Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari A-landsliðs karla, hefur varið 22 mann æfingahóp fyrir fjóra leiki í seinni umferð b-deildar Evrópukeppninnar í haust. Íslenska landsliðið mætir þá Danmörku, Hollandi, Svatfjallalandi og Austurríki.
Sigurður valdi fimm nýliða í hópinn en þar af eru þrír 18 ára strákar sem á dögunum urðu Norðurlandameistarar í Svíþjóð. Það eru þeir Ægir Þór Steinarsson, Haukur Helgi Pálsson og Ragnar Nathanaelsson en áður en þeir koma til móts við landsliðið þá taka þeir þátt í Evrópukeppni 18 ára landsliða í Bosníu.
EM-landsliðshópur Sigurðar:
Bakverðir
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (12 landsleikir)
Jakob Örn Sigurðarson, KR (44)
Jón Arnór Stefánsson, Bennetton Treviso (46)
Logi Gunnarson, Njarðvík (72)
Magnús Þór Gunnarsson, Njarðvík (69)
Pavel Ermolinski, U.B. La Palma (10)
Rúnar Ingi Erlingsson, Njarðvík (Nýliði)
Sveinbjörn Claessen, ÍR (3)
Þorleifur Ólafsson, Grindavík (14)
Ægir Þór Steinarsson, Fjölni (Nýliði)
Framherjar
Haukur Helgi Pálsson, Fjölni (Nýliði)
Helgi Már Magnússon, KR (58)
Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík (12)
Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík (51)
Ómar Sævarsson, ÍR (Nýliði)
Páll Axel Vilbergsson Grindavík (89)
Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli (47)
Miðherjar
Fannar Ólafsson, KR (74)
Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni (5)
Hlynur Bæringsson, Snæfelli (46)
Ragnar Á Nathanaelsson, Hamar (Nýliði)
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 17)
Leikir Íslands í Evrópukeppninni í haust:
19. ágúst Danmörk-Ísland
22. ágúst Ísland-Holland
26. ágúst Svartfjallaland-Ísland
29. ágúst Ísland-Austurríki