Varnarmennirnir Johan Djourou og Gael Clichy verða ekki með Arsenal í síðari leiknum gegn Villarreal í Meistaradeildinni annað kvöld vegna meiðsla.
Djourou er meiddur á hné og Clichy í baki, en Arsenal er þegar án William Gallas sem er meiddur á hné. Þá er markvörðurinn Manuel Almunia enn meiddur á ökkla og spilar ekki annað kvöld, en Abou Diaby verður í hópnum.
Villarreal á líka við sín meiðslavandræði að stríða, því miðjumaðurinn sterki Marcos Senna fór meiddur af velli í deildarleik um helgina.