Ný vísitala gæti orðið til eftir upprisu Kauphallar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. janúar 2009 00:01 Litlir sveinar leika sér á markaðnum. Jólasveinarnir, Grýla og fylgdarlið skreyttu Kauphöllina yfir jólin. Skrautið var tekið niður í gær. Mynd/Stefán „Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugsanlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið," segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrirtækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félögin voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR-Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísitölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvalsvísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Landsbankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í október. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskráningu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjóboltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrjun árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísitölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum. Markaðir Viðskipti Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
„Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugsanlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið," segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrirtækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félögin voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR-Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísitölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvalsvísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Landsbankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í október. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskráningu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjóboltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrjun árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísitölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent