páll er Njarðvíkingur og hefur leikið með liðinu bróðurpartinn af sínum ferli, en hann lék sem kunnugt er til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn með Grindavík í vor.
Páll sagði Vísi í lok apríl að annað hvort myndi hann spila með Njarðvík næsta vetur eða leggja skóna á hilluna vegna anna í vinnu, en ljóst er að Páll á eftir að verða Njarðvíkingum góður fengur í baráttunni næsta vetur.