Andir Berg Haraldsson, leikmaður Fram, var skiljanlega heldur niðurlútur eftir tap sinna manna fyrir Haukum í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld.
Haukar unnu níu marka sigur á Fram, 30-21, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistarartitilinn.
„Við vorum allt í lagi í byrjun en fljótlega eftir það misstum við taktinn í leiknum. Við fórum að missa menn af velli frekar ódýrt og þeir gengu einfaldlega á lagið," sagði Andri í samtali við Vísi eftir leik.
Munurinn í hálfleik var sex mörk, 16-10. „Þrátt fyrir það var leikurinn alls ekki búið. En þeir voru mjög fljótir að auka muninn í upphafi seinni hálfleiks og kláruðu einfaldlega dæmið."
Andri hefur verið orðaður við lið erlendis en á ekki von á því að flytja úr landi eins og staðan er nú.
„Ég reikna með því að vera áfram í Fram," sagði hann.

