Haukastúlkur Íslandsmeistarar 1. apríl 2009 18:46 Slavica Dimovska var frábær hjá Haukum í kvöld Mynd/Daníel Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna eftir 69-64 sigur á KR í oddaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hart var tekist á. Haukar vinna einvígið því 3-2 eftir hörkurimmu við bikarmeistarana úr vesturbænum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:58 - Leik lokið. Haukar eru Íslandsmeistarar. Slavica klárar dæmið á vítalínunni og tryggir Haukum 69-64 sigur og titilinn. 20:57 - KR braut strax á Slavicu og hún setti niður bæði vítin. Haukar yfir 68-64 þegar 18 sek eru eftir. 20:55 - Haukaliðið virðist vera farið á taugum. Þær kasta frá sér boltanum og brjóta strax fáránlega af sér. KR minnkar muninn í tvö stig!!! 18 sek eftir. 20:54 - KR neitar að gefast upp. Hildur Sig með sirkuskörfu og minnkar muninn í 66-62 þegar 27 sek eru eftir. Haukar eiga boltann og KR þarf enn kraftaverk til að vinna. 20:51 - Riiiisa þristur hjá Slavicu. Haukar yfir 66-59 þegar 40 sek eru eftir og Monika á vítalínunni. Þetta er í húsi hjá Haukum. 20:49 - Haukar 63 - KR 55 og Haukar með boltann. 1:54 eftir. 20:48 - Leikhlé. Haukar leiða 61-55 þegar 2:21 eru eftir af leiknum. Vænleg staða hjá heimamönnum hér. 20:46 - Haukar yfir 61-55. Knight með stóran þrist fyrir Hauka. 20:41 - Fjórði þristurinn í röð vildi ekki niður hjá Margréti, en hún átti tilraunina inni. Slavica (21 stig) skoraði fyrir Hauka og staðan er nú 54-53 fyrir Hauka þegar 5:43 eru eftir af leiknum. Sóknarleikur fyrir allan peninginn í fjórða leikhlutanum. 20:39 - Ja hérna! Margrét Kara (16 stig) er heldur betur dottin í stuð og neglir þriðja þristinum í röð. Forusta Hauka er aðeins eitt stig. Þvílík rispa hjá stelpunni. 20:38 - Margrét setti tvo þrista fyrir KR en Kristrún svaraði með glæfrakörfu hinu megin. Haukar yfir 52-48. 20:33 - Þriðja leikhluta lokið. Haukar 48 - KR 41. Haukaliðið er í kjörstöðu þegar tíu mínútur eru eftir af leiknum. Borgarskotið tekið undir dúndrandi harmonikkutónlist. Merkilegt nokk hittu menn ekki úr skotum sínum undir gargandi polkanum. 20:31 - Nú gengur ekkert upp hjá KR í sókninni gegn sterkri vörn Hauka. Slavica á vítalínuna hjá Haukum, skorar úr báðum vítum og munurinn orðinn níu stig, sá mesti í leiknum. Haukar 48 - KR 39. 20:29 - Haukaliðið kemst í 46-39. Mesti munurinn á liðunum í langan tíma. Eru heimamenn að ná yfirhöndinni? 20:25 - Kristrún Sigurjónsdóttir spilar eins og hetja hjá Haukum þrátt fyrir meiðsli. Skorar og tekur ruðning á hinum endanum. Haukar 42 KR 39. 20:22 - Varnarleikur Hauka sterkur núna. Ragna Brynjarsdóttir sendi skot frá KR-liðinu út á miðjan völl. Henna fimmta varða skot í kvöld. Slavica með þrist og Haukar yfir 40-37. 4 mín eftir af þriðja leikhluta. 20:19 - Leikhlé. Haukar 37 - KR 35. Þessi leikur er að verða eins og lokabardagi þeirra Rocky Balboa og Appollo Creed. Baráttan er hreint svakaleg og því skiljanlega lítið pláss fyrir sóknartilþrif. Hér er líka titill í húfi, ekki fegurðarverðlaun. 20:16 - Dómarar leiksins gefa Haukabekknum aðvörun. Monika með þrist og kemur Haukum í 35-33 þeagr 7 mín eru eftir af þriðja leikhluta. KR svarar reyndar strax og staðan jöfn enn á ný. Framlenging einhver? 20:13 - Skrefadómarnir eru orðnir ansi margir í öllum látunum hér á Ásvöllum og áhorfendur og leikmenn eru duglegir við að segja skoðanir sínar á dómgæslunni. Skrifum það á taugarnar. 20:10 - Síðari hálfleikur hefst. Atkvæðamestar hjá Haukum: Slavica Dimovska 10 stig, Kristrún Sig 7 stig, Monika Knight 5 stig, Ragna Brynjars 4 stig, 5 frák, 4 varin. Atkvæðamestar hjá KR: Hildur Sig 8 stig, 5 frák, 4 stoð, Sigrún Ámunda 7 stig 5 frák, Margrét Sturlu 5 stig, 3 frák. 19:56 - Hálfleikur. Haukar 30 - KR 30 Þetta verður ekki jafnara. Fyrri hálfleiknum lauk með hálfgerðum slagsmálum þar sem leikmenn beggja liða lágu flatir í gólfinu hér og þar um miðjan völlinn. Svona eiga hreinir úrslitaleikir að vera. Bæði lið hafa eflaust sýnt áferðarfallegri leik í vetur, en hér er enginn að hugsa um það. Hér er allt undir. 19:47 - Nú skiptast liðin á að hafa forystu og baráttan er rosaleg. KR yfir 25-26 þegar 3:26 eru til hálfleiks. 19:43 - Leikhlé. Haukar 22 - KR 20. Hildur Sigurðardóttir hélt KR inni í leiknum þegar Haukar náðu sínu mesta forskoti til þessa. 5:27 eftir af öðrum leikhluta. 19:40 - Kristrún með þrist hjá Haukum en Hildur Sig svarar með skoti úr teignum. Staðan 22-16 fyrir Hauka. 6:36 eftir af öðrum leikhluta. 19:38 - Slavica með þrist og kemur Haukum í 19-14. KR tekur leikhlé. 19:32 - Fyrsta leikhluta lokið. Haukar 14 - KR 12 Miklum baráttuleikhluta lokið og heimastúlkur yfir. Slavica Dimovska er með 7 stig hjá Haukum og Monika Knight 5, en Sigrún Ámundadóttir er með 7 stig og 4 fráköst hjá KR 19:27 - Staðan 9-10 þegar 2:30 eru eftir af fyrsta leikhluta. Baráttan er gríðarleg og það kemur nokkuð niður á flæði leiksins. 19:23 - Nokkur taugatitringur í leikmönnum liðanna í byrjun, enda mikið í húfi. Haukar hafa yfir 5-4 um miðbik fyrsta leikhluta. 19:18 - Leikurinn er hafinn. Slavica Dimovska opnar leikinn á þriggja stiga körfu en KR svarar með tveggja stiga körfu. Mikið fjör í byrjun. 19:13 - Búið að kynna leikmenn beggja liða og stemmingin heldur betur að æsast. Ekki hægt að segja annað en að mæting áhorfenda sé mjög góð í ljósi tímasetningar leiksins, en eins og flestir vita eigast Íslendingar og Skotar við í knattspyrnuleik á sama tíma ytra. 19:08 - Nú er allt að verða klárt fyrir leikinn. Bikarinn kominn upp á borð og stór ávísun frá Iceland Express upp á 700 þúsund til handa sigurvegara leiksins. Fínn bónus í kreppunni. 18:53 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir í beina lýsingu frá oddaleik Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum. Hér er allt að verða klárt fyrir nokkuð sem ætti að verða mikill átakaleikur. Tónlistin dunar, liðin eru að gíra sig upp niðri á vellinum og þegar er kominn slatti af áhorfendum í stúkuna. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna eftir 69-64 sigur á KR í oddaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hart var tekist á. Haukar vinna einvígið því 3-2 eftir hörkurimmu við bikarmeistarana úr vesturbænum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:58 - Leik lokið. Haukar eru Íslandsmeistarar. Slavica klárar dæmið á vítalínunni og tryggir Haukum 69-64 sigur og titilinn. 20:57 - KR braut strax á Slavicu og hún setti niður bæði vítin. Haukar yfir 68-64 þegar 18 sek eru eftir. 20:55 - Haukaliðið virðist vera farið á taugum. Þær kasta frá sér boltanum og brjóta strax fáránlega af sér. KR minnkar muninn í tvö stig!!! 18 sek eftir. 20:54 - KR neitar að gefast upp. Hildur Sig með sirkuskörfu og minnkar muninn í 66-62 þegar 27 sek eru eftir. Haukar eiga boltann og KR þarf enn kraftaverk til að vinna. 20:51 - Riiiisa þristur hjá Slavicu. Haukar yfir 66-59 þegar 40 sek eru eftir og Monika á vítalínunni. Þetta er í húsi hjá Haukum. 20:49 - Haukar 63 - KR 55 og Haukar með boltann. 1:54 eftir. 20:48 - Leikhlé. Haukar leiða 61-55 þegar 2:21 eru eftir af leiknum. Vænleg staða hjá heimamönnum hér. 20:46 - Haukar yfir 61-55. Knight með stóran þrist fyrir Hauka. 20:41 - Fjórði þristurinn í röð vildi ekki niður hjá Margréti, en hún átti tilraunina inni. Slavica (21 stig) skoraði fyrir Hauka og staðan er nú 54-53 fyrir Hauka þegar 5:43 eru eftir af leiknum. Sóknarleikur fyrir allan peninginn í fjórða leikhlutanum. 20:39 - Ja hérna! Margrét Kara (16 stig) er heldur betur dottin í stuð og neglir þriðja þristinum í röð. Forusta Hauka er aðeins eitt stig. Þvílík rispa hjá stelpunni. 20:38 - Margrét setti tvo þrista fyrir KR en Kristrún svaraði með glæfrakörfu hinu megin. Haukar yfir 52-48. 20:33 - Þriðja leikhluta lokið. Haukar 48 - KR 41. Haukaliðið er í kjörstöðu þegar tíu mínútur eru eftir af leiknum. Borgarskotið tekið undir dúndrandi harmonikkutónlist. Merkilegt nokk hittu menn ekki úr skotum sínum undir gargandi polkanum. 20:31 - Nú gengur ekkert upp hjá KR í sókninni gegn sterkri vörn Hauka. Slavica á vítalínuna hjá Haukum, skorar úr báðum vítum og munurinn orðinn níu stig, sá mesti í leiknum. Haukar 48 - KR 39. 20:29 - Haukaliðið kemst í 46-39. Mesti munurinn á liðunum í langan tíma. Eru heimamenn að ná yfirhöndinni? 20:25 - Kristrún Sigurjónsdóttir spilar eins og hetja hjá Haukum þrátt fyrir meiðsli. Skorar og tekur ruðning á hinum endanum. Haukar 42 KR 39. 20:22 - Varnarleikur Hauka sterkur núna. Ragna Brynjarsdóttir sendi skot frá KR-liðinu út á miðjan völl. Henna fimmta varða skot í kvöld. Slavica með þrist og Haukar yfir 40-37. 4 mín eftir af þriðja leikhluta. 20:19 - Leikhlé. Haukar 37 - KR 35. Þessi leikur er að verða eins og lokabardagi þeirra Rocky Balboa og Appollo Creed. Baráttan er hreint svakaleg og því skiljanlega lítið pláss fyrir sóknartilþrif. Hér er líka titill í húfi, ekki fegurðarverðlaun. 20:16 - Dómarar leiksins gefa Haukabekknum aðvörun. Monika með þrist og kemur Haukum í 35-33 þeagr 7 mín eru eftir af þriðja leikhluta. KR svarar reyndar strax og staðan jöfn enn á ný. Framlenging einhver? 20:13 - Skrefadómarnir eru orðnir ansi margir í öllum látunum hér á Ásvöllum og áhorfendur og leikmenn eru duglegir við að segja skoðanir sínar á dómgæslunni. Skrifum það á taugarnar. 20:10 - Síðari hálfleikur hefst. Atkvæðamestar hjá Haukum: Slavica Dimovska 10 stig, Kristrún Sig 7 stig, Monika Knight 5 stig, Ragna Brynjars 4 stig, 5 frák, 4 varin. Atkvæðamestar hjá KR: Hildur Sig 8 stig, 5 frák, 4 stoð, Sigrún Ámunda 7 stig 5 frák, Margrét Sturlu 5 stig, 3 frák. 19:56 - Hálfleikur. Haukar 30 - KR 30 Þetta verður ekki jafnara. Fyrri hálfleiknum lauk með hálfgerðum slagsmálum þar sem leikmenn beggja liða lágu flatir í gólfinu hér og þar um miðjan völlinn. Svona eiga hreinir úrslitaleikir að vera. Bæði lið hafa eflaust sýnt áferðarfallegri leik í vetur, en hér er enginn að hugsa um það. Hér er allt undir. 19:47 - Nú skiptast liðin á að hafa forystu og baráttan er rosaleg. KR yfir 25-26 þegar 3:26 eru til hálfleiks. 19:43 - Leikhlé. Haukar 22 - KR 20. Hildur Sigurðardóttir hélt KR inni í leiknum þegar Haukar náðu sínu mesta forskoti til þessa. 5:27 eftir af öðrum leikhluta. 19:40 - Kristrún með þrist hjá Haukum en Hildur Sig svarar með skoti úr teignum. Staðan 22-16 fyrir Hauka. 6:36 eftir af öðrum leikhluta. 19:38 - Slavica með þrist og kemur Haukum í 19-14. KR tekur leikhlé. 19:32 - Fyrsta leikhluta lokið. Haukar 14 - KR 12 Miklum baráttuleikhluta lokið og heimastúlkur yfir. Slavica Dimovska er með 7 stig hjá Haukum og Monika Knight 5, en Sigrún Ámundadóttir er með 7 stig og 4 fráköst hjá KR 19:27 - Staðan 9-10 þegar 2:30 eru eftir af fyrsta leikhluta. Baráttan er gríðarleg og það kemur nokkuð niður á flæði leiksins. 19:23 - Nokkur taugatitringur í leikmönnum liðanna í byrjun, enda mikið í húfi. Haukar hafa yfir 5-4 um miðbik fyrsta leikhluta. 19:18 - Leikurinn er hafinn. Slavica Dimovska opnar leikinn á þriggja stiga körfu en KR svarar með tveggja stiga körfu. Mikið fjör í byrjun. 19:13 - Búið að kynna leikmenn beggja liða og stemmingin heldur betur að æsast. Ekki hægt að segja annað en að mæting áhorfenda sé mjög góð í ljósi tímasetningar leiksins, en eins og flestir vita eigast Íslendingar og Skotar við í knattspyrnuleik á sama tíma ytra. 19:08 - Nú er allt að verða klárt fyrir leikinn. Bikarinn kominn upp á borð og stór ávísun frá Iceland Express upp á 700 þúsund til handa sigurvegara leiksins. Fínn bónus í kreppunni. 18:53 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir í beina lýsingu frá oddaleik Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum. Hér er allt að verða klárt fyrir nokkuð sem ætti að verða mikill átakaleikur. Tónlistin dunar, liðin eru að gíra sig upp niðri á vellinum og þegar er kominn slatti af áhorfendum í stúkuna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum