Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter segir að ítalska liðið hafi það sem til þarf til að slá Manchester United út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Inter tekur á móti United á San Siro á þriðjudaginn í fyrri leik liðanna og getur Inter leyft sér að eyða talsverðu púðri í Evrópukeppnina þar sem liðið hefur góða forystu á toppi A-deildarinnar á Ítalíu.
"Ég vil ekki gefa nein loforð en sigurvilji okkar er mikill. Ef ég næ að skora á móti United, ætla ég að tileinka börnunum mínum markið," sagði Brasilíumaðurinn.