KR hefur komist í oddaleik í síðustu fjögur skipti í svona stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2009 23:00 Pálmi Freyr Sigurgeirsson á ferðinni á móti Grindavík. Mynd/Valli KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. KR-liðið hefur staðist svona pressu oft áður og hefur liðið þannig komist fjórum sinnum í röð í oddaleik þegar liðið er með bakið upp við vegginn og þarf að vinna til að forðast sumarfrí. KR-ingar hafa gefið tóninn í fyrsta leikhluta í öllum þessum fjórum leikjum en KR-liðið hefur unnið upphafsleikhlutann með samtals 40 stiga mun (96-56) í þessum sigurleikjum sem hafa allir fært liðinu oddaleik á heimavelli. Fjórir leikmenn KR-liðsins í dag hafa tekið þátt í öllum þessum fjórum leikjum undanfarin þrjú tímabil en það eru þeir Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Freyr Ingason, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Brynjar Þór Björnsson. Það má búast við að þeir Pálmi og Darri Hilmarsson fái hugsanlega að spila meira í þessum leik en til þessa í seríunni því báðir hafa þeir spilað mjög vel þegar KR-ingar hafa tryggt sér oddaleik síðustu þrjú tímabil. Darri Hilmarsson hefur sem dæmi hitt úr 15 af 16 skotum sínum utan af velli (93,8 prósent) og skorað 38 stig á 46 mínútum. Darri hefur einnig tekið 13 fráköst á þessum tíma. Darri hefur spilað í 37 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Pálmi Freyr hefur skorað 12,8 stig að meðaltali á 29,0 mínútum í þessum leikjum þar sem hann hefur hitt úr 52,8 prósent skota sinna og öllum átta vítunum. Pálmi hefur spilað í 28 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Skarphéðinn Freyr Ingason hefur einnig hitt vel í þessum leikjum eða úr 10 af 17 skotum sínum (58,8 prósent) og hann hefur byrjað inn á í þremur af fjórum leikjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en 69 mínútum í þeim öllum. Skarphéðinn hefur spilað í 18 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Það eru liðin sex ár síðan að KR-ingum mistókst að tryggja sér oddaleik eftir að hafa átt í hættu á að tapa einvíginu. Það var í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2003 og vann Njarðvík 97-95. Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, þjálfaði Njarðvíkurliðið í þeim leik og Páll Kristinsson lék einnig með Njarðvík. KR-ingar í sömu stöðu og nú undanfarin ár 8 liða úrslit 2008 á móti ÍR (86-80 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 76-85 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 86-80 eftir framleningu og tryggði sér oddaleikinn. Undanúrslit 2007 á móti Snæfelli (104-80 sigur) Snæfell vann þriðja leikinn 63-61 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann fórða leikinn örugglega í Hólminum, 104-80, og sendi síðan Snæfell í sumarfrí með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik. 8 liða úrslit 2007 á móti ÍR (87-78 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 65-73 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 87-78 og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 91-78. 8 liða úrslit 2006 á móti Snæfelli (61-61 sigur) Snæfell vann fyrsta leikinn 68-71 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum í Hólminum. KR vann 62-61 á ótrúlegri sigurkörfu Melvin Scott og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 67-64. Dominos-deild karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. KR-liðið hefur staðist svona pressu oft áður og hefur liðið þannig komist fjórum sinnum í röð í oddaleik þegar liðið er með bakið upp við vegginn og þarf að vinna til að forðast sumarfrí. KR-ingar hafa gefið tóninn í fyrsta leikhluta í öllum þessum fjórum leikjum en KR-liðið hefur unnið upphafsleikhlutann með samtals 40 stiga mun (96-56) í þessum sigurleikjum sem hafa allir fært liðinu oddaleik á heimavelli. Fjórir leikmenn KR-liðsins í dag hafa tekið þátt í öllum þessum fjórum leikjum undanfarin þrjú tímabil en það eru þeir Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Freyr Ingason, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Brynjar Þór Björnsson. Það má búast við að þeir Pálmi og Darri Hilmarsson fái hugsanlega að spila meira í þessum leik en til þessa í seríunni því báðir hafa þeir spilað mjög vel þegar KR-ingar hafa tryggt sér oddaleik síðustu þrjú tímabil. Darri Hilmarsson hefur sem dæmi hitt úr 15 af 16 skotum sínum utan af velli (93,8 prósent) og skorað 38 stig á 46 mínútum. Darri hefur einnig tekið 13 fráköst á þessum tíma. Darri hefur spilað í 37 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Pálmi Freyr hefur skorað 12,8 stig að meðaltali á 29,0 mínútum í þessum leikjum þar sem hann hefur hitt úr 52,8 prósent skota sinna og öllum átta vítunum. Pálmi hefur spilað í 28 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Skarphéðinn Freyr Ingason hefur einnig hitt vel í þessum leikjum eða úr 10 af 17 skotum sínum (58,8 prósent) og hann hefur byrjað inn á í þremur af fjórum leikjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en 69 mínútum í þeim öllum. Skarphéðinn hefur spilað í 18 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Það eru liðin sex ár síðan að KR-ingum mistókst að tryggja sér oddaleik eftir að hafa átt í hættu á að tapa einvíginu. Það var í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2003 og vann Njarðvík 97-95. Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, þjálfaði Njarðvíkurliðið í þeim leik og Páll Kristinsson lék einnig með Njarðvík. KR-ingar í sömu stöðu og nú undanfarin ár 8 liða úrslit 2008 á móti ÍR (86-80 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 76-85 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 86-80 eftir framleningu og tryggði sér oddaleikinn. Undanúrslit 2007 á móti Snæfelli (104-80 sigur) Snæfell vann þriðja leikinn 63-61 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann fórða leikinn örugglega í Hólminum, 104-80, og sendi síðan Snæfell í sumarfrí með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik. 8 liða úrslit 2007 á móti ÍR (87-78 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 65-73 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 87-78 og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 91-78. 8 liða úrslit 2006 á móti Snæfelli (61-61 sigur) Snæfell vann fyrsta leikinn 68-71 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum í Hólminum. KR vann 62-61 á ótrúlegri sigurkörfu Melvin Scott og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 67-64.
Dominos-deild karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira