Handbolti

Berglind Íris ekki á förum frá Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Íris Hansdóttir ver mark Vals áfram.
Berglind Íris Hansdóttir ver mark Vals áfram. Mynd/Vilhelm

Berglind Íris Hansdóttir, aðalmarkvörður kvennalandsliðsins í handbolta, er ekki á förum frá Val. Berglind hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið.

Berglind hefur spilað með Val allan sinn feril fyrir utan eitt tímabil þegar hún spilaði með danska liðinu SK Århus.

Valsliðið olli miklum vonbrigðum í vetur og náði ekki að vinna neinn titil þrátt fyrir að vera með góðan mannskap. Valsliðið datt út í undanúrslitum N1 deildar kvenna á móti Stjörnunni og Stjörnukonur slógu einnig Valskonur út úr Eimskipsbikarnum.

Á heimsíðu félagsins kemur fram að frekari frétta séu af leikmannamálum kvennaliðsins en Berglind er fjórða landsliðskonan á þremur dögum sem framlengir við liðið.

Hrafnhildur Skúladóttir oig Hildigunnur Einarsdóttir gerðu báðar nýja samninga í gær og Ágústa Edda Björnsdóttir framlengdi sinn samning á miðvikudaginn.

 

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×