Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson hefur fengið lendingu í sín mál en hann samdi við spænska úrvalsdeildarfélagið Granada og er samningurinn til tveggja ára.
Jón Arnór lék með KR á síðasta keppnistímabili í Iceland Express deildinni og var lykilmaður í sigri liðsins í deildarkeppninni.
Jón Arnór hefur áður leikið á Spáni en hann var með á árunum 2006-2007 með Pamesa Valencia.
Greint var frá félagsskiptum Jóns Arnórs í kvöldfréttum Stöðvar 2.